Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 19

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 19
LÆKNAblaðið 2018/104 551 S J Ú K R A T I L F E L L I Inngangur Slagæðaleggir eru notaðir hjá meirihluta sjúklinga sem leggjast inn á gjörgæsludeildir. Þeir gefa mikilvægar rauntímaupplýsingar um blóðþrýsting, vökvaástand og auðvelda til muna blóðsýnatök- ur úr slagæð. Leggjunum er oftast komið fyrir í sveifarslagæð (a. radialis), sjaldnar í ölnarslagæð (a. ulnaris) en aðrar æðar eru einnig notaðar. Mælt er með notkun slagæðaleggja hjá öllum sjúklingum með sýklasótt sem krefjast notkunar æðavirkra lyfja.1 Fylgikvillar eru fátíðir og oftast minniháttar og eru þeir algengustu tímabund- in blóðþurrð sem kemur fyrir í um fimmtungi tilfella, blóðgúll á stungustað eða sýndargúlpur (pseudoaneurysm) sem kemur sjaldn- ar fyrir. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýklasótt eða varanlegur blóðþurrðarskaði eru mjög sjaldgæfir og koma fyrir í undir 0,15% og 0,10% tilfella.2 Fáar rannsóknir eru til varðandi meðferð og meðferðarmöguleika sem í boði eru vegna þess hversu sjaldgæfur þessi fylgikvilli er. Hér er lýst tilfelli þar sem sjúklingur hlaut drep í fingur eftir alvarleg veikindi og endurtekna ísetningu slagæða- leggja og þeirri meðferð sem beitt var vegna þess. Tilfelli Tæplega 60 ára konu var vísað til Landspítala frá annarri heil- brigðisstofnun vegna bráðra kviðverkja og lostástands. Hún var með sögu um langvinna lungnateppu, reykingar og stoðkerfis- verki sem meðhöndlaðir voru með bólgueyðandi lyfjum. Við frek- ari uppvinnslu kom í ljós rof á skeifugörn og því var sjúklingurinn tekinn til bráðrar kviðsjáraðgerðar. Í aðgerðinni var sjúklingurinn með óstöðug lífsmörk og þurfti verulegan stuðning æðavirkra lyfja. Skeifugarnarsárinu var lokað með einstaka saumum, lögð netja (omentum) yfir sárið og lagður keri í kviðarhol á aðgerðar- svæði. Eftir aðgerðina fluttist sjúklingurinn á gjörgæslu og þurfti áfram mikinn æðavirkan stuðning með bæði noradrenalíni og vasopressíni. Þremur dögum eftir aðgerðina fékk sjúklingur brátt hjartadrep með sleglahraðtakti, ST-hækkunum á hjartalínuriti og hækkun á hjartaensímum í blóði. Í ljósi lostástands og viðkvæms ástands í kviðarholi var í samráði við gjörgæslulækna, skurðlækna og hjartalækna ákveðið að meðhöndla hjartadrepið með lág- marksblóðþynningu. Því var hafin meðferð með blóðflöguhemli (asetýlsalicýlsýru), léttheparíni (enoxaparini) og beta-blokkum (metoprololi). Sama dag gekkst sjúklingur undir enduraðgerð vegna leka frá fyrri viðgerð, þá var lagður nýr keri og stoðneti komið fyrir með magaspeglunartæki til að þétta viðgerðina. Næstu daga voru lífsmörk óstöðug og þurfti áfram umtalsverðan stuðning æðavirkra lyfja. Æðaaðgangur var erfiður frá upphafi innlagnar og marg- sinnis þurfti að skipta um bæði bláæða- og slagæðaleggi og þurfti tímabundið að notast við sérstaka slagæðaleggi sem eru umtals- vert lengri (20G, 12cm) en hefðbundnir leggir (20G, 4,5cm). Settir voru slagæðaleggir ómstýrt í bæði ölnarslagæð og sveifarslagæð vinstri handar með stuttu millibili og einnig í sömu slagæðar hægri handar. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu oft var skipt um slagæðaleggi eða staðsetning þeirra en flestir þeirra hættu að virka eftir einn til tvo sólarhringa. Erfitt getur verið að fullyrða um af hverju slagæðaleggir hætta að virka. Það getur verið vegna segamyndunar í þeim, sérstaklega ef ekki er stöðugt sírennsli í gegnum þá eða ef ekki er skolað vel í gegnum þá eftir töku blóð- sýna. Einnig getur komið brot í legginn sem kemur í veg fyrir að hann virki sem skyldi. Drep í fingrum í kjölfar ísetningar slagæðaleggja - sjúkratilfelli Á G R I P Inngangur: Notkun slagæðaleggja er algeng hjá gjörgæslusjúklingum vegna þarfar fyrir rauntímaupplýsingar um blóðþrýsting og vökva- ástand sem notaðar eru til að stýra meðferð ásamt því að vera notaðir til blóðsýnatöku. Alvarlegir fylgikvillar eru afar sjaldgæfir, en varanlegur blóðþurrðarskaði kemur fyrir hjá færri en 0,1% sjúklinga. Tilfelli: Hér er sagt frá sjúklingi í sýklasóttarlosti á gjörgæsludeild sem gekkst undir aðgerð vegna rofs á skeifugörn. Á annarri viku komu fram einkenni blóðþurrðar í öllum fingrum vinstri handar. Sjúklingurinn var fjölveikur, hafði þurft háa skammta af æðavirkum lyfjum og þurfti endurtekið að skipta um slagæðaleggi í mismunandi slagæðum, meðal annars í sveifarslagæð og ölnarslagæð vinstri handar. Beitt var blóðþynnandi meðferð sem sjúklingurinn þoldi ekki vegna blæðinga frá meltingarvegi og því dregið úr henni. Átta vikum síðar hafði afmark- ast drep í öllum fingrum vinstri handar og í kjölfarið var framkvæmd aðgerð þar sem hluti af fingrum II-V voru fjarlægðir en ekki þurfti að gera aðgerð á þumli. Orsök drepsins er talin vera margþætt, meðal annars undirliggjandi ástands sjúklings, blóðsegi eða blóðþurrð í kjölfar ísetningar slagæðaleggja. Ályktun: Hér er lýst vel þekktum en mjög sjaldgæfum fylgikvilla slag- æðaleggsísetningar og lögð fram tillaga að meðferðarferli sjúklinga með einkenni um blóðþurrðardrep í fingrum. Atli Steinn Valgarðsson1 læknir Sigurbergur Kárason2,3 læknir Elín Laxdal1,3 læknir Kristín Huld Haraldsdóttir1,3 læknir 1Skurðlækningadeild, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands. Birt með leyfi sjúklings Fyrirspurnum svarar Atli Steinn Valgarðsson, atlistei@landspitali.is https://doi.org/10.17992/lbl.2018.12.208
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.