Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Síða 23

Læknablaðið - des. 2018, Síða 23
LÆKNAblaðið 2018/104 555 gjöf lyfja og í náinni framtíð er líklegt að slík tæki munu fram- kvæma nánast að öllu leyti ýmsar skurðaðgerðir.10,11 Gervigreindar tölvur og vélmenni munu í framtíðinni gegna mikilvægu hlutverki við vöktun og eftirlit með sjúklingum á sjúkrastofnunum og jafnvel sjá að einhverju leyti um umönnun fólks. Þegar eru til vélmenni, svokallaðir carebots, sem hjálpa fólki með vitræna skerðingu og aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við að eiga samskipti við einstaklinga sem erfitt getur verið að ná til, eins og börn með einhverfu.12,13 Í þessu sambandi er mikilvægt að menn séu meðvitaðir um þau fjölmörgu siðferðilegu álitaefni sem óhjákvæmilega koma upp þegar rætt er um notkun véla við samskipti og umönnun sjúklinga. Margar grunnrannsóknir í læknisfræði fela í sér úrvinnslu og greiningu á gríðarstórum gagnasöfnum sem eru bæði óheyrilega flókin og tímafrek. Sem dæmi má nefna sameindaerfðafræði þar sem verið er að rannsaka mikinn fjölda erfðabreytileika sem geta með margvíslegum hætti tengst sjúkdómsáhættu. Vísindamenn vinna nú að því að beita gervigreind og vélnámi við að greina tengsl erfðabreytileika við meingerðarferli fjölda sjúkdóma.14 Þessar aðferðir munu vafalítið einnig nýtast í auknum mæli við leit að nýjum lyfjum þar sem gervigreindar tölvur geta skoðað sameindabyggingu efna hratt og í miklum smáatriðum og spáð fyrir um hvernig þau passa til dæmis við viðtaka á yfirborði frumna.15 Persónumiðuð læknisfræði Framfarir síðustu ára hafa einnig hjálpað til við þróun svokall- aðrar persónumiðaðrar læknisfræði (personalized medicine). Hún felur í sér nýtingu ýmiss konar upplýsinga um einstaklinginn til þess að auka nákvæmni greininga og gera mönnum kleift að sérsníða meðferð fyrir einstaka sjúklinga. Möguleikarnir á þessu sviði tengjast ekki síst hratt vaxandi þekkingu á erfðafræði ýmissa sjúkdóma. Þannig geta erfðaupplýsingar í vissum tilfell- um spáð fyrir um áhættu á ákveðnum sjúkdómum eða um það hvernig einstaklingur er líklegur til að þola eða svara ákveðinni lyfjameðferð. Þetta getur til dæmis hjálpað til við val á lyfi og æskilegum skammti þess og dregið úr líkum á því að sjúklingur sé settur á lyf sem er ólíklegt að virki eða er líklegt til að þolast illa. Þessi þróun getur haft þá kosti að meðferð verður markvissari þar sem valin er meðferð sem er líklegri til að skila árangri í viðkomandi tilfelli en byggir ekki á rannsóknum og reynslu af meðferð hópa sjúklinga sem eiga lítið annað sameiginlegt en að vera með ákveðna sjúkdómsgreiningu. Einnig getur þessi nálgun stuðlað að því að ýmsar lífsstílsráðleggingar verði markvissari þar sem nýttar eru upplýsingar um samsetningu þeirra áhættu- arfgerða sem einstaklingurinn er með. Rannsóknir benda til þess að sjúklingar séu bæði ánægðari með og líklegri til að fylgja með- ferðar- og lífsstílsleiðbeiningum þegar þær eru byggðar á þeirra eigin upplýsingum.16 Gervigreind og vélnám mun eflaust flýta fyrir þróun einstak- lingsmiðaðrar læknisfræði. Dæmi um slíka möguleika eru myndgreiningarrannsóknir á heila til að meta hættuna á að einstaklingar með byrjunareinkenni geðrofs þrói með sér alvar- lega og langvinna geðrofssjúkdóma eins og geðklofa.17 Vitað er að aðeins um þriðjungur þessara einstaklinga fá að endingu geðrofssjúkdóm en hinir ýmist losna við einkenni eða fá aðrar geðraskanir. Nýlegar rannsóknir með segulómun hafa sýnt að hópurinn sem fær geðrofssjúkdóm er með breytingar í hvíta efni heilans á ákveðnum stöðum en þessar breytingar sjást ekki hjá þeim sem ekki þróa með sér geðrofssjúkdóm.18 Rannsakendur á þessu sviði hafa beitt vélnámi þar sem gervigreindar tölvur læra að þekkja þessar breytingar út frá miklum fjölda segulómmynda. Í langflestum tilfellum myndu þessar breytingar ekki greinast við hefðbundna skoðun á segulómmynd en niðurstöður þessara rannsókna hafa sýnt að tölvur greina breytingarnar í allt að 90% þeirra sem fá geðrofssjúkdóm og líklegt er að sú tala geti hækkað með áframhaldandi vélnámi.17 Á næstu árum mun læknisfræði verða sífellt einstaklingsmið- aðri sem mun væntanlega leiða til nákvæmari sjúkdómsgrein- inga og markvissari og öruggari meðferða. Gervigreindar tölvur og vélmenni munu í framtíðinni sinna ýmsum af þeim verkum sem í dag eru unnin af læknum. NordicPhotos/Getty

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.