Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 36

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 36
568 LÆKNAblaðið 2018/104 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Vel á þriðja hundrað mættu á Heilbrigðis- þing velferðarráðuneytisins á Grand hóteli föstudaginn 2. nóvember. Svandís Svavars- dóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti þar drög að heilbrigðisstefnu, sem stefnt er á að taki gildi árið 2030 og tók við tillögum og um- sögnum að úrbótum úr sal. Svandís nefndi að yfir 60% Evrópulanda hefðu sett sér heildstæða stefnu árið 2016 sem tæki mið af heilbrigðisstefnu Evrópu til ársins 2020. Svandís sagði að íslenskt samfélag ætti að geta sameinast um skýra og markvissa stefnu og sýn í heilbrigðismálum fyrir árið 2030. Með aðstoð Birgis Jakobssonar, að- stoðarmanns síns og fyrrum landlæknis, kynnti hún þá sviðsmynd sem ráðuneytið sæi fyrir sér árið 2030. Þar bar hæst það markmið að árið 2030 verði íslensk heil- brigðisþjónusta á heimsmælikvarða og öryggi og gæði þjónustunnar eins og best verður á kosið. Heilsuefling og forvarnir verði hluti af þjónustu heilsugæslunnar, sem yrði fyrsta stopp sjúklinga í leit að bata. Fyrirmyndar starfsvettvangur Undir liðnum fólk í forgrunni í drögum að stefnunni segir Birgir að mannafla- þörf heilbrigðiskerfisins verði greind og mönnun heilbrigðisþjónustunnar tryggð árið 2030. Heilbrigðisstofnanir verði eft- irsóttir vinnustaðir og þekktir fyrir gott starfsumhverfi og góð samskipti. Skýrar reglur verði um aukastörf starfsfólks. Undir liðnum hugsað til framtíðar sagði að hver þáttur heilbrigðiskerfisins yrði kostnaðargreindur og fjármagnaður með gagnsæjum hætti. Starfsfólk fengi möguleika á að starfa við vísindavinnu og gæðaverkefni í ákveðinn tíma á ári. Lækn- ar á háskólasjúkrahúsinu sinni einnig kennslu og vísindum og styrkir bjóðist til vísindarannsókna. Námið fylgi ströngustu kröfum og ný lyf og tækni aðeins innleidd þegar notagildið hafi sannað sig. Heilsugæslan verði tilbúin Undir liðnum rétt þjónusta á réttum stað sagði Birgir að allir landsmenn ættu að hafa aðgang að einföldum upplýsingum um hvert skuli leita eftir heilbrigðisþjón- ustu ef þörf væri á. Hann lýsti því hvernig skilgreina ætti heilbrigðisþjónustuna eftir stigum: „Heilsugæslan er fyrsti viðkomu- staður sjúklinga inn í heilbrigðiskerfið,“ sagði hann og bætti við að hún væri hugs- anlega ekki í stakk búin til þess í dag en yrði það árið 2030. Sérfræðiþjónusta utan háskólasjúkrahúss heyrði til annars stigs og háskólasjúkrahúsið þess þriðja. Áhugavert var að heyra hann lýsa heilsugæslunni eftir þennan rúma áratug: „Heilsugæslan hefur yfir að ráða víðtækri þekkingu heilbrigðisstarfsfólks, auk lækna og hjúkrunarfræðinga. Starf heilsugæsl- unnar einkennist af teymisvinnu þar sem unnið er í nánu sambandi við félags- þjónustuna með hagsmuni notenda í for- grunni. Heilsugæslan tekur virkan þátt í heilsueflingu og heilsueflandi móttöku og býður upp á ráðgjöf um heilbrigðan lífsstíl fyrir einstaklinga og hópa eftir því sem við á.“ Þá sagði hann að árið 2030 yrði um- fang þjónustu sérfræðinga utan háskóla- sjúkrahúss ákveðin í samningum við Sjúkratryggingar Íslands í samræmi við þarfir notenda á hverjum tíma. Nýr spítali risinn 2030 Birgir sagði að þar sem væri verið að horfa til ársins 2030 væri hægt að gera ráð fyrir að nýr Landspítali yrði risinn með góðri aðstöðu fyrir bráða- og valkvæða þjónustu ásamt öflugri dag- og göngudeildarþjón- ustu. „Hlutverk Landspítala sem háskóla- sjúkrahúss hefur verið styrkt og þar er hátækniþjónusta veitt og sérhæfð þjónusta sem ekki er hægt að veita annars staðar á Ný heilbrigðisstefna mótuð fyrir árið 2030 Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra og fyrrum landlæknir, tók ítrekað til máls yfir daginn og rakti drög að heilsustefnu yfirvalda fyrir árið 2030. Mynd/gag Heilsugæslan tekur virkan þátt í heilsueflingu og heilsueflandi móttöku og býður upp á ráðgjöf um heilbrigðan lífsstíl fyrir einstaklinga og hópa eftir því sem við á.“ HEILBRIGÐISÞING 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.