Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Síða 39

Læknablaðið - des. 2018, Síða 39
taldi einnig mikilvægt að samningar nýráðinna lækna yrðu skoðaðir, því það bæri á mistúlkunum á kjarasamningnum í ráðningarsamningum þeirra. Reynir ræddi einnig, eins og Svandís, um vandann á landsbyggðinni og sagði að ráðast þyrfti í átak vegna skorts á læknum þar. Endurskipuleggja þyrfti starfsemina á ýmsa lund. Skortir á vilja til að fá lækna heim? „Ekki eru svo mörg ár síðan mönnun þar var stöðug, en það brotnaði niður eftir að farið var í hagræðingaraðgerðir. Það starfa 800 íslenskir læknar erlendis og þeim fer fjölgandi,“ sagði Reynir og að það skorti á skilning á því að læknar komi ekki heim til að vinna. „Ákveðinn kúltur“ gagnvart læknum haldi þeim frá. „Það er enginn skortur á læknum en það skortir vilja til að ráða þá á þeim kjör- um sem þarf svo þeir komi heim,“ sagði hann. „Það er ekkert mál að leysa mál landsbyggðarinnar ef það er virkilegur vilji til. Það þarf vilja til að hleypa þessum læknum heim til landsins.“ Rekstrartekjur Læknafélagsins hækk- uðu um rúm 11% milli ára og námu um 141.389.227 krónur árið 2017. Allir ársreikningar félagsins, ársreikn- ingur LÍ 2017, Fræðslustofnunar lækna, Orlofssjóðs og Fjölskyldu- og styrktarsjóðs, voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum. Kristján Vigfússon og Reynir Arngrímsson. Kristján er lektor í HR og stýrði öflugu hópastarfi á aðalfundinum þar sem fulltrúum var skipað í nokkra 8 manna hópa til að skeggræða um stefnumótun í heilbrigðismálum. Mynd/Védís Sú nýbreytni var prófuð að láta allan hópinn raða sér í aldursröð, þegjandi og hljóðalaust og án fums og fáts, - en það var talsverður órói í bekknum. Mynd/Védís Virkir, áhugasamir og vakandi félagsmenn í hinu 100 ára gamla félagi, LÍ. Myndir/gag. AÐALFUNDUR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS LÆKNAblaðið 2018/104 571

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.