Hugur og hönd - 01.06.1972, Qupperneq 15
ALd.rLfn.Lr söbLar
Menningarsaga hestsins eða þáttur hestsins í íslenzkri
menningarsögu er efni, sem seint yrði tæmt, ef öllu væri
haldið til skila. Reyndar skrifaði dr. Broddi bók um þetta
fyrir mörgum árum og færðist mikið í fang. Sú bók
vakti aldrei þá athygli, sem hún verðskuldaði, því að
hún er fnll af skemmtilegum og nýstárlegum sjónarnrið-
um, og hún er skýr vitnis'burður um fjölbreytileik efnis-
ins. Hún sýnir það sjálf og sannar, að efniviðurinn nægir
í margar bækur fremur en eina. I einni slíkri bók mætti
fjalla um hestinn og listiðnaðinn, eða þá hvöt og tæki-
færi til listsköpunar, sem fargervi eða búnaður hestsins
veitti. Listin var á fyrri tíð nær eingöngu þjónn daglegra
hluta, en ekki sjálfs sín herra.
I skáldskap Islendinga nefnist hesturinn beizlahundur
og söðuldýr og reiðarljón og gjarðagammur, og það eru
einmitt þessir einkennishlutir hestsins, sem eru vettvangur
ýmiss konar tilburða til skreytilistar, beizli og söðull með
reiða og gjörð. Góðum hesti hæfði fagur búnaður, því að
hann var ekki eingöngu tæki til að komast á milli staða,
heldur einnig þjóðfélagslegt stöðutákn á mannamóti,
mælikvarði (stundum falskur) sem menn vildu láta meta
sig á. Þar gat verið allmikil sundurgerð í, en nú geta
menn verið þakklátir fyrir hana. Það sem kallað er hé-
gómaskapur hefur oft orðið hvöt til dýrmætrar list-
sköpunar.
Hér skal vakin athygli á merkilegu dæmi um reið-
tygjaskraut, einu af mörgum. Kvensöðlarnir voru öðru
fremur tilvaldir til skrautlegs búnaðar, einkum þeir sem
HUGUR OG HOND
15