Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 27

Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 27
 É ggg,, - •' i •I 5 * mj iBSSm! 4 ’ 'f \ | <j... ■ mmkmíJ j W'jtík: ^ ! • þrjA ' \ Þetta sér maður bæði á fornum og nýrri sáum. Þá var að telgja stafina og lagga, það er gera skoru í þá neðst eða þar sem botninn skyldi vera og smella síðan þessari skoru eða lögg á kringlóttan botninn. Þegar komnir voru stafir allt í kring, voru gjarðir settar á, fyrst neðst, síðan ofar, og venjulega mjókkar kerið dálítið upp eftir. Þá er auðveldara að gyrða, og var þetta kallað gyrðinga- munur. Gjarðir voru gerðar úr seigum viði, sem hægt var að sveigja í hring, kallaður gyrði, og annaðhvort negldir saman endarnir með snotrum koparnöglum eða kræktir saman eða læstir með þar til gerðum hönkum. Þetta var kúnst út af fyrir sig eins og allt annað. Það er athyglisvert og reyndar einkennilegt, að stafa- ílát eru aldrei með neinu skrautverki. Alkunna er að varla var svo smíðaður kistill eða stokkur hér á landi að ekki væri á honum meira eða minna af útskurði og þessi tréskurður var einn helzti vettvangur íslenzkrar alþýðulistar. Hversdagshlutirnir, ákaflega margir, voru með einhverjum tilburðum til skreytingar. En ílátiiz voru aldrei skreytt, svo að vitað sé. Asklok eru