Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 33

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 33
LÆKNAblaðið 2018/104 565 Hver var Dante? Durante degli Alighieri, eða Dante, fæddist í Flórens árið 1265 og lést í Ravenna árið 1321. Verk hans þrjú, Inferno, Purgatorio og Paradiso, heyra til Hins guðdómlega gleðileiks. Verkið þykir með merkustu bókmenntum miðalda og er talið grunnur ítalsks ritmáls „Hann er furðulega nútímalegur í hugsun. En það er ekki skrýtið því mannkynið hefur furðulega lítið breyst,“ segir Einar Thoroddsen sem hefur þýtt fyrsta bindi verks hans; Víti. kúrsus og maður varð betri og betri með hverjum deginum,“ segir hann rólega. Það er alveg ljóst að hans fag er að leika sér með tungumálið, þetta samskiptaform sem við teljum svo sjálfsagt, en þorum fæst að leika okkur með, eftir áratuga rétt- ritunarumvandanir og stífa málfræði. Hálfnaður með allt verkið Við ræðum útkomu meistaraverks Dantes og elju Einars. „Útgáfan er viss léttir og það kemur yfir mig svona: Loksins, loks- ins.“ Einar stefnir á að þýða kómedíuna alla, Víti (Inferno), Hreinsunareldinn (Purgatorio) og Paradís (Paradiso). „Víti er 34 kviður en hinar tvær 33. Ég á 11 kviður eftir af Hreinsunareldinum, sem ég er að hugsa um að kalla Skírnarfjallið, svo ég er meira en hálfnaður með allt verkið,“ segir hann. „Og ég hef, þegar best hefur gengið, náð heilli kviðu á viku. Það eru 40 þriggja línu erindi,“ segir hann. „En þá þarf ég að vera í stuði að því leyti að vera ekki þreyttur og maður verður að halda sig á mottunni. Svo drekkur maður ókjör af te-i og þá vaggast maður niður í vissan dugn- að. En þetta er ekki inspirasjón-verk. Þetta hefur með rassinn að gera, að setjast niður. Eitt prósent talent og 99% rass. Svo nagar maður ekki penna þar til eldingunni slær niður heldur er sífellt að,“ lýsir hann vinnslu verksins og framhaldinu sem verði þó ekki auðveldara með tímanum. „En Dante er það hugmyndaríkur sjálfur að hann er ekki með miklar endur- tekningar. Þess vegna þarf þýðandinn ekki að hafa áhyggjur af því. Dante varðar veginn.“ Sinnir enn læknastörfum Þrátt fyrir að standa á sjötugu starfar Einar enn sem læknir. „Ég var að vísu að hætta á Borgó um daginn,“ segir hann. „Af því að ég varð sjötugur treysta þeir manni ekki lengur en ég er með stofu áfram. Það sér svo sem ekki fyrir endann á því.“ Dante skrifaði verkin í upphafi 14. aldar og bendir Einar á að rétt eins og við skiljum ekki allt sem stendur í Íslendinga- sögunum hafi ítalskan breyst. Hann hafi því grúskað í mörgum þýðingum. „Ég hef notað öll þau tungumál sem ég hef fundið þetta á; sænsku, ekki svo mikið dönsku en þó aðeins, ensku og kíkt á frönsku. – Allt sem maður nælir í til samanburðar til að vita hvað maðurinn er að segja. Og oft hafa þessar þýðingar verið tví- og þrísaga.” Í Víti fjallar Dante um ferð sína um víti þar sem rómverska skáldið Virgill fylgir honum. Þar er bæði afneitun og viður- Einar Thoroddsen í sínu náttúrulega umhverfi. Mynd/gag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.