Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 36
DANS Rhythm of Poison Danshöfundur, ljóð, búningar og leikmynd: Elina Pirinen Tónlist: Ville Kabrell Ljósahönnun og leikmynd: Valdi- mar Jóhannesson Dramatúrg: Heidi Väätänen Flytjendur: Íslenski dansflokkur- inn; Elín Signý Weywadt Ragnars- dóttir, Félix Urbina Alejandre, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðar- dóttir, Skota Inoue, Sigurður Andr- ean Sigurgeirsson og Una Björg Bjarnadóttir. Íslenski dansflokkurinn frumsýndi dansverkið Rhythm of Poison eftir finnska danshöfundinn Elina Piri- nen í Borgarleikhúsinu, 28. febrúar síðastliðinn. Verkið var sýnt í sal Nýja sviðsins en engir áhorfenda- bekkir voru þar inni og ekkert eiginlegt svið. Fyrir sýninguna höfðu áhorfendur verið beðnir um að mæta í svörtu og þegar á staðinn var komið var þeim boðið að sitja á gólfinu um allan salinn í stað þess að sitja í afmörkuðu áhorfenda- rými. Þannig sköpuðu þeir, ásamt svörtum tjöldum sem héngu úr loftinu og römmuðu inn sýningar- rýmið, sviðsmynd verksins eða það landslag sem dansararnir dönsuðu innan. Dansararnir dönsuðu á milli og stundum alveg ofan í áhorfend- unum. En þó að þeir væru líkam- lega mjög nálægt áhorfendum var fjarlægð á milli þessara tveggja hópa. Dansararnir voru algjörlega í eigin heimi og virtust helst eins og þeir væru í annarlegu ástandi. Þannig gátu þeir nánast setið ofan á áhorfanda án þess þó að gefa honum neinn gaum. Þó ótrúlegt megi virðast virkaði þetta samspil ekki óþægilegt. Það ríkti traust á milli hópanna. Hreyfingar dansaranna voru hálf óhugnanlegar, þar sem líkamarnir krepptust og reigðust, slef lak úr munni eins þeirra og allir rang- hvolfdu þeir augunum. Líkams- málið minnti nokkuð á japanskan Butoh dans þar sem áhersla er lögð á að leita að hvata hreyfinganna í undirmeðvitundinni og í því sem oft hefur verið f lokkað sem lægri hvatir líkamans eins og kynhvötin. En þó að fagurfræði hreyfinganna væri ólík því sem hefðbundið er, var dansinn heillandi og aðdáunarvert hvað dansararnir voru sterkir í að halda fagurfræðinni út alla sýning- una. Hljóðheimurinn í verkinu var taktföst og drungaleg tónlist eftir Ville Kabrell sem rímaði alveg við klæðnað áhorfenda, svarta búninga dansaranna og annarlegt hreyfimálið. Lýsingin studdi síðan á einfaldan hátt við stemninguna í verkinu hverju sinni. Hundar á sviði Dansverkið þróaðist í gegnum nokkur þemu sem einkenndust af notkun eða leik með mismunandi leikmuni. Á tímabili voru það marglitar slæður sem dansararnir léku sér með, en litirnir og áferðin á slæðunum gáfu verkinu fallega vídd. Því miður fengu slæðurnar ekki notið sín sem skyldi, því að þær hurfu að mestu í reyk sem dælt var inn á sviðið. Á tímabili léku dansararnir sér með eins konar vindhörpur og sköpuðu fallega skæra tóna sem léttu aðeins and- rúmsloft sýningarinnar. Nokkrir hundar trítluðu líka um tíma um sviðið, iðandi af lífi og gleði, áhorf- endum til augljósrar ánægju. Fyrir áhorfendur var koma hundanna notalegt uppbrot frá því að sitja og horfa en hún virtist ekki hafa nein áhrif á dansarana. Þeir voru jafn fjarrænir og fyrr. Verkið hafði skýra og sterka uppbyggingu og stíganda í átt að hömluleysi sem jókst smátt og smátt. Eftir því sem leikar æstust tóku dansararnir sér aukið vald yfir rýminu og færðu áhorfendur út til hliðanna. Í senum þar sem þeir tróðu í sig hvítlauk af miklum móð og sveif luðu sverðum varð líkamstjáning dansaranna ýktari og ofsafengnari þó að í sama stíl væri og áður. Undirrituð hafði daginn áður farið að sjá og upplifa verk Hrafn- hildar Arnardóttur, Chromo Sapi- ens, í Hafnarhúsinu. Í því verki skapaði hljóðmynd hljómsveitar- innar Ham samskonar grunntón fyrir verkið eins og hljóðmynd Ville Kabrell gerði, í báðum tilfellum hafði hljóðmyndin sterk áhrif á upplifunina á verkunum. Hún var andrúmsloftið sem áhorfandinn andaði að sér. Annað sem þessi tvö verk áttu sameiginlegt var að áhorfendum var boðið inn í verkið sjálft. Áhorfendur horfðu ekki utan frá heldur upplifðu þau innan frá. Það var samt mikill munur á stöðu þeirra innan verksins. Í Chromo Sapiens hafði áhorfandinn algjört vald yfir nálgun sinni að verkinu, en í Rhythm of