Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 40
Værðarvoð
Teppið er prjónað úr tvöföldum plötulopa á langan
hringprjón (a.m.k. 60 cm) nr. 5.
Prjónið er tvöfalt, slétt prjón báðum megin, þar sem
hver reitur er ljós öðru megin en dökkur hinum megin.
Þetta teppi er 22 reitir á breidd en 40 á lengd.
Hver prjónn er prjónaður í tveim áföngum, fyrst er
prjónað með Ijósari litnum og síðan með þeim dekkri.
Fitjaðar eru upp 134 lykkjur með dekkri litnum. Hér
var notað sauðsvart og grátt. Jaðarlykkjurnar eru prjón-
aðar með báðum litunum saman til þess að jaðrarnir
lokist.
1. prjónn: Jaðarlykkja ■—■ Ijóst band
a) 1 lykkja slétt, 1 lykkja tekin af prjóni m. banó
fyrir framan lykkju, endurtekið 6 sinnum.
b) 1 lykkja brugðin, 1 lykkja tekin af prjóni m. band
fyrir aftan lykkju, endurtekið 6 sinnum, a og b er
endurtekið til skiptis út prjóninn. Þá er prjónað með
dekkri litnum sami prjónn, þ. e. byrjað á sama stað
og byrjað var að prjóna með ljósara bandinu fyrr.
Jaðarl. tekin óprj dökkt band.
c) 1 Iykkja tekin af prjóni m. band fyrir aftan lykkju
1 lykkja brugðin, endurtekið 6 sinnum.
d) 1 lykkja tekin af prjóni m. bandið fyrir framan
lykkju 1 lykkja slétt, endurtekið 6 sinnum.
c og d er prjónað til skiptis út prjóninn, síðast jaðar-
lykkjan. Þar með eru báðir litirnir komnir á prjóninn.
2. prjónn: Jaðarlykkja -— Ijóst band
e) 1 lykkja tekin af prjóni m. band fyrir framan lykkju
1 lykkja slétt, endurtekið 6 sinnum.
f) 1 lykkja tekin af prjóni m. band fyrir aftan lykkju
1 lykkja brugðin, endurtekið 6 sinnum.
e og f er prjónað til skiptis út prjóninn. Þá er sami
prjónn prjónaður með dekkra bandinu:
Jaðarl. tekin óprj.
g) 1 lykkja brugðin, 1 lykkja tekin af prjóni m. band
fyrir aftan lykkju, endurtekið 6 sinnum.
h) 1 lykkja slétt, 1 lykkja tekin af prjóni m. band fyrir
framan lykkju, endurtekið 6 sinnum.
Eftir 8 prjóna er skipt um liti. Þar sem áður voru prjón-
aðir ljósir kaflar, eru nú prjónaðir dökkir, þannig að
þar sem á 1. prjóni var áður prjónað með ljósum lit, á
nú að prjóna með dökkum o. s. frv.
Kanturinn utan um skákborðsmynztrið er 10 cm breið-
ur prjónaður með perluprjóni. Var hann prjónaður sér
og saumaður við á eftir. En eflaust færi jafnvel og væri
auðveldara að hekla nokkrar umferðir af fastahekli utan-
um teppið. Helga Egilsson.
40
HUGUR OG HOND