Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2018, Page 20

Læknablaðið - Dec 2018, Page 20
552 LÆKNAblaðið 2018/104 S J Ú K R A T I L F E L L I Í annarri viku eftir innlögn varð vart við skert blóðflæði í fingrum vinstri handar, höndin varð kaldari og greinilegur blámi á fingrum. Því var slagæðaleggur úr ölnarslagæð sömu handar fjarlægður og einnig var minniháttar æðavirkum stuðningi, sem þá var til staðar, hætt. Við skoðun nokkrum klukkustundum síðar voru fingur bláir og fölir og merki um drep yst í fingrum II-V. Skoðun með doppler sýndi góðan slátt yfir bæði ölnarslagæð og sveifarslagæð en ekki heyranlegan slátt yfir lófabogaslagæð (Arcus palmaris). Því var talið líklegast að blóðtappi hefði borist í lófabogaslagæð og valdið blóðþurrð í fingrum. Vegna hættu á fylgikvillum hjá fjölveikum sjúklingi sem nýlega hafði gengist undir skurðaðgerð og í kjöl- farið fengið blóðþurrðardrep í hjarta, þótti ekki ráðlegt að beita blóðsegaleysandi meðferð og þar sem um smáar æðar var að ræða var ekki talið unnt að gera æðaþræðingu eða skurðinngrip. Því var hafin blóðþynningarmeðferð og þannig reynt að takmarka blóðþurrðarskaðann. Skammturinn af léttheparíni var aukinn og blóðflöguhemli haldið áfram í óbreyttum skömmtum. Á fyrsta degi eftir þessa lyfjabreytingu fór blóðrauði verulega lækkandi í blóðprufum og blóð var greinanlegt í magaslöngu. Því var dreg- ið úr blóðþynningarmeðferð að nýju. Blæðing hélt áfram og kom blóð um kera í kviðarholi og þurfti sjúklingur á blóðgjöf að halda. Í magaspeglun sást talsverð blóðstorka við skeifugarnarsárið og því var ákveðið að draga enn frekar úr blóðþynningarmeðferð. Á næstu vikum fór líkamlegt ástand sjúklingsins hægt batn- andi en eftir stóð vitræn skerðing og var hún greind með Wern- icke-Korsakoff heilkenni þrátt fyrir ríkulega þíamíngjöf. Drepið í fingrum afmarkaðist og var drep á öllum fingrum vinstri hand- ar, minnst á þumli (mynd 1). Þremur mánuðum eftir að einkenna varð fyrst vart var framkvæmd aðgerð þar sem fjarlægð voru svæði með drepi á fingrum II-V en þumalfingur gréri án skurðað- gerðar. Sjúklingurinn útskrifaðist á nærliggjandi sjúkrahús en var endurinnlagður tveimur vikum síðar vegna sýklasóttarlosts sem rekja mátti til sýkingar út frá miðbláæðarlegg. Sjúklingurinn hefur síðan þá verið á batavegi og hefur náð góðum líkamlegum bata en eftir stendur þó vitræn skerðing. Umræða Hér er lýst tilfelli þar sem þekktur en mjög sjaldgæfur fylgi- kvilli ísetningar slagæðaleggja átti sér stað. Lítið hefur verið birt þegar kemur að umræddum fylgikvilla og meðferð byggir oftast á reynslu fremur en stórum vönduðum rannsóknum. Sýnt hefur verið fram á með allmörgum rannsóknum að almennt er öruggt að fá æðaaðgang í ölnarslagæð þegar sveifarslagæð er stífluð en þess- ar rannsóknir hafa oftast verið á sjúklingum sem gangast undir kransæðaþræðingu.3,4 Í flestum skráðum tilfellum þar sem sjúk- lingar hafa fengið blóðþurrðardrep í tengslum við slagæðaleggi er um að ræða fjölveika gjörgæslusjúklinga í lostástandi og er dánar- tíðni há.2,5-8 Áhættuþættir fyrir blóðþurrð eftir slagæðaleggs- ísetningu eru óljósir. Margar tilraunir við uppsetningu og kven- kyn eru þeir áhættuþættir sem flestum rannsóknum ber saman um og er kynbundni munurinn talinn skýrast af því að slagæðar kvenna eru almennt grennri en karla.2,8,9 Þar sem slagæðaleggir einir og sér eru sjaldnast nægjanleg ástæða varanlegrar blóðþurrðar í fingrum3,4 má álykta að orsökin fyrir drepinu í þessu tilfelli sé fjölþætt. Ætla má að orsökin í þessu tilfelli sé samblanda af alvarlegu lostástandi, stórum skömmtum Mynd 2. Tillaga að uppvinnslu og meðferð þegar vart verður við blóðflæðiskerðingu eftir ísetningu slagæðaleggs. Myndin er unnin upp úr texta úr grein Türker og félaga frá 2014.7 Mynd 1. Drep í fingrum vinstri handar. Myndin er tekin tæpum 8 vikum eftir að einkenna varð fyrst vart. Mynd 2. Tillaga að uppvinnslu og meðferð þegar vart verður við blóðflæðiskerðingu eftir ísetningu slagæðaleggs. Myndin er unnin upp úr texta úr grein Türker og félaga frá 2014.7

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.