Poison var tilvist áhorf- enda innan verksins algjörlega á for- sendum þess. Eftir að hafa ákveðið hvar í rýminu þeir myndu setjast, sátu þeir aðgerðalausir og fylgdust með því sem fram fór, þar til sumir hverjir þurftu að víkja til að gefa dönsurunum eftir rýmið sitt. Eitruð stemning Niðurbrot fjórða veggjarins í sýn- ingunni var áhugavert og undir- strikaði ákveðna fegurð. Það gerði líka að verkum að sýningin varð margt, það er eftir því hvar áhorf- andinn sat. En það vekur líka upp spurningar um hvað það á að gefa áhorfandanum ef að því fylgir ekk- ert vald til athafna. Það má leiða að því líkur að verkið hafi vakið upp mismunandi kenndir hjá áhorfendum. En fyrir undirritaða sem ákvað að lesa hvorki né sjá neitt um verkið áður en hún færi á sýninguna, opin- beraðist titill verksins í andrúms- loftinu sem skapaðist og hreyfi- málinu sem dansararnir notuðu. Stemningin virkaði eitruð, sama hvort það væri af völdum innbyrts eiturs eða utanaðkomandi eitrunar. Látbragð dansaranna bar vott um firringu og skeytingarleysi þó að það væri ekkert gróft eða of beldis- fullt við tjáningu dansaranna. Sesselja G. Magnúsdóttir NIÐURSTAÐA: Rhythm of Poison er fallegt og vel unnið verk í sinni myrku fegurð. Verkið hefur sterk listræn einkenni sem ögra hefðbundnum hug- myndum um fegurð og fagurfræði. Umlukin list Fallegt og vel unnið verk, segir gagnrýnandi um Rhythm of Poison. BÆKUR Brúin yfir Tangagötuna Eiríkur Örn Norðdahl Útgefandi: Mál og menning Fjöldi síðna: 216 B r ú i n y f i r Tangagötuna er hugljúf og hversdagsleg á s t a r s a g a Eiríks Arnar Norðdahl sem gerist á Ísa- f irði. Sagan f j a l l a r u m r æk ju verk a- manninn Hall- dór og heldur tilbreytingarlaust og leiðinlegt líf hans í miðju vinnslustoppi, sem fer hægt og rólega að snúast að öllu leyti um nágrannakonu hans Gyðu sem hann verður ástfanginn af. Sagan gerist öll í höfðinu á Hall- dóri sem segir frá í fyrstu persónu og veltir hinum ýmsu hliðum lífsins fyrir sér þar sem hann situr fastur á heimili sínu á Tangagötunni í vinnslustoppinu. Frásögnin hvílir því að öllu leyti á herðum Halldórs sem er, satt best að segja, ekki alveg nógu spennandi karakter til að bera þá þungu byrði. Hann er óöruggur, hlédrægur og hálflitlaus og verður lesendum f ljótt ljóst að eitthvað amar að aðalpersónunni en þeir fá aldrei nákvæma skýringu á því sem hrjáir Halldór. Gyða er aftur á móti einstaklega líf legur karakter sem hressir upp á söguna og virkar sem eins konar móteitur við leiðinlegheitunum í Halldóri. Sagan fer þannig á f lug þegar Gyða verður almennilegur hluti hennar en það gerist heldur seint. Gyða heldur uppi síðasta fjórðungi frásagnarinnar sem er ein- staklega frumlegur og skemmtileg- ur, fullur af grátbroslegum köflum. Tangagatan er skemmtilegt sögu- svið og gegnir hún stóru hlutverki í frásögninni. Eiríkur málar upp snið- uga mynd af hvimleiðum afleiðing- um viðgerða í götunni, sem er búið að grafa upp. Gatan sem slík er því í raun ekki til staðar, heldur liggur risavaxinn skurður fyrir utan hús Halldórs, sem kemst ekkert án þess að fara yfir litla trébrú, sem liggur einmitt beint að dyrum Gyðu í hús- inu á móti. Ísafjörðurinn sjálfur spilar stórt hlutverk í bókinni og ljær henni hversdagslegan og rólegan blæ. Margur Ísfirðingurinn er ef laust sáttur við að bærinn sé settur í for- grunn og hentar hið íslenska smá- bæjarlíf þessari hugljúfu ástarsögu mjög vel. Eiríkur skrifar skemmtilegan stíl og nær á köflum að lífga upp á held- ur óáhugverð hugðarefni Halldórs með honum. Athugasemdir höf- undarins í upphafi hvers kafla, við efnið sem lesendur eru í þann mund að takast á við, eru einnig skemmti- leg viðbót við söguna og geta verið nokkuð hnyttnar inni á milli. Þegar á heildina er litið er hér á ferð fín ástarsaga ólíkra persóna í íslenskum smábæ og þó oft hafi vantað aðeins meira líf í hana er hún í senn hugljúf og falleg. Óttar Kolbeinsson Proppé NIÐURSTAÐA: Fín ástarsaga óáhuga- verðs starfsmanns í rækjuvinnslu og öllu áhugaverðari nágrannakonu hans. Ísfirska sögusviðið er viðeigandi fyrir hugljúfa frásögnina. Óáhugaverð hugðarefni nútímamannsins 5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.