Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - dec. 2018, Side 45

Læknablaðið - dec. 2018, Side 45
LÆKNAblaðið 2018/104 577 stæðingum í janúar 2018 líkt og aðra janúarmánuði undanfarin ár. Flestir lungnasjúklingar vita að ástandið um áramót er slæmt og halda sig því inni og auka lyfjanotkun sína kring- um áramót en þurfa ekki að leita til læknis. Þannig er verið að auka á vanlíðan þess stóra hóps Íslendinga sem eru með lungnasjúkdóma og skerða lífsgæði þeirra. Viðhorf almennings til flugelda voru rannsökuð í þjóðmála- könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Niðurstöður gefa til kynna að 69% landsmanna telji að svifryksmengun af völdum flugelda geti haft skaðleg áhrif á heilsu og 57% studdu að stjórnvöld myndu setja strangari reglur um notkun flug- elda. En hvaða breytingar væri hægt að gera? Hægt væri að setja markmið um hversu mikið af flugeld- um megi flytja inn á hverju ári. Ef horft er til síðastliðinna 15 áramóta fór svifryksmengun yfir heilsuverndarmörk annað hvert ár. Ef innflutningur flugelda helmingaðist myndi svifryksmengun fara sjaldnar yfir heilsuverndar- mörk. Til að tryggja að standast heilsuverndarmörk þyrfti hins vegar að minnka magn innfluttra flugelda um áttfalt. Hægt væri banna auglýsingar líkt og er gert með áfengi og tóbak. Einnig mætti minnka vöruframboð og hætta alveg með þá flugelda sem menga mest við jörðu. Að auki mætti íhuga skilagjald fyrir umbúðir af flugeldum til að minnka flugeldaúrgang í umhverfinu. Nýleg rannsókn gefur hins vegar til kynna að meiri árangur náist í loftgæðum þar sem almenn notkun flugelda er bönnuð.5 Mikilvægt er talið að halda í hátíðarstemningu um ára- mót og því gætu sveitarfélög verið með skipulagðar sýn- ingar, eins og ljósasýningar í bland við tónlist, sem hefur gefist vel til dæmis í Hong Kong. Þjóðmálakönnunin gefur til kynna að 27% Íslendinga styðji bann við almennri notkun flugelda. 80% landsmanna finnst gaman að horfa á flugelda, en aðeins 45% finnst gaman að skjóta þeim upp. Flugeldasýn- ingar á vegum opinberra aðila myndu því þjóna meirihluta þjóðarinnar. Af ofanskráðu er ljóst að óhófleg óstýrð notkun Íslendinga á flugeldum leiðir til alvarlegrar fyrirsjáanlegrar mengunar sem hefur áhrif á heilsu og vellíðan lungnasjúklinga sem eru allt að 5-10% landsmanna og eru í þeim hópi bæði börn og fullorðnir. Heimildir 1. Andradóttir HÓ, Þorsteinsson Þ. Metmengun í Reykjavík af völdum flugelda - kynning á niðurstöðum rannsóknar. Háskóli Íslands, 21. september 2018. 2. Thorsteinsson T, Gísladóttir G, Bullard J, McTainsh G..Dust storm contributions to airborne particulate matter in Reykjavík, Iceland. Atmospheric Environm 2011; 45: 5924-33. 3. Þórðarson H. Svifryk áramót 2017/2018 – mæling á málmum og PAH. Efnagreiningar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, 2018: skýrsla nr. 6EM18001. 4. Ríkisútvarpið (2018, 1. janúar). Mikil mengun. ruv.is/sarpurinn/klippa/mikil- -mengun - nóvember 2018. 5. Lai YH, Brimblecombe P. Regulatory effects on particulate pollution in the early hours of Chinese New Year, 2015. Environm Monit Assess 2017; 189: 467.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.