Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1970, Page 25

Hugur og hönd - 01.06.1970, Page 25
refill Saumaður með skakkagliti í rauðan ullarjava með íslenzku kambgarni í 3—4 lit- um. Fyrirmyndin er um 23X100 cm. M. J. kroti, stundum með rúnaletri: Þóra á rnig, stutt og laggott. En á seinni öidum varð algengara að snæ'ldusnúðar væru úr tré og þá um leið stærri. Og þá var ekki að sökum að spyrja: íslenzki tré- skurðargróðurinn nam land á snúðun- um, blöð og greinar fléttuðu sveiga allt umhverfis, ellegar höfðaletur með lysti- lega skráðu fangamarki eigandans eða einhverju góðu orði. Nytsemdarhlutur hversdagsins eignaðist líf og persónu- leika af list og hugsun. Fa'llega unnin snældusnúður úr íslenzku birki getur verið ótrúlega fagur hlutur og fullkom- inn í einfaldleik sínum. Almenn saga fjallar um þjóðmál og forustumenn. Menningarsaga fjallar meðal annars um vinnandi hendur, tæki þeirra og verk. Þar á halasnældan heima. I fornöld og langt fram á mið- aldir var vaðmál aðalútflutningsvara Is- lendinga. Er það ekki furðulegt að bandið í öll þau ósköp skuli formæður okkar hafa spunnið á þetta yfirlætis- lausa og einfalda tæki? Þær hafa kunn- að til verka, kunnað að snúa snældunni sinni í góðurn og bókstaflegum skiln- ingi. Nú er þeirrar kunnáttu ekki leng- ur þörf. Halasnældan er minjagripur, hlutur hennar í þjóðlífinu minning. Hún á skilið gott eftirmæli. K. E. HUGUR OG HOND 25

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.