Fréttablaðið - 05.03.2020, Síða 22

Fréttablaðið - 05.03.2020, Síða 22
Tíska og útlit er mér hugleikið flesta daga. Ég hef gaman af því að setja saman eitthvað fínt til að fara í og upplifa sjálfs- öryggi í lúkkinu en ég er sennilega ekkert öðruvísi en aðrir þegar kemur að því að eiga daga þar sem ég nenni ekkert að leggja vinnu í útlitið,“ segir Elva Bjartey sem er tvítug og starfar í World Class Laugum. Hún lýsir eigin fatastíl sem stíl- hreinum og einstökum á sinn hátt. „Ég vil að stíllinn minn gefi til kynna að ég sé ófeimin, afslöppuð og sjálfsörugg. Hann á stundum til að vera hávær og áberandi en mér þykja þægindi mikilvæg þegar kemur að tísku og klæðaburði,“ segir Elva Bjartey. Hún fer í lausar leðurbuxur, skyrtu með töff munstri, „chunky“ hæla og síðan jakka þegar hún vill stela senunni og slá í gegn. „Annars eru náttbuxurnar mínar í mestu dálæti í fataskápn- um, svo undur þægilegar,“ segir Elva Bjartey kímin. Hennar besta tískuráð er að nota belti til að móta mjaðmirnar betur. „Ég man hins vegar ekki hver gaf mér þetta góða ráð. Auðvitað fær maður hugmyndir frá fræga fólkinu og vinkonum sínum en í raun á ég mér enga sérstaka tísku- fyrirmynd. Ég klæðist einfaldlega því sem mér þykir f lott,“ segir Elva Bjartey. Það eru helst f lottir eyrnalokkar sem hún stenst ekki þegar hún kíkir í búðir. „Nei, og ef ég sé fyrir mér flotta fatasamsetningu sem ég á heima og gæti passað við eyrnalokkana fer ég svo sannarlega ekki tómhent út úr búðinni,“ segir Elva og hlær. „Annars væri ég mest til í að fara í búðaráp með bresku ofurfyrir- sætunni Cöru Delevingne en þó aðallega til að kynnast henni því hún virkar mjög skemmtileg.“ Með öldu á rifbeinunum Eftirlætis tískuverslanir Elvu eru Vila, Vero Moda og Monki. „Það nýjasta sem ég keypti er ljósbrún, kósí ullarpeysa með V- hálsmáli en það dýrasta sem ég hef nokkru sinni keypt mér er úlpan mín. Ég er lítil merkjavörukona að eðlisfari og ef ég ætti að velja einn fatastíl liðinnar aldar til að klæð- ast það sem eftir væri ævinnar yrði Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Elva Bjartey með kærastan- um sínum, leik- stjóranum og tónlistarmann- inum Tómasi Welding. Þau vinna saman að tónlist og gáfu á dögunum út lagið Lifeline sem nú gerir það gott.Hér er lúkk Elvu chic og meira fínt; víðar leður- buxur með belti, hælaskór úr leðri, svart- og gráköflóttur bolur, ljós- brúnn síður jakki og trefill í stíl. FRÉTTABLAÐ- IÐ/SIGTRYGGUR ARI Frjálsleg í eldrauðum, víðum buxum við svartan, þykkan rúllukragabol. Leðurstígvél og svartur, síður jakki yfir. Með lítið gullhálsmen og eyrnalokka í stíl. Það ætti án efa að banna “thigh-high uggs” í tískuheiminum. Það eru lærahá, víð loðstígvél sem krumpast upp og niður leggina. Hrein hörmung! Framhald af forsíðu ➛ áratugurinn eftir 1990 örugglega fyrir valinu, þegar gallabuxur og skyrtur voru það vinsælasta að vera í,“ segir Elva sem skiptir oft um ilmvatn en notar nú Fantasy úr ilmvatnsgerð söngkonunnar Britney Spears. „Af öllum þeim fötum sem ég á í fórum mínum þykir mér vænst um risastóra hettupeysu sem ég saumaði sjálf, en mér líður best í síðum sumarkjól á heitum degi,“ segir Elva sem skartar líka tveimur fallegum húðflúrum. „Ég er með litla öldu á rif beinun- um og bókstafinn B fyrir Bjartey á upphandlegg fyrir ofan olnboga,“ upplýsir Elva. Hún er ekki í vafa um hvað ætti að banna í tískuheiminum. „Það er án efa „thigh-high uggs“ eða lærahá, víð loðstígvél úr rúskinni sem krumpast upp og niður leggina. Hrein hörmung!“ segir hún hlæjandi en sjálf er hún hrifnust af köflóttu og bletta- tígursdoppum þegar kemur að uppáhaldsmunstri. „En mér finnst að allar konur ættu að taka einn og einn dag þar sem þær klæðast nákvæmlega því sem þeim þykir þægilegast, eftir sínum eigin skoðunum og þá skín sjálfsöryggið í gegn.“ Nýtt lag þeirra Tómasar Weld- ing, Lifeline, kom út í lok febrúar. „Lagið er um ástarsamband sem er við það að klofna. Textinn er djúpur en lagið er up-beat og skemmtilegt og það er klárlega hægt að dilla sér við það. Lifeline hefur fengið frábærar viðtökur og það er rosalega gaman að fólk sé að taka vel í það. Þar sem við Tómas erum par er líka æðislegt að geta upplifað það allt með honum,“ segir Elva sem nýtur þess að lifa og læra sem nýliði í tónlistarsenunni. „Tónlist er heillandi fag og ég hlakka til framhaldsins. Á næst- unni koma út f leiri lög, bæði sóló og með Tómasi mínum Welding.“ Elva Bjartey í neongulri peysu sem hún segir að sé stjarnan í þessari sam- setningu. Elva parar peysuna við svartar cargo-buxur, belti og hvíta stigaskó. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT OG SPENNANDI 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . M A R S 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.