Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 29

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 29
LÆKNAblaðið 2018/104 561 sem eru í mestri þörf, eru sárkvaldir og eru á verkjalyfjum mánuðum saman, njóti þjónustunnar eins hratt og mögulegt er? Ég er ekki enn sannfærð um að þetta sé allt saman í lagi,“ segir hún. Af einum biðlasta á annan Ráðherra segir að 840 milljónum sé nú ár- lega ráðstafað til að saxa á biðlista. „Upp- hæðinni er ætlað að stytta biðina og koma okkur á svipaðar slóðir og í löndunum í kringum okkur.“ Staðan nú sé sú að fólk færist af einum biðlista á annan. „Þannig að það er eitthvað þarna sem lýtur að heildarskipulagi og stjórnun. Þetta verkefni er ekki þannig að hægt sé að leysa það með einum samningi við Klíníkina eða með einhverjum slíkum hætti. Þetta er allt undir og allt til skoðun- ar og hvílir á heilbrigðisstefnu.“ Á heilbrigðisþinginu í nóvemberbyrj- un talaði aðstoðarmaður þinn, Birgir Jakobsson, um að útrýma áhrifum kunn- ingsskapar og sagði biðlistana ekki sann- gjarna. Er það svo? „Ég hef engar forsendur til að meta það. Ég veit ekkert um það. Að minnsta kosti er það þannig að það má ekki vera svo, þegar um heilbrigðisþjónustu er að ræða sem greidd er úr sameiginlegum sjóðum, að það séu einhverjar aðrar reglur en faglegt mat sem liggi til grundvallar. Það er ekki lögmætt. Það væri óásættanlegt.“ En þá að rammasamningnum við sér- fræðilækna. Telur ráðherrann hann hafa verið opinn tékka? „Ég vil ekki orða það þannig hann hafi verið opinn tékki. Ég held að það skipti kannski ekki öllu máli hvernig við orðum það. Hann hefur í það minnsta verið óeðlilega opinn þangað til honum var lokað – sem síðar reyndist ólögmætt. Við fengum niðurstöður frá dómstólum að það hefði verið ólögmætt að loka samningnum einhliða en í reifun málsins kemur líka fram að það hafi verið jafn vafasamt, óeðlilegt, að ekkert mat var lagt til grundvallar því hverjir fóru inn á samninginn. Þannig að það var á báða bóga. Samningurinn var þannig að hann var opinn, sem getur ekki verið fyrir- komulag til framtíðar.“ Langþreytt heilbrigðiskerfi styrkt Mikið hefur verið rætt um bága stöðu heilbrigðiskerfisins og fjárþurrð síðustu ár og sagði forysta Vinstri grænna í Lækna- blaðinu fyrir síðustu kosningar að hækka þyrfti fjárframlögin. Miða ætti við tæp 10,6% af vergri landsframleiðslu árið 2020. Svandís segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé langþreytt. „Það þarf virkilega á fjárhagslegri innspýtingu að halda, en það þarf líka á því að halda að við vitum betur hver gerir hvað og að við skiptum með okkur verkum,“ segir hún. „Nú erum við bæði með eyður í þjónustunni og tvíverknað. Við þurfum því að taka til í kerfinu. Það dugar ekki bara að ráðstafa þangað meira fé, þótt það sé eitthvað sem við þurfum sannarlega að gera – og við erum að því.“ Erfitt sé hins vegar að miða við verga landsframleiðslu, því sú tala breytist hratt hér á landi. „Stór verkefni eins og uppbygging Landspítala geta skapað kúf í fram- kvæmdaliðum sem hefur áhrif á þetta hlutfall,“ bendir hún á og einnig að það sé verið að gefa í. Til að mynda hafi verið samþykkt að eyrnamerkja inn í áætlunina fé til að mæta greiðsluþátttöku sjúklinga. Sérstaklega verði horft til tannlækninga öryrkja og aldraðra, ferðakostnaðarreglu- gerðarinnar, gjaldtöku í heilsugæslunni og fleiri þátta sem taka verði afstöðu til og forgangsraða. „En hópar sem standa höllustum fæti eru mér efstir í huga,“ segir Svandís. „Svo líka að styrkja framlínu heilbrigðisþjón- ustunnar, sem er heilsugæslan.“ Þá komi til greina að lækka komugjöldin þar. „Já, ég hef lagt mikla áherslu á að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga,“ segir Svandís. Á fimmtugsaldri í stjórnmálin Svandísi skortir ekki reynsluna. Hún hafði gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og verið í fararbroddi í borgarmálunum. Hún Svandís Svavarsdóttir ætlar að taka til í heilbrigðiskerfinu en segir einnig að það sé langþreytt og þurfi virkilega á fjárhagslegri innspýtingu að halda. Mynd/gag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.