Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 6
Smíðisgripir eftir Einar Skúlason á Tannstaðaðakka. En hún kostaði 1.406 krónur. Það var mikið fé þá. Ég hætti þá allri gullsmíði, hafði aldrei neitt fyrir þá plötu, sem svaraði vinnulaunum. En ég hélt áfram við silfrið. Það var fjárhag mínum viðráðanlegra. Þú glímdir talsvert við málmsteypu? Ekki get ég þrætt fyrir það. Ég byrjaði það snemma en kunni auðvitað ekkert til þess, en slapp furðanlega. Ég gat á endanum brætt kopar, sem ég var með í deigl- unni, en lenti svo í vandræðum, tók því það ráð, að hella honum í blikkdós, sem ég hafði á steðjanum. En það er hættulegt að hella bráðnum kopar á kalt. Það getur valdið sprengingu. Það getur jafnvel verið hættulegt að hella bráðnu blýi eða tini á kalt. En þetta tókst vand- ræðalítið. Þú hefur átt deiglur til að bræða þessa málma í? Ég eignaðist þær furðufljótt. Þær eru tvennskonar: leirdeiglur og blýantsdeiglur. Leirdeiglurnar eru unnar úr vissri tegund af leir. Blýantsdeiglurnar eru úr sama efni og ritblý. Þær voru miklu betri, þoldu allt að 20 hitur, þegar hinar þoldu ekki nema þrjár eða fjórar. Þá sprungu þær. Þú þurftir að smíða öll þín mót, þegar þú bræddir málma? Já, ég á feikn af mótum. Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, hefur skoðað þetta safn mitt fyrir ríkið. Hann vill gjarnan fá þetta drasl mitt og setja það upp á líkan hátt og það var geymt hjá mér. Enn er óvíst hvað úr því verður. Ég hef alltaf ætlað að hafa mig upp úr þess- ari eymd og fara að smíða aftur. Ég veit ekki hvað getur orðið. Eins og stendur vantar mig að geta æft mig aftur. Það er ekki hægt nema á verkstæði. Við sjáum nú til. Þig langaði til að læra úrsmíði? — Já ég ætlaði að verða úrsmiður. En það gat aldrei orðið neitt úr því. En það er svo einkennilegt, að Þórður sonur minn stundar viðgerðir á armbandsúrum í Reykja- vík og vinnur í félagi við Ulrich Falkner. Honum hefur gengið það vel og á mikið af áhöldum. Ég eignaðist mikið af úrsmíðatólum að Jóni Leví látnum. Þórður fékk það sem hann viidi af þeim. Auðvicað eru nú komin ný tól til sögunnar, enda margt af þessu dóti Jóns orðið úrelt. Þó mun Þórður nota eitthvað af þeim enn. Hvað varð helzt til að beina huga þínum að silfursmíði? Það, sem fyrst beindi huga mínum að því var silfur- brjóstnál, sem vinnukona á Stóru-Borg átti. Mér sýndist hún dásamlega fögur. Ég fékk að skoða hana og dáði hana mjög. Hún var úr hreinu silfri. Að hugsa sér, að það skyldi vera hægt að smíða svo fagran grip. En árin liðu. Ég var farinn að smíða úr hreinu silfri. Þá sá ég nálina á ný, en þá kvað við í öðrum tón. Þá sýndist mér nálin ótrúlega Ijót og virtist hún hafa það eitt til síns ágætis, að hún var úr silfri. Ég byrjaði á víravirki alveg tilsagnarlaust, enda voru fyrstu tilraunir mínar misheppnaðar á margan hátt. Það varð mér vandræðamál að eltast við allar þær beygjur, sem ég vildi ná. Þær hrukku alltaf upp úr þeim skorðum, sem ég ætlaði þeim að sitja í. En þetta smá lagaðist með árunum og komst í það horf, að ég gat hiklaust selt þetta dót til útlanda. Fóru sendingar frá mér til fjögurra landa. Ég smíðaði einu sinni sex hálsmen í lotu og seldi þau öll til Noregs. Þau þóttu góð og gat ég selt fleiri þangað. Þú hefur rnátt heita áhaldalaus í byrjun? Já, ég varð að smíða áhöld mín að rniklu leyti sjálfur. En ég varð um leið að finna hvaða áhöld hentuðu. Ég hafði þar engar fyrirmyndir. Þetta var mér nýtt tímabil. ný reynsla. En þetta gekk furðanlega. Ég hefi notað sumt af þessum áhöldum til skamms tíma. Sástu ekki smíðisgripi eftir einhvern sérstakan smið, sem höfðu áhrif á þig í byrjun? Þá sá ég sérstaklega hjá Einari Skúlasyni á Tann- staðabakka. Hann var frábær hagleiksmaður og vand- virkur. Hann lærði gull- og silfursmíði á Akureyri og lauk þaðan prófi eftir fjögur ár með ágætum vitnis- burði. Hann kenndi líka mörgum, sem urðu ágætir smiðir. Vandvirkni hans var frábær. 6 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.