Fréttablaðið - 05.03.2020, Side 4
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Íslenskan er eitt
elsta mál sem talað
er í Evrópu og það er ekkert
mál með jafn svipuðum
framburði og saxneskan.
Svanur G. Þorkelsson
Veður
Norðan 8-15 og él um landið
norðanvert seint í dag, en styttir
upp sunnan heiða. Frost 0 til 10
stig, kaldast í innsveitum norð-
austanlands. SJÁ SÍÐU 22
SALTVATNSPOTTAR
HEITIRPOTTAR.IS
HÖFÐABAKKI 1
SÍMI 7772000
PLUG & PLAY
HITAVEITUSKELJAR
• Tilbúin til notkunar
• Tengja 2 rör
• Eyðir minna vatni
Kavíar með sögu
Finnski matreiðslumeistarinn Mikael Mihailov, sem á rætur í Rússlandi, útbýr svokallaðan Petrossian kavíar á hátíðinni Food and Fun. Petrossian
fjölskyldan kom með kavíarinn frá Rússlandi til Parísar fyrir öld síðan og hófst þá ástarsamband kavíarsins og borgar ljósanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
MENNING „Ég var beðinn um að sjá
um smá uppákomu fyrir gest sem
átti að heiðra,“ segir Svanur G. Þor-
kelsson sem vann um hríð við leið-
sögn og hélt fyrirlestra á skemmti-
ferðaskipi frá Kanada meðfram
ströndum Íslands.
„Gesturinn hét Margaret Atwood
og ég hélt kannski að hún vildi
heyra íslensk ljóð lesin upp. Ég
fór til hennar og spurði hvað hún
vildi heyra og þá svaraði hún einu
orði, „Bjólfskviðu“. Svo vildi hún
í þokkabót hvorki heyra hana á
íslensku né ensku heldur saxnesku.“
Það var vel tekið í upplestur
Svans sem þekkir miðaldakvæðið
vel. „Hún vissi samt ekkert um það,“
segir hann. „Margaret sagði síðan
við mig að ég ætti að láta taka þetta
upp en ég vissi svo sem ekkert hvað
hún meinti.“
Tveimur mánuðum síðar fékk
Svanur símtal frá hljóðbókaútgef-
andanum Audible sem vildi fá hann
til að lesa kvæðið inn á hljóðbók.
Upplesturinn fór fram á Englandi
og segir Svanur hann hafa gengið
þokkalega. „Ég reyndi að gera þetta
af tilfinningu og á frekar drama-
tískan hátt,“ segir hann og segist
hafa skemmt sér vel. „Undir niðri
var samt smáótti um að maður
væri ekki að höndla þetta rétt því
það veit náttúrulega enginn hvernig
saxneskan var nákvæmlega borin
fram, þó hægt sé að leiða líkur að
því.“
Svanur segir að íslenskan og sax-
neskan eigi margt sameiginlegt.
„Íslenskan er eitt elsta mál sem
talað er í Evrópu og það er ekkert
mál með jafn svipuðum framburði
og saxneskan. Hljóðsetningin sem
er notast við er blanda af latneskri
og enskri stafsetningu þegar ljóðið
er skrifað niður,“ segir hann.
„Þeir nota samt okkar stafi eins og
eðið og þornið en svo eru líka hljóð
þarna inni sem ekki eru íslensk að
uppruna, en ég tel að séu borin fram
eins og norrænir menn hefðu borið
þau fram.“
Aðspurður um framhaldið seg-
ist Svanur spenntur fyrir að lesa
Íslendingasögurnar á ensku. „Það
væri gaman að gera hljóðbækur þar
sem nöfn og staðarheiti væru borin
rétt fram í staðinn fyrir að heyra
útlendinga tönnlast alltaf vitlaust á
þessu. Ég held það geti enginn gert
þetta nema Íslendingur.“
arnartomas@frettabladid.is
Las Bjólfskviðu inn á
hljóðbók á saxnesku
Það tók Svan þrjá daga að lesa inn á hljóðbókina. MYND/MICHELL VALBERG
Svanur G. Þorkelsson
las Bjólfskviðu á sax-
nesku inn á hljóðbók.
Hann segir íslensku og
saxnesku eiga margt
sameiginlegt þótt eng-
inn viti nákvæmlega
hvernig saxneskan hafi
verið borin fram.
FÉLAGSMÁL Sjaldgæft er að barist sé
um formennsku í Félagi eldri borg-
ara í Reykjavík en nú eru komin
fram þrjú framboð til formanns.
Ellert B. Schram lýkur formannstíð
sinni en félagið var mikið í fréttum
á síðasta ári í tengslum við bygg-
ingu blokka við Árskóga, þar sem
kostnaður fór langt fram úr áætl-
unum.
Í framboði til formanns félags-
ins eru þau Haukur Arnþórsson
stjórnsýslufræðingur, Borgþór
Kjærnested, rithöfundur og þýð-
andi, og Ingibjörg H. Sverrisdóttir
félagsráðgjafi.
„Það hefur staðið mikill styr í
kringum félagið undanfarna mán-
uði,“ segir Ingibjörg, sem hefur
starfað innan Gráa hersins. „Að
sjálfsögðu viljum við ekki svona
klúður.“
Kosið verður á aðalfundi félags-
ins 12. mars, í skrifstofuhúsnæðinu
að Stangarhyl 4. – khg
Eldri borgarar
kjósa formann
Að sjálfsögðu
viljum við ekki
svona klúður.
Ingibjörg H.
Sverrisdóttir
félagsráðgjafi
SAMFÉLAG Melrakkasetur Íslands
náði á dögunum að skipta rúmlega
300 þúsund króna gjöf í kínverskri
mynt. En eins og Fréttablaðið greindi
nýlega frá, gátu starfsmenn setursins
hvergi skipt myntinni hér á landi.
Samkvæmt Ester Rut Unnsteins-
dóttur stjórnarformanni hafði
maður sem starfar mikið í Kína
samband og keypti myntina. Nú er
því hægt að nota fjármunina í rann-
sóknir á refum á Hornströndum.
Nemendur frá Changzhou söfnuðu
styrknum og færðu setrinu. Hyggjast
þeir koma aftur í sumar og ferðast
um Hornstrandir. – khg
Komu myntinni
loksins í verð
Andvirðið nýtist til refarannsókna.
5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð