Fréttablaðið - 05.03.2020, Side 13
Aðrar upplýsingar
Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn föstudaginn
27. mars 2020 kl. 14:00 í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík.
Landsbankinn • landsbankinn.is • 410 4000
Aðalfundur
Landsbankans 2020
Hluthafar eiga rétt á því að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram
ályktunartillögur. Tillögur og óskir um að koma máli á dagskrá aðalfundar þurfa að
vera skriflegar og berast bankanum fyrir kl. 16:00, miðvikudaginn 11. mars 2020.
Endanleg dagskrá fundarins og gögn er lögð verða fyrir aðalfundinn verða gerð
aðgengileg fimmtudaginn 12. mars 2020, á vefsíðu bankans: https://bankinn.
landsbankinn.is/fjarfestar/adalfundir/.
Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna skriflega um
framboð til bankaráðs skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Tilkynna skal
skriflega um framboð til bankaráðs fyrir kl. 14:00, sunnudaginn 22. mars 2020 til
skrifstofu bankastjóra, Austurstræti 11, Reykjavík. Upplýsingar um frambjóðendur
til bankaráðs verða lagðar fram og birtar á vef bankans tveimur dögum fyrir
aðalfundinn.
Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé í bankanum, að frádregnum eigin
hlutum, sem eru án atkvæðisréttar.
Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 13:30 á
fundardegi.
Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang.
Reykjavík, 5. mars 2020
Bankaráð Landsbankans hf.
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður
fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á næstliðnu
reikningsári.
4. Tillaga bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar.
5. Tillögur til breytinga á samþykktum.
6. Kosning bankaráðs.
7. Kosning endurskoðanda.
8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil.
9. Heimild til kaupa á eigin hlutum.
10. Önnur mál.
Drög að dagskrá
Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins, vísar á bug
gagnrýni um að eftirlitið sé steinn
í götu áforma um samruna innan
ferðaþjónustunnar. Ekki sé heldur
rétt að Samkeppniseftirlitið hafi
sett samrunum í atvinnugreininni
íþyngjandi skilyrði sem séu til þess
fallin að fæla ferðaþjónustufyrir-
tæki frá samrunum. Þvert á móti
séu þau skilyrði sem sett hafi verið
til hagsbóta fyrir þá sem starfa í
greininni.
„Samkeppnishæft verð og þjón-
usta eru forsenda þess að ferða-
þjónusta hér á landi verði alþjóð-
lega samkeppnishæf til framtíðar.
Samkeppniseftirlitið væri ekki
að sinna hlutverki sínu af það slak-
aði á eftirliti með það að markmiði
að skapa svigrúm fyrir minni sam-
keppni og hækkun verðs í ferða-
þjónustu,“ segir Páll Gunnar.
Í umfjöllun Markaðarins um
stöðu ferðaþjónustunnar í gær
gagnrýndi Hrönn Greipsdóttir,
framkvæmdastjóri f járfestinga-
félagsins Eldeyjar, Samkeppnis-
eftirlitið fyrir að geta verið þrándur
í götu samrunaáforma í ferðaþjón-
ustunni.
Hún benti meðal annars á að
eftirlitið gæti verið „býsna strangt
í skilgreiningum sínum á markað-
inum og jafnvel skilgreint sam-
keppni innan landsfjórðunga“. Þá
hefði samrunum í greininni fylgt
íþyngjandi skilyrði, auk þess sem
tíminn sem eftirlitið tæki í skoðun
sína næði engri átt.
„Fyrirtækjunum blæðir á meðan
þau bíða vegna þess að samruna-
ferli stöðvar margt í rekstrinum,“
sagði Hrönn.
Páll Gunnar segir ekki hægt að
halda því fram með góðu móti að
fyrirtækjum hafi „blætt út“ vegna
langs málsmeðferðartíma. Af þeim
átján samrunamálum sem eftirlitið
hafi tekið til skoðunar frá byrjun
árs 2017 þar sem ferðaþjónustu-
fyrirtæki hafi verið á meðal sam-
runaaðila hafi ellefu málum lokið
innan 25 virkra daga. Meðaltal
málsmeðferðartíma hafi verið 33
virkir dagar og miðgildi 22 virkir
dagar.
Hvað varðar þau skilyrði sem
Samkeppniseftirlitið hafi sett sam-
runum í ferðaþjónustu bendir Páll
Gunnar á að í engum af umræddum
átján málum hafi eftirlitið gripið til
íhlutunar vegna aðstæðna á ferða-
þjónustumarkaði. Hins vegar hafi
í f imm þessara mála verið sett
skilyrði sem hafi lotið að eigna-
tengslum við fjármálastofnanir.
„Í einu þessara tilvika var yfir-
töku fjármálafyrirtækis sett skil-
yrði til að f lýta sölu og tryggja
jafnræði og sjálfstæði ferðaþjón-
ustufyrirtækja. Í hinum fjórum
voru sett skilyrði til þess að sporna
við skaðlegum hagsmunatengslum
og öðrum hindrunum sem stafað
geta af eignarhaldi fjárfestingar-
sjóða sem eru í stýringu dóttur-
félaga viðskiptabanka,“ segir Páll
Gunnar.
Hann nefnir jafnframt að við
skilgreiningu markaða fylgi eftir-
litið fordæmum í EES-samkeppnis-
rétti. Við greininguna sé því beitt
sömu aðferðum og við hliðstæð
mál annars staðar á Evrópska efna-
hagssvæðinu.
„Sú aðferðafræði leiðir oft til
þess að horft er á allt landið sem
markað en í nokkrum tilvikum
hafa Samkeppniseftirlitið og sam-
runaaðilar verið sammála því að
horfa þrengra á landfræðilega
afmörkun, svo sem þegar um sam-
runa hótela er að ræða.
Sjaldgæft er að ágreiningur hafi
verið um skilgreiningu markaða
í þessum málum enda liggja fyrir
þekkt viðmið í samkeppnisrétti.
Ekki er því ljóst hvað átt er við
með þeirri fullyrðingu að eftirlitið
hafi verið strangt í skilgreiningum
sínum. Ekki er heldur ljóst hvaða
neikvæðu af leiðingar það hefur
haft fyrir ferðaþjónustuna,“ segir
Páll Gunnar. – kij, þfh
Eftirlitið vísar gagnrýni á bug
Samkeppniseftir-
litið væri ekki að
sinna hlutverki sínu ef það
slakaði á eftirliti með það að
markmiði að skapa svigrúm
fyrir minni samkeppni og
hækkun verðs í ferðaþjón-
ustu.
Páll Gunnar
Pálsson,
forstjóri
Samkeppnis-
eftirlitsins
Hve mikið vöxtur-
inn mun minnka og
hve lengi áhrifanna mun
gæta er enn erfitt að segja til
um.
Kristalina Georgieva,
framkvæmdastjóri
Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækk-
aði í gær hagvaxtarspá sína fyrir
árið vegna áhrifa af útbreiðslu
kórónaveirunnar og varaði við því
að vöxtur heimshagkerfisins yrði
umtalsvert minni í ár en í fyrra.
„Hve mikið vöxturinn mun
minnka og hve lengi áhrifanna
mun gæta er enn erfitt að segja til
um,“ sagði Kristalina Georgieva,
framkvæmdastjóri Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, á blaðamannafundi
í gær. Það réðist meðal annars af
eðli faraldursins og „tímasetningu
og áhrifamætti“ þeirra aðgerða sem
gripið yrði til í því skyni að milda
efnahagsáhrif veirunnar.
Sérfræðingar sjóðsins spáðu því
í janúar síðastliðnum að hagvöxtur
yrði 3,3 prósent á heimsvísu í ár en
til samanburðar nam vöxturinn
2,9 prósentum í fyrra. Georgieva
sagði janúarspána ekki eiga lengur
við, enda myndu þau skaðlegu áhrif
sem kórónaveiran hefði á framboð
og eftirspurn í heimshagkerfinu
draga umtalsvert úr hagvextinum.
A lþjóðag jaldey r issjóður inn,
ásamt Alþjóðabankanum, hefur
þegar ákveðið að opna lánalínur til
þeirra ríkja sem gætu átt erfitt með
að bregðast við faraldrinum vegna
lausafjárþurrðar.
„Við eigum verkfærin til þess að
hjálpa ríkjum sem þess þurfa,“ sagði
Georgieva á fundinum.
Efnahags- og framfarastofnun
Evrópu varaði við því á mánudag
að útbreiðsla veirunnar ætti eftir
að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir
heimshagkerfið. Hún væri raunar
mesta ógn við fjármálakerfi heims-
ins frá því í fjármálakreppunni árið
2008.
Sérfræðingar stofnunarinnar
hafa lækkað hagvaxtarspá sína
fyrir árið úr þremur prósentum í
1,5 prósent. – kij
AGS býst við mun minni hagvexti
Af þeim átján samruna-
málum í ferðaþjónustunni
sem Samkeppniseftirlitið
hefur skoðað frá ársbyrjun
2017 hefur ellefu málum
lokið innan 25 virkra daga.
F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F I M M T U D A G U R 5 . M A R S 2 0 2 0