Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 12
Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2019 og ákvörðun um meðferð hagnaðar félag sins á reikningsárinu 3. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins 4. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hluti 5. Tillaga um lækkun hlutafjár og samsvarandi breyting á samþykktum 6. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins 7. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins 8. Kosning endurskoðenda félagsins 9. Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar 10. Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl 11. Önnur mál löglega fram borin Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum: Auk þeirrar breytingar á samþykktum sem felst í tillögu stjórnar um lækkun hlutafjár leggur stjórn til þá breytingu á ákvæði 1.3 að felld verði út tilvísun í eldra heimilisfang félagsins að Borgartúni 25 í Reykjavík og að einungis verði tilgreint það sveitarfélag þar sem félagið hefur heimilisfang. Þá leggur stjórn til þá breytingu á ákvæði 3.3 í samþykktunum að felldur verði út einn dagskrárliður sem taka skal fyrir á aðalfundi, þ.e. „Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl“, en þær upplýsingar eru veittar í ársreikningi félagsins. Loks leggur stjórn til að ónýtt heimild stjórnar til útgáfu áskriftarréttinda samkvæmt bráðabirgðaákvæði II í samþykktum félagsins verði, ásamt samsvarandi heimild til hlutafjárhækkunar, framlengd til eins árs. Aðrar upplýsingar: Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru á íslensku utan þess að ársreikningur er á ensku. Önnur gögn verða einnig aðgengileg á ensku á heimasíðu félagsins. Dagskrá, endanlegar tillögur, starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Katrínartúni 2, Reykjavík, hluthöfum til sýnis í 21 dag fyrir aðalfund. Umrædd gögn, ásamt upplýsingum um frambjóðendur til stjórnar, eru einnig birt á heimasíðu félagsins, www.kvika.is/adalfundur. Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á fundinum ef hann sendir um það skriflega eða rafræna kröfu til félags- stjórnar á heimilisfang félagsins eða á netfangið hluthafar@kvika.is. Þeir hluthafar sem óska eftir því að fá tiltekið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum skulu senda beiðni um slíkt eigi síðar en tíu sólarhringum fyrir boðaðan aðalfund, eða í síðasta lagi fyrir kl. 16:30 þann 16. mars 2020. Kröfu skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til félagsstjórnar. Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar fyrir aðalfund með því að senda erindi á framangreint netfang eða bera þær upp á aðalfundinum sjálfum. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum komi fram krafa um slíkt frá einhverjum atkvæðisbærra fundar- manna og að gengnum úrskurði fundarstjóra um slíkt fyrirkomulag. Þó verður stjórnarkjör skriflegt ef fleiri einstaklingar eru í framboði en kjósa skal í stjórn. Þeim sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn ber að tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal geta nafns frambjóðanda, kennitölu, heimilisfangs, menntunar, upplýsinga um aðalstarf og starfsferil, hvenær viðkomandi tók fyrst sæti í stjórn félagsins ef við á, önnur trúnaðarstörf (t.a.m. stjórnarstörf í öðrum félögum) og hlutafjáreign í félaginu, beint eða í gegnum tengda aðila. Þá skal upplýsa um önnur tengsl við félagið og hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga, einir eða í samstarfi við aðra, meira en 10% hlut í félaginu. Þeir einir eru kjörgengir til setu í stjórn félagsins sem þannig hafa gefið kost á sér. Krafa um hlutfallskosningu eða margfeldiskosnin- gu, sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir aðalfundinn þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar munu liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins sem og á heimasíðu félagsins, eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn, sbr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, óháð fundarsókn. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta óskað eftir því að fá að greiða atkvæði bréflega um mál sem eru á dagskrá fundarins. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist á skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@kvika.is eigi síðar en fimm sólarhringum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020. Hluthöfum er heimilt að senda umboðs- mann sinn á aðalfundinn og skal umboðsmaður í slíkum tilvikum leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Umboð má leggja fram á fundinum eða senda á framangreint netfang fyrir fundinn. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardag frá kl. 16:00 á fundarstað. Stjórn Kviku banka hf. Fundarboð Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 2020, kl. 16:30, á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Helstu lífeyrissjóðir landsins hafa á undanförnum þremur mánuðum selt samanlagt um sjö milljónir hluta í Marel, langsamlega stærsta fyrirtækinu í Kauphöllinni, fyrir jafnvirði meira en fjögurra millj- arða króna. Sjóðirnir hafa þannig minnkað við sig um alls 46 milljónir hluta í félaginu frá því í byrjun síð- asta árs fyrir meira en 24 milljarða króna. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur selt mest allra lífeyrissjóða landsins í Marel á síðustu þremur mánuðum, samkvæmt samantekt Markaðarins, eða fyrir samanlagt um 2,5 milljarða króna. Frá árs- byrjun 2019 hefur Gildi hins vegar selt mest af lífeyrissjóðunum, eða um 9,9 milljónir hluta fyrir meira en fimm milljarða króna. Samanlagður eignarhlutur líf- eyrissjóða í Marel, sem ná á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins, nemur tæplega 28 prósentum en sömu sjóðir áttu rúmlega 38 pró- senta hlut í félaginu í byrjun síðasta árs. Minni eignarhlutur lífeyrissjóð- anna skýrist að hluta af hlutafjár- Selt í Marel fyrir yfir fjóra milljarða Hlutur lífeyrissjóða í stærsta skráða félagi landsins hefur minnkað talsvert að undanförnu. Hafa selt samtals um sjö milljónir bréfa fyrir meira en fjóra milljarða króna á síðustu þremur mánuðum. Innlendir verðbréfasjóðir minnka einnig við sig. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en bréf félagsins hafa lækkað um 11,5 prósent á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Samanlagður eignarhlutur erlendra fjárfesta í Marel hefur margfaldast á aðeins tveimur árum og nemur nú um 30 prósentum. MYND/EPA Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is aukningu Marels síðasta vor, sem efnt var til samhliða skráningu í Kauphöllina í Amsterdam, en við hana þynntist hlutur sjóðanna í félaginu. Marel jók þá hlutafé sitt um hundrað milljónir hluta og voru kaupendur að þeim bréfum, fyrir samtals um 52 milljarða króna, nær einungis erlendir fjárfestingar- sjóðir. Lífeyrissjóðirnir fara nú með um 215 milljónir hluta að nafnvirði í Marel borið saman við 222 millj- ónir hluta í byrjun desember og 261 milljón hluta í byrjun síðasta árs. Gengi bréfa í félaginu var á bilinu 570 til 650 krónur á hlut frá því á haustmánuðum síðasta árs þar til fyrr í vikunni þegar það féll í 526 krónur á hlut en samkvæmt því má varlega áætla að sjóðirnir hafi á undanförnum þremur mánuðum selt bréf sín í félaginu fyrir samtals um 4 til 4,5 milljarða króna. Þó er nokkuð misjafnt eftir sjóðum hve- nær þeir seldu bréf sín. Miðað við gengisþróun hluta- bréfa Marels á undanförnum fjórtán mánuðum má jafnframt gróf lega gera ráð fyrir að lífeyris- sjóðirnir hafi á tímabilinu minnkað við sig í félaginu fyrir 24 til 28 millj- arða króna. Samanlagður eignarhlutur líf- eyrissjóðanna í Marel er metinn á liðlega 117 milljarða króna, miðað við gengi bréfa félagsins við lokun markaða í gær, en til samanburðar var hluturinn metinn á saman- lagt 136 milljarða króna í byrjun desember. Hlutabréfaverðið hefur lækkað um 11,7 prósent á tímabil- inu og þar af um 10,3 prósent frá því í byrjun síðustu viku. Þess má geta að Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eiga auk þess umtalsverðan óbeinan eignarhlut í Marel í gegnum Eyri Invest, stærsta hluthafa félagsins. Innlendir verðbréfasjóðir hafa einnig selt sig niður í Marel á síð- ustu mánuðum auk þess sem þeir hafa fært hluta af bréfum sínum í félaginu til vörslu í kauphöllinni í Amsterdam. Sem dæmi eiga tveir hlutabréfa- sjóðir í stýringu Stefnis, ÍS-5 og ÍS-15, samanlagt ríf lega sjö millj- ónir hluta í Marel í kauphöllinni hér á landi samanborið við tæplega 27 milljónir hluta í lok árs 2018. Þá fara tveir hlutabréfasjóðir á vegum Landsbréfa, Úrvalsbréf og Öndveg- isbréf, nú með samtals 3,2 milljónir hluta í Marel samanborið við 5,5 milljónir hluta í árslok 2018. Jafnframt hafa tveir fjárfestingar- sjóðir í stýringu American Funds, dótturfélags bandaríska eignastýr- ingarfyrirtækisins Capital Group, minnkað við sig í Marel á síðustu þremur mánuðum úr 35 milljónum hluta í 29,7 milljónir hluta fyrir jafn- virði ríflega þriggja milljarða króna. 1. jan. ‘19 1. des.’19 1. mar.’20 LIVE 68,0 63,5 59,4 LSR 45,3 40,0 39,4 Gildi 46,3 38,4 36,4 Birta 27,6 22,0 21,6 Stapi 15,0 10,4 10,6 Festa 13,4 10,5 10,7 Frjálsi 13,1 11,9 11,9 Almenni 10,5 8,6 8,6 Lífsverk 8,0 6,4 4,9 Brú 7,5 5,2 6,4 SL lífeyrissjóður 6,3 5,1 5,1 Samtals 261 222 215 ✿ Hlutur lífeyrissjóða í Marel skreppur saman Nafnv. hlutabréfa í millj. 28% nemur samanlagður eignar- hlutur lífeyrissjóða í Marel borið saman við rúmlega 38 prósent í byrjun síðasta árs. MARKAÐURINN 5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.