Læknablaðið - dec. 2018, Side 61
LÆKNAblaðið 2018/104 593
Arngrímur fékk kuldalegar móttökur
þegar hann tók við héraðinu, en ávann
sér fljótt traust og viðingu fólksins. Mörg-
um fannst sérkennilegt að sjá þennan
lágvaxna lækni, sem klæddur var að
sveitamanna sið þegar hann kom fyrst til
starfa, í háum ullarleistum klæddum yfir
buxurnar upp undir hné. Hann leit ekki út
eins og virðulegur embættismaður eins og
Halldór Steinsen.
Öll árin fór Arngrímur sjaldan úr hér-
aði og ef hann fór burtu í einhvern tíma
þurfti hann sjálfur að útvega sér afleys-
ingu og borga fyrir. Í mörg erfið ferðalög
fór hann á hestum og fótgangandi, til
dæmis yfir Fróðárheiði til að bjarga ljós-
móðurinni í Staðarsveit sem var að blæða
út eftir fósturlát.
Arngrímur þótti skemmtilegur og hlýr,
en hann gat verið hvatvís og afar orðhepp-
inn. Hann var vel hagmæltur og unnandi
klassískrar tónlistar. Hann hafði mikinn
bílaáhuga og átti til að setjast upp í nýja
bíla hjá Ólsurum og reynslukeyra þá án
formlegs leyfis.
Arngrímur var þrotinn að kröftum
þegar hann lét af störfum rúmlega sjötug-
ur, enda ekki auðvelt fyrir aldraðan og
heilsuveilan lækni að vera stöðugt á vakt
og eiga von á að vera vakinn upp um næt-
ur enda Ólafsvík á þeim tíma stór verstöð
með fjölda farandverkamanna. Oft var þá
í landlegum mikil drykkja og slagsmál og
þufti læknirinn þá oft að gera að sárum
manna.
Arngrími fannst þeir útnesjamenn
Ólsarar og Sandarar oft æði fyrirferðar-
miklir og róstusamir, en engu að síður
hjartahlýir, samhentir og hjálpsamir.
Ólsarar og Sandarar kunnu vel að meta
Arngrím og hans störf. Við starfslok var
honum haldið mikið kveðjuhóf og íbúar
héraðsins leystu hann út með nýrri Volvo-
bifreið.
Arngrímur lést þann 12. janúar 1972.
Hann var jarðsettur frá Ólafsvíkurkirkju
að viðstöddu fjölmenni.
Í minningargrein Stefáns Sigurkarls-
sonar lyfsala í Stykkishólmi segir: „Í fyrsta
skipti, sem ég sá Arngrím Björnsson lækni
lá hann hálfur undir „Ástin Gipsí“ jeppa,
sem hann átti þá, og þegar hann skreið
undan bíl sínum krímóttur í framan með
tól sín og hóf að útlista fyrir mér leyndar-
dóma bílafræðinnar, kom mér í hug vísan
alkunna „Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur" og víst er um það
að Arngrímur mátti oft taka til hendi á
fleiri sviðum en í sérgrein sinni. Til að
mynda setti hann oft saman laglegar bög-
ur, og lét sig ekki muna um að gera lag
við, ef á þurfti að halda, enda maðurinn
frábærlega tónvís, svo sem hann átti kyn
til.”
Heimildir
Læknatal annað bindi 1970
Morgunblaðið 20. janúar 1972
Tíminn 20. janúar 1972
Vegur kom fyrst yfir Fróðárheiði 1930 sem var afar torfær fram yfir 1950 að hann
var lagfærður. Útnesvegur fyrir Jökul varð fyrst almennilega ökufær upp úr 1950.
Ólafsvík.
Í Flatey, Arngrímur og
séra Sigurður Haukdal.