Læknablaðið - Dec 2018, Page 14
546 LÆKNAblaðið 2018/104
Niðurstöður sýndu að 94 einstaklingar fengu >400 DDD/ári á
tímabilinu, 43 karlar og 51 kona. Meðalaldurinn var 60 ár en var
hins vegar 7 árum lægri hjá þeim 17 einstaklingum sem notuðu
>800 DDD/ári og 46 ár hjá þeim 6 einstaklingum sem notuðu >1200
(mynd 3 og mynd 4). Hæstu skammtar þeirra 6 einstaklinga sem
notuðu >1200 DDD/ári samræmast því magni sem getur haft áhrif
á miðtaugakerfið og gefið vímuáhrif samkvæmt tilfellalýsingum
og umræðum á netinu.23,24,27,37,38 Sé árskammti þeirra 6 skipt jafnt
yfir 365 daga var notkunin frá 32,9 mg/dag til 120,5 mg/dag (mynd
5).
Í heild skrifuðu 649 læknar lyfseðil fyrir lóperamíði árið 2017 en
þá voru starfandi læknar taldir vera 1330.*86 Magn lóperamíðs sem
læknar ávísuðu jókst með hækkandi aldri þeirra og var 56,6 DDD/
lækni hjá <35 ára, 133,1 DDD/lækni hjá 35-60 ára og 194,7 DDD/
lækni hjá >60 ára. Ávísanir voru skoðaðar yfir einungis eitt ár og
því getur ástand sjúklinga hverju sinni haft áhrif. Til að athuga
fylgni á milli notkunar lóperamíðs og ópíóíða var ákveðið að
skoða þá einstaklinga sem notuðu meira en tvöfaldan skilgreind-
an dagskammt (>20 mg/dag) eða >800 DDD/ári og fengu ávísanir
fyrir ópíóíðum innan 60 daga frá ávísun fyrir lóperamíði. Fylgni
reyndist vera léleg og ómarktæk samkvæmt Spearman stuðli (r =
0,197, p = 0,094) og aðhvarfslína sýndi neikvætt samband.
Upplýsingar úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis gefa til
kynna að óhófleg notkun lóperamíðs tíðkist á Íslandi. Hafa þarf
í huga að notkun lyfsins gæti verið meiri því lyfjagagnagrunnur
nær ekki yfir lausasölu og kaup erlendis. Einnig var miðað við
að einstaklingar notuðu lyfið daglega yfir árið. Mögulega var lyf-
ið notað í færri og stærri skömmtum til að ná vímuáhrifum eða
meðhöndla tímabundin ópíóíðafráhvarfseinkenni og gæti því
verið vanmat að skipta heildarárskammti hvers einstaklings í 365
skammta.
*Samkvæmt Embætti landlæknis þarf að hafa fyrirvara á tölum um fjölda starfandi lækna og
er gengið út frá því að læknar séu starfandi og með almennt lækningaleyfi, 70 ára og yngri
í árslok hvers árs og með lögheimili á Íslandi. Þrátt fyrir þessa nálgun þá eru þetta engu að
síður opinberar tölur sem m.a. eru sendar í alþjóðlega gagnagrunna.
Umræða og ályktanir
Lóperamíð er örvi á μ-ópíóíðaviðtaka og hafa nýlegar tilfellalýs-
ingar greint frá ópíóíðalíkum áhrifum á miðtaugakerfið sé það tek-
ið yfir meðferðarskömmtum. Helsta birtingarmynd eitrunaráhrifa
eru alvarlegar hjartsláttartruflanir sem svara illa hefðbundinni
meðferð og geta valdið dauðsföllum. Í huga heilbrigðisstarfsfólks
er lóperamíð yfirleitt talið saklaust hægðastemmandi lyf og því
þótti höfundum þörf á að veita innsýn í misnotkunarmöguleika
þess og alvarlegar afleiðingar ofskömmtunar.
Athugað var hvort lyfjagagnagrunnur landlæknis gæfi vís-
bendingar um mögulega misnotkun lóperamíðs. Niðurstöður
sýndu að 94 einstaklingar notuðu meira en skilgreindan dag-
skammt (DDD=10 mg) af lóperamíði á tímabilinu 2006-2017. Meðal
þeirra voru einstaklingar sem notuðu meira en tvöfalt DDD (20
mg) og jafnvel meira en tvöfaldan hámarksdagskammt (32 mg)
ef heildarmagni er skipt jafnt yfir 365 daga þó mögulega gætu
skammtarnir verið færri og stærri yfir árið. Því er hægt að draga
þær ályktanir að óhófleg notkun á lyfinu tíðkist á Íslandi en ekki
er hægt að ákvarða út frá gögnunum hverjar ástæður þess eru og
ekki liggja fyrir upplýsingar um það hversu stór hluti er seldur í
lausasölu. Auðvelt aðgengi að lyfinu í Bandaríkjunum er talið eiga
stóran þátt í misnotkun þess en hér á landi er einungis hægt að fá
einn pakka með 16 eða 20 stk. í hverju apóteki. Hins vegar er ekk-
ert því til fyrirstöðu að fara á milli apóteka og kaupa þannig fleiri
pakka. Læknar hérlendis gætu haft lágan þröskuld fyrir því að
ávísa stærri skömmtum af lyfinu þar sem misnotkunarmöguleikar
þess eru lítt þekktir.
Þó að tíðni dauðsfalla sé lág geta eitrunaráhrif lóperamíðs á
hjarta verið alvarleg og því mikilvægt að taka hjartalínurit eftir
inntöku lyfsins yfir meðferðarskömmtum. Fylgjast þarf sérstak-
Y F I R L I T S G R E I N
Mynd 3. Aldur og kyn þeirra einstaklinga sem fengu >400 DDD af lóperamíði á ári
skipt í tvo hópa. Þá sem fengu allt að 800 DDD og þá sem fengu >800 DDD. Magnið
800 DDD/ári samræmist því að einstaklingur hafi tekið meira en tvöfaldan skilgreindan
dagskammt (DDD) daglega yfir árið en fyrir lóperamíð er einn DDD talinn vera 10 mg.
Mynd 4. Stöplarit sem sýnir samanlagt magn af DDD og línurit sem sýnir þann fjölda
einstaklinga á hverju ári sem fengu >400 DDD af lóperamíði yfir tímabilið 2006-2017.
Hvorki er hægt að áætla lausasölu né lausasöluskammta út frá gögnunum þar sem um
ávísanir er að ræða og samanlagður skilgreindur dagskammtur (DDD) gefinn fyrir
hvern einstakling á hverju ári. Magnið 400 DDD/ári samræmist því að einstaklingur
hafi tekið meira en skilgreindan dagskammt (DDD) daglega yfir árið en fyrir lóperamíð
er einn DDD talinn vera 10 mg.