Hugur og hönd - 01.06.1972, Síða 31
halds þessari gömlu handiðn og jafnframt sem hvatning
til réttra aðila um endurvakningu hennar í skólum
landsins. Aðsókn að útskurðarnámskeiðunum sýndi mik-
inn almennan áhuga.
Horn- og spónvinna er, sem kunnugt er, gömul, þjóðleg
iðja, sem sannarlega er þess virði að varðveitast. Einn
er þó hængur á, sá, að kýr eru nú flestar kollóttar og
því lítið um innlent hráefni.
Leðurvinnu er einnig ástæða til að gefa meiri gaum
en gert er. Þar ættum við að eiga gott, innlent hráefni,
sem nota mætti á fjölbreyttan hátt.
Makramé-hnýtingar eru ævafornt handbragð, sem
nýtur nú mikilla vinsælda víða um lönd. Aðsókn að fyrstu
námskeiðum H.I. í þessari grein bendir til sömu við-
bragða hér á landi.
Á útsaumsnámskeiðunum var nemendum gefinn kost-
ur á frjálsri útfærslu eigin munstra. Unnir voru marg-
ir nýstárlegir munir.
Á tóvinnunámskeiði var eins og áður kennt að spinna
á rokk og önnur vinnubrögð, sem tilheyra rokkspuna, s.
s. að taka ofan af, hæra, kemba, lyppa, tvinna, þrinna
o. s. frv. Spunnið var bæði úr kemburn og lopa, þeli og
togi. Einnig er venja að nemendur læri að gera íslenzka
skó á tóvinnunámskeiðum.
Vefnaðarnámskeiðin voru með líku sniði og áður. Lögð
er áherzla á að kenna uppsetninguna og nokkrar tegundir
almenns vefnaðar. Á einu námskeiði (um 100 kennst.)
vefur hver nemandi um 4—8 muni af mismunandi stærð
og gerð, skrautmuni og nytjamuni. Vefnaðarnámskeiðin
hafa ævinlega verið síðdegis og jafnan verið mjög vel sótt.
I vetur er fyrirhugað að halda námskeið i sömu grein-
um og áður og e. t. v. fleiri.
HUGUR OG HÖND
31