Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 25
LÆKNAblaðið 2018/104 557
að draga úr sóun, sem í dag er meðal annars er fólgin í því að fólk
eyðir miklum tíma í einföld og tímafrek verk í stað þess að nýta
dýrmætan tíma sinn til beinna samskipta við sjúklinga og vinna
að framþróun og nýjungum í sínu fagi.
Fjölmargar áskoranir í læknisfræði
Þó svo að við horfum fram á miklar framfarir innan læknisfræði
í náinni framtíð verða áskoranirnar vafalítið áfram mjög margar.
Fjölgun aldraðra og þeirra sem þjást til dæmis af offitu, sykursýki
og heilabilunarsjúkdómum mun leiða til aukins kostnaðar og
álags á velferðarkerfi svo að ljóst er að huga þarf að grundvallar-
breytingum á heilbrigðiskerfum Vesturlanda þar sem núverandi
kerfi munu ekki ráða við hratt vaxandi þjónustuþarfir ört stækk-
andi hóps fólks með langvinna sjúkdóma. Eftirlit og þjónusta
mun þurfa að færast í auknum mæli út í samfélagið þar sem
fylgst verður með sjúklingum með hjálp ýmissa tækja sem senda
upplýsingar jafnóðum til lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks.
Gervigreind mun vafalítið gegna mikilvægu hlutverki við að
vinna úr sífellt auknu magni mælinga og upplýsinga og aðstoða
við sjúkdómsgreiningar og ákvarðanir um meðferð ásamt því að
auka öryggi og koma í veg fyrir mistök.
Heimildir
1. www.zmescience.com/research/technology/smartphone-power-compared-to-apollo-432/
- nóvember 2018.
2. www.weforum.org/agenda/2018/05/society-reboot-operating-system-fourth-industrial-
revolution/ - nóvember 2018.
3. www.sciencealert.com/driverless-cars-could-reduce-traffic-fatalities-by-up-to-90-says-
report - nóvember 2018.
4. Wadhwa V. Medicine will advance more in the next 10 years than it did in the last 100.
Stanford University 2016, https://singularityhub.com/2016/10/26/medicine-will-advance-
-more-in-the-next-10-years-than-it-did-in-the-last-100/ - nóvember 2018.
5. Jiang F, Jiang Y, Zhi H, Dong Y, Li H, Ma S, et al. Artificial intelligence in healthcare: past,
present and future. Stroke Vasc Neurol 2017 2: 230-43.
6. Shafique S, Tehsin S. Computer-aided diagnosis of acute lymphoblastic leukemia. Comput
Math Methods Med 2018; 2018: 6125289.
7. Mar VJ, Soyer HP. Artificial intelligence for melanoma diagnosis: How can we deliver on
the promise? Ann Oncol 2018; 29: 1625-28.
8. Du XL, Li WB, Hu BJ. Application of artificial intelligence in ophthalmology. Int J
Opthalmol 2018; 11: 1555-61.
9. Nichols JA, Chan HW, Baker MAB. Machine learning: applications of artificial intelligence
to imaging and diagnosis. Biophys Rev 2018; Epub.
10. Brodie A, Vasdev N. The future of robotic surgery. Ann R Coll Surg Engl 2018; 100 (Suppl
7): 4-13.
11. Palma E, Bufarini C. Robotized compounding of oncology drugs in a hospital pharmacy.
Int J Pharm Compd 2014; 18: 358-64.
12. Sartorato F, Przybylowski L, Sarko DK. Improving therapeutic outcome in autistic spectr-
um disorders: Enhancing social communication and sensory processing through the use of
interactive robots. J Psychiatr Res 2017; 90: 1-11.
13. Darragh M, Ahn HS, MacDonald B, Liang A, Peri K, Kerse N, et al. Homecare Robots to
Improve Health and Well-Being in Mild Cognitive Impairment and Early Stage Dementia:
Results From a Scoping Study. J Am Med Dir Assoc 2017; 18: 1099.
14. Schrider DR, Kern AD. Supervised Machine Learning for Population Genetics: A New
Paradigm. Trends Genet 2018; 34: 301-12.
15. Panteelev J, Gao H, Jia L. Recent applications of machine learning in medicinal chemistry.
Bioorg Med Chem Lett 2018; 28: 2807-15.
16. Everett E, Kane B, Yoo A, Dobs A, Mathioudakis N. A Novel Approach for Fully
Automated, Personalized Health Coaching for Adults with Prediabetes: Pilot Clinical Trial.
J Med Internet Res 2018; 20: e72.
17. Gifford G, Crossley N, Fusar-Poli P, Schnack HG, Kahn RS, Koutsouleris N, et al. Using
neuroimaging to help predict the onset of psychosis. Neuroimage 2017; 145: 209-17.
18. Ziermans TB, Schothorst PF, Schnack HG, Koolschijn PC, Kahn RS, van Engeland H, et
al. Progressive structural brain changes during development of psychosis. Schizophr Bull
2012; 38: 519-30.
19. Susskind R, Susskind D. Technology will replace many doctors, lawyers and other pro-
fessionals. Harvard Business Review 2016. hbr.org/2016/10/robots-will-replace-doctors-
lawyers-and-other-professionals. - nóvember 2018.
20. racma.edu.au/index.php?option=com_content&view=article&id=936&Itemid=714
- nóvember 2018.
Eins og fram hefur komið gengu í gildi skipulagsbreytingar
eftir aðalfund LÍ 8.-9. nóvember síðastliðinn sem aðalfundur LÍ
2017 samþykkti. Á aðalfundinum 2018 voru til viðbótar sam-
þykktar lagabreytingar sem hafa í för með sér að LR hættir
þátttöku í útgáfu Læknablaðsins. Sú breyting var gerð að ósk
aðalfundar LR síðastliðið vor sem samþykkti að LR hætti þátt-
töku sinni í útgáfunni. Samþykkt var á aðalfundinum að LÍ
héldi útgáfu Læknablaðsins áfram.
Eftir þessa breytingu er útgáfustjórn Læknablaðsins skipuð
formanni LÍ og ábyrgðarmanni blaðsins, auk formanna aðildar-
félaganna fjögurra. Stjórn LÍ ræður ritstjóra, einn eða fleiri, til
tveggja ára í senn og skipar ábyrgðarmann blaðsins úr þeirra
hópi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins verður áfram
Magnús Gottfreðssson læknir og ritstjórnarfulltrúi Védís Skarp-
héðinsdóttir.
Á aðalfundi LÍ 2017 var ákveðið að áskrift að Læknablaðinu
væri innifalin í félagsgjaldi félagsmanna LÍ. Félagsmenn sem
mega lögum samkvæmt hætta að greiða félagsgjald hætta á
hinn bóginn að fá Læknablaðið nema þeir gerist áskrifendur að
því og greiði áskriftargjald. Vaxandi kostnaður við útgáfustarf-
semina er ein ástæða þess að lagabreytingin var gerð. Stjórn LÍ
ákvað að fresta gildistöku þessarar samþykktar til 1. janúar 2019
þannig að félagsmenn sem ekki greiða félagsgjald fengju Lækna-
blaðið endurgjaldslaust á aldarafmælisárinu.
Þessi lagabreyting frá 2017 tekur þar með formlega gildi
frá 1. janúar 2019. Útgáfustjórn Læknablaðsins hefur ákveðið að
áskriftargjald Læknablaðsins fyrir 2019 verði 16.900 kr., sem gerir
1.408 kr. á mánuði og er það eins og áður segir innifalið í fé-
lagsgjaldi til LÍ. Þeir sem ekki greiða félagsgjald LÍ verða því að
greiða þetta áskriftargjald til að fá blaðið.
Læknablaðið verður eftir áramót sent til allra þeirra sem hafa
fengið það á árinu 2018. Þeim læknum sem ekki greiða lengur
félagsgjald LÍ verður sendur greiðsluseðill fyrir áskriftargjaldi
ársins 2019. Útgáfustjórn Læknablaðsins vonar að allir læknar
sem ekki greiða lengur félagsgjald til LÍ kjósi engu að síður að
halda áfram að vera áskrifendur að Læknablaðinu. Kjósi einhverj-
ir læknar frekar að hætta að fá blaðið, nú þegar þeir þurfa að
greiða fyrir það, eru þeir vinsamlega beðnir um að tilkynna það
til skrifstofu LÍ eigi síðar en 20. janúar 2019, annaðhvort símleið-
is í 564 4100 eða á netfangið lis@lis.is.
Læknablaðið 2019 – tilkynning frá útgáfustjórn