Læknablaðið - des. 2018, Síða 47
LÆKNAblaðið 2018/104 579
áður segir hafa allir þjónustuveitendur í íslenska heilbrigðiskerf-
inu aðgang að Heilsugátt og þannig er hér tilkomin einföld og
þægileg boðleið sem allir geta notað.
Skilaboð birtast ýmist á vinnulista læknis í Sögu (væntanlegt
innan skamms) eða í Heilsugáttarglugga. Með þeim er hægt
að vísa í ákveðinn tímapunkt í sjúkraskrá (tímalínu) – eins og
tengill í tölvupósti. Hægt er að senda hvaða upplýsingar sem er
samhliða til dæmis ICD-greiningarkóða og útskriftardeild til að
auðvelda viðtakanda að átta sig á eðli skilaboða:
Með þessu móti er afar auðvelt að láta heimilislækni vita af
þjónustu án langra læknabréfa og heimilislæknir ræður sjálfur
hversu lítið eða mikið hann les um tilfellið. Hægt er að senda
skilaboð sjálfvirkt, til dæmis þegar útskriftarnóta er frágengin á
Landspítala en þannig er tryggð 100% skilvirkni, einfaldara upp-
lýsingaflæði og margfalt minni vinna bæði lækna og ritara en í
dag.
Slík flöggun þarf ekki að vera bundin við útskrift, til dæmis
gætu skilaboð verið send sjálfvirkt strax við komu á bráðamót-
töku, við lok aðgerðar á skurðstofu, við breytingar á lyfjakorti,
meðferðartakmörkunum eða andláti sjúklings. Flagganir með
skilaboðum auðvelda verulega samfellu í þjónustu milli heil-
brigðisstofnana og gera mögulega hvers konar samvinnu milli
Landspítala og heilsugæslu – eða annarra heilbrigðisstofnana þar
sem Heilsugátt er aðgengileg á öllu landinu. Auðveldari samskipti
eru einn mikilvægasti þáttur þess að lágmarka endurtekningar á rann-
sóknum og minnka „læknaráp" sem eins og flestir læknar kannast
við eru tímafrek og kostnaðarsöm og valda óþarfa raski fyrir
sjúklinga.
Tilvísanir með erindum
Í læknabréfum er stundum að finna beiðni eða ráðleggingar um
sértæka eftirfylgd, til dæmis rannsókn eða skilmerki sem þarf að
bregðast við. Sendandi er með þessu að færa ákveðið verkefni yfir
á viðtakanda sem hefur lítið um það að segja, samráð er ekki til
staðar. Samskiptin eru einhliða og móttakandi hefur takmarkaða
möguleika til að svara með formlegum hætti. Ekki síst vegna
þessa getur viðtakandi talið sig þurfa að lesa ítarlega öll bréf
sem berast – til að missa ekki af atriðum sem gjarnan leynast í
löngum texta og veldur það streitu og jafnvel gremju. Áherslur
um eftirfylgd geta því auðveldlega misfarist og valdið skaða fyrir
skjólstæðinginn.
Ekki er tryggt að allir viðtakendur fái eða lesi sín læknabréf og
gerir það illt verra að sendandi getur ekki fylgt eftir hvort beiðni
hafi verið móttekin. Þetta samskiptaform er því stórkostlega gall-
að og óáreiðanlegt og væri líklega ekki leyfilegt hvar sem öryggi
er í fyrirrúmi eins og gildir um viðkvæm sjúklingamál.
Svokölluð erindi í skilaboðakerfi eru formgerð skilaboð sem
krefjast viðtöku móttakanda. Móttakandi getur staðfest erindi,
hafnað eða áframsent, en um leið fær sendandi tilkynningu um
afgreiðslu erindisins. Samskiptin eru því í „closed loop“ sniði
sem tryggir örugga tilfærslu á ábyrgð og gerir samskiptin fullkom-
lega rekjanleg. Þannig getur læknir Landspítala útskrifað sjúkling
og valið um leið að óska eftir eftirfylgd með því að gera erindi í
skilaboðum:
Móttakandi getur við afgreiðslu erindis sent skilaboð til baka
en þannig á sér stað samtal og samvinna um sjúkling í stað boðunar.
Ef heimilislæknir telur sig ekki geta tekið við tilvísun getur hann
hafnað erindinu og viðtakandi fær hana aftur á sitt borð. Telji
læknir að annar kollegi sé betur til þess fallinn að taka við tilvís-
uninni er hægt að áframsenda erindið en ef hann tekur við því
sjálfur staðfestir hann móttöku.
Í öllum tilvikum fær sendandi sjálfvirk skilaboð til baka og
getur því auðveldlega fylgst með ferli tilvísunarinnar og verið
öruggur um móttöku hennar. Sendandi getur líka fylgst með út-
sendum erindum og stöðu þeirra.
Lokaorð
Hér hefur verið skoðað hvernig læknabréf íþyngja þjónustu-
veitendum heilbrigðiskerfisins með falskri væntingu um öryggi
og samfellu og skapa lítil verðmæti miðað við kostnað. Með
Heilsugátt hafa opnast möguleikar sem væru öllum aðilum til
hagsbóta en hafa ekki verið nýttir og gætu haft góð áhrif á flæði
upplýsinga, samskipti milli stofnana og samfellu í þjónustu við
sjúklinga en ekki síst draga úr sóun.
Pistillinn byggir á eigin skoðunum höfundar. Þeir möguleikar sem hér eru kynntir eru
eigin hugmyndir og til þess ætlaðar að vekja upp umræður.
Myndir birtar með samþykki ÓTÞ.