Fréttablaðið - 05.03.2020, Síða 6
60 prósent stuðnings-
fólks Flokks fólksins telja
áhrifin mikil en aðeins 30
prósent stuðningsfólks
Pírata og Viðreisnar.
Í bréfinu kom Valtýr
meðal annars á framfæri
mótmælum gegn því að
hlutur Erlu Bolladóttur yrði
réttur með bótum.
24%
aukning varð á verðmæti
botnfiskafla á milli áranna
2018 og 2019.
JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK
FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU
ALVÖRU LÚXUSJEPPI MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI
jeep.is
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
LISTAVERÐ FRÁ: 11.490.000 KR.
• Leðurklætt aðgerðastýri
• Rafdrifin opnun á afturhlera
• Íslenskt leiðsögukerfi
• Bi-Xenon LED framljós með þvottakerfi
• 3.0 V6 250 hö. dísel, 8 gíra sjálfskipting
• 570 Nm tog
• Hátt og lágt drif
• Læsing í afturdrifi
• Hlífðarplötur undir vél, kössum og skiptingu
• Loftpúðafjöðrun
• Fjarlægðaskynjarar að framan og aftan
• Blindhornsvörn
STAÐALBÚNAÐUR M.A.:
SJÁVARÚTVEGUR Af lasamdráttur
íslenskra skipa reyndist 211 þús-
und tonnum minni í fyrra en árið
á undan, samkvæmt bráðabirgða-
tölum. Þetta kemur fram á vef Hag-
stofunnar.
Alls var afli íslenskra skipa 1.048
þúsund tonn í fyrra. Þrátt fyrir
þennan samdrátt í tonnum jókst
aflaverðmæti á milli ára.
Aflaverðmæti var samtals um 145
milljarðar króna á síðasta ári, sem
er aukning um ríflega 17 milljarða
króna frá árinu á undan. Afli botn-
fisktegunda var tæplega 481 þúsund
tonn á síðasta ári, sem er ámóta
magn og veiddist árið 2018. Af la-
verðmæti botnfisktegunda jókst
hins vegar um tæp 24 prósent á milli
ára og nam ríflega 112 milljörðum.
Af botnfisktegundum var þorskur
sem fyrr verðmætasta tegundin, en
af honum veiddust 273 þúsund tonn
í fyrra og nam verðmæti þess afla úr
sjó um 70 milljörðum króna.
Fram kemur á vef Hagstofunnar
að af lasamdráttur í fyrra skýrist
nær eingöngu af minni uppsjávar-
afla, enda varð ekki af loðnuvertíð,
auk þess sem minna veiddist af kol-
munna og makríl en árið á undan.
Ríflega 534 þúsund tonn veiddust af
uppsjávarafla, samanborið við 739
þúsund tonn árið 2018. Verðmæti
uppsjávartegunda nam 21,6 millj-
örðum króna á síðasta ári og dróst
saman um tæp tólf prósent frá fyrra
ári. – jþ
Afli minnkar en
verðmæti eykst
DÓMSMÁL Lögmaður Erlu Bolla-
dóttur hefur skorað á settan ríkis-
lögmann að leiða Valtý Sigurðsson
og Hauk Guðmundsson fram sem
vitni við aðalmeðferð í máli Erlu
gegn ríkinu. Þetta kom fram við
fyrirtöku málsins í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Erla stefndi ríkinu síðastliðið
haust til ógildingar á úrskurði
endurupptökunefndar, sem hafnaði
beiðni hennar um endurupptöku
á hennar þætti í Guðmundar- og
Geirfinnsmálum. Erla var ásamt
Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sæv-
ari Marinó Ciesielski, sakfelld fyrir
rangar sakargiftir á hendur svo-
nefndum Klúbbmönnum í málinu.
Af málsgögnum er ljóst að for-
svarsmenn Klúbbsins voru þegar
til rannsóknar hjá lögreglunni í
Keflavík áður en Geirfinnur hvarf,
og skýrslur sýna að nöfn þeirra hafi
verið tengd við hvarf Geirfinns,
áður en ungmennin þrjú voru hand-
tekin. Valtýr Sigurðsson fór fyrir
rannsókninni í Kef lavík sem full-
trúi sýslumanns, en Haukur Guð-
mundsson kom að rannsókninni
sem rannsóknarlögreglumaður.
Ástæður þess að Klúbbmenn
f læktust í málið hafa verið rann-
sakaðar áður, meðal annars að
kröfu Magnúsar Leópoldssonar
sem óskaði formlega eftir rann-
sókn á meintum líkindum með
sér og leirstyttu sem var gerð að
undirlagi lögreglunnar í Keflavík,
eftir lýsingu sjónarvotta af manni
sem fékk að hringja í sjoppu í Kefla-
vík kvöldið sem Geirfinnur hvarf.
Það vakti því töluverða athygli að
Magnús Leópoldsson, Einar Bolla-
son og Valdemar Olsen skyldu velja
Valtý Sigurðsson sem lögmann sinn
síðastliðið haust og til að rita undir
bréf til forsætisráðherra, en Valtýr
bar ábyrgð á rannsókn málsins í
Kef lavík á sínum tíma. Í bréfinu
kom Valtýr meðal annars á fram-
færi mótmælum gegn því að hlutur
Erlu Bolladóttur yrði réttur með
bótum. – aá
Valtýr og Haukur beri vitni í máli Erlu Bolladóttur gegn ríkinu
Erla Bolladóttir er sú eina sem ekki
hefur fengið endurupptöku í Geir-
finnsmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Mikil áhrif Hvorki né Lítil áhrif
Flokkur fólksins 60,2% 18,0% 21,8%
Framsóknarflokkurinn 51,8% 20,1% 28,1%
Miðflokkurinn 42,8% 15,1% 42,1%
Píratar 30,0% 19,2% 50,8%
Samfylkingin 42,1% 17,2% 40,7%
Sjálfstæðisflokkurinn 45,6% 20,2% 34,2%
Viðreisn 44,4% 17,0% 38,6%
Vinstri græn 30,2% 25,2% 44,6%
✿ Eftir stuðningi við flokka
COVID-19 Útbreiðsla COVID-19 veir-
unnar virðist hafa töluverð áhrif á
ferðaplön Íslendinga næstu mánuði.
Rúm 44 prósent þeirra sem tóku
afstöðu í nýrri könnun sem Zenter
rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið
segja að útbreiðslan hafi mikil áhrif
á ferðalög þeirra til útlanda.
Rúm þrjátíu prósent segja að
útbreiðsla veirunnar hafi frekar
mikil áhrif á ferðalög en tæp fjór-
tán prósent mjög mikil áhrif. Tæp
38 prósent segja að veiran hafi lítil
áhrif á ferðalög. Þar af telur tæpur
fjórðungur að áhrifin verði frekar
lítil en rúm þrettán prósent að þau
verði mjög lítil.
Ekki reyndist marktækur munur
á svörum íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins og landsbyggðarinnar. Þá hefur
útbreiðsla veirunnar meiri áhrif
á ferðaplön þeirra sem hafa lægri
tekjur en 400 þúsund á mánuði en
þeirra sem hafa hærri tekjur.
Athygli vekur að veiran er mun
líklegri til að hafa áhrif á ferðaplön
þeirra sem eru með þrjú eða f leiri
börn á heimili en annarra hópa. Í
þessum hópi segja um 59 prósent
að áhrifin verði mikil en hjá öðrum
er hlutfallið í kringum 43 prósent.
Ef litið er til stuðnings við stjórn-
málaflokka reynast áhrif veirunnar
hafa mest áhrif á ferðaplön stuðn-
ingsfólks Flokks fólksins. Rúm sex-
tíu prósent segja áhrifin mikil en
tæp 22 prósent lítil.
Áhrifin eru hins vegar minnst
á stuðningsfólk Pírata og Vinstri
grænna. Þannig segja þrjátíu pró-
sent stuðningsfólks þessara f lokka
Tæpur helmingur fólks segir
COVID-19 hafa áhrif á ferðalög
Rúm 44 prósent segja útbreiðslu COVID-19 hafa mikil áhrif á ferðalög til útlanda samkvæmt nýrri könn-
un. Fólk með þrjú eða fleiri börn á heimili telur áhrifin á ferðir meiri. Nokkur munur er á svörum eftir
því hvaða stjórnmálaflokk svarendur styðja. Ekki er munur á svörum á milli landsbyggðar og þéttbýlis.
Réttarstaða ferðalanga í sóttkví á erlendri grund er óviss. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
að áhrifin verði mikil. Tæpt 51 pró-
sent Pírata og tæp 45 prósent Vinstri
grænna telja áhrifin verða lítil.
Nokkur óvissa hefur ríkt um rétt
þeirra sem þurfa að dvelja í sóttkví
erlendis og missa af f lugi heim eða
missa af f lugi út vegna sóttkvíar hér
heima. Samkvæmt Samgöngustofu
ber að meta hvert tilfelli fyrir sig.
Fjórir einstaklingar voru greindir
með COVID-19 í gærmorgun og sex
síðdegis. Er samanlagður fjöldi stað-
festra tilfella því 26 þegar þetta er
skrifað. Enn sem komið er er aðeins
um að ræða smit fólks sem dvalist
hefur erlendis. Ekkert smit hefur
hefur verið rakið innanlands en
verið er að kanna það að sögn Þór-
ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.
Alls eru um 380 manns í sóttkví á
heimilum sínum.
Víðir Reynisson, hjá almanna-
vörnum Ríkislögreglustjóra, greindi
frá því að vitneskja væri um að ein-
staklingar hefðu breytt ferðaáætl-
unum sínum gagngert til þess að
komast hjá sóttkví. Það er, að þeir
hefðu tekið flug frá Ítalíu í gegnum
London. Sagði hann að reynt væri
að ná í þetta fólk og minnti á að við-
urlög væru við því að brjóta sóttkví.
sighvatur@frettabladid.is
kristinnhaukur@frettabladid.is
5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð