Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2018, Page 50

Læknablaðið - Dec 2018, Page 50
582 LÆKNAblaðið 2018/104 að fá greitt fyrir. Gert er ráð fyrir að þetta sé sjálfboðavinna sem þú hafir ákveðið prívat og persónulega að eyða frítíma þínum í – en svo er alls ekki. Þú berð hag sjúklinga þinna fyrir brjósti og það fæst engin velvild fyrir það. Ef maður ræðir þetta við yfirmennina fær maður skammir fyrir að vera brenna sig út of snemma með því að eyða of miklum tíma á spítalanum. Það er mín upplifun.“ Þau nefna þó að ef þau slepptu þessari vinnu bitnaði það á sjúklingum og þeim læknum sem tækju við þeim. Ferlið myndi skaðast. „Þarna þarf hvert okkar að vera mjög sterkt og setja okkur sjálf í fyrsta sæti. Hver og einn þarf að passa að vinna ekki yfir sig. Ég vildi óska að ég setti sjálfa mig í þennan forgang,“ segir Helga. Hrafn bætir við: „Ef maður klárar ekki verkin er maður með samviskubit allan daginn,“ segir hann. „Það væri erfitt að lifa með sjálfum sér ef maður skrifaði ekki nótuna og eitthvað kæmi fyrir.“ Þau benda einnig á að þetta fyrir- komulag sé ólíkt milli sjúkrastofnana. „Á sjúkrahúsinu á Akureyri er greitt fyrir yfirvinnu,“ segir Árni. Hrafn segir að hann hafi heyrt að það sé þar sem sjúkra- húsið á Akureyri vilji laða að sér fleiri unglækna. Við ræðum vinnutíma. Helga segir skrítið að fá greitt fyrir að vinna vaktir en vinna svo sambærilegar vaktir, nemavakt- ir, án greiðslu. „Við eyðum miklum tíma í ólaunaðar vaktir. Það væri gaman að vita hvort þetta tíðkist í öðru verknámi.“ Þau eru þó öll ánægð með mikla starfsreynslu sem þau öðlist í náminu. „Já, það eru forréttindi að vera í læknanámi á Íslandi,“ segir Helga. Nú læra margir í Evrópu. Mun það breyta íslensku heil- brigðiskerfi? „Já, þetta mun breyta heilbrigðiskerfinu,“ segir Þórdís. Öll eru þau sam- mála um að það sé frábært að fá þekkinguna að utan og fagna því að fleiri læri læknisfræði. „Við viljum ekki vera innræktuð með rörsýn,“ segir Helga og þau hlæja. „Er ekki alltaf verið að tala um læknaskort,“ bætir Þórdís við: „Vonandi getur íslenskt heilbrigðiskerfi boðið öllum þessum læknum störf. Árgangurinn minn er sá stærsti hingað til. Þau þurfa að koma hingað til þess að fá lækningaleyfi. Þau þurfa að taka kandídatsár á Íslandi. Það verður áhugavert að sjá hvort það verði samkeppni um kandídatsstöður í framtíð- inni og hvar við stöndum þá,“ segir hún. Árni bætir þar við: „Það er engin stjórn á því hvað margir útskrifast úr læknisfræði. Við gætum setið uppi með atvinnulausa lækna, sem er fáránleg sóun á 6 ára há- skólanámi og lánum LÍN.“ Þau ræða að það þurfi að tryggja að skólarnir ytra standist örugglega gæða- kröfur. Það sé hagur allra og myndi slökkva á gagnrýnisröddum um nám erlendis. „Staðan er önnur hjá hjúkrunar- fræðingum. Til þess að fá að starfa sem hjúkrunarfræðingur hérlendis þarf Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að hafa gert úttekt á náminu ytra og sjá til þess að um- sækjandinn hafir lokið ákveðið mörgum klukkustundum í verklegu námi. Þetta á ekki við um lækna,“ segir Árni. Eins séu settar reglur um sálfræðinga. Þá sé gefið út að það sé pláss fyrir alla sem vilji taka kandídatsárið hér heima. „Hver verður reglan ef of margir sækjast eftir kandídatsári: Fyrstur kemur fyrstur fær? Við sem lærum við Háskóla Íslands höfum hugsanlega ekki forgang,“ segir Helga. Árni segir skorta á stefnumörk- unina. „Hingað til hafa um 15 verið að útskrifast úti en nú verða 40 og næst 45. Þetta hefur verið ljóst í þrjú, fjögur ár og enginn pælt í því svo við vitum.“ En eitthvað að lokum? „Ég hlakka til að verða meðlimur í Læknafélaginu,“ segir Helga. Þau hlæja öll. Árni: „Já, ef við ættum að koma skila- boðum til Læknafélagsins væru það þau að hugsa aðeins meira um læknanema.“ „Mig langar að verða bráðalæknir, en ég horfði á þá þarna einn daginn leitandi að sjúklingnum sín- um: Hann var hérna rétt áðan! Að þurfa að kljást við plássleysi og óreiðu þegar þú ert að fást við lífshættu- lega sjúkdóma er óforsvaranlegt fyrir Ísland.“ Öldunga- síðan Frá árinu 2011 hefur öldungasíðan stungið upp kolli í blaðinu, í öðru hverju tölublaði nánar tiltekið, einsog klukka. Ritstjóri síðunnar hefur verið Páll Ásmundsson nýrnalæknir sem var ritstjóri fræðilegs hluta Læknablaðsins á árunum 1972-1977. Allt hefur staðið einsog stafur á bók í sam- skiptum blaðsins við Pál, og efni frá hon- um komið í tæka tíð og ævinlega fullbúið undir prentverkið. Læknablaðið þakkar Páli kærlega fyrir hans framlag til blaðsins fyrr og síðar, og býður jafnframt Magnús Jóhannsson vel- kominn til að ritstýra öldungasíðunni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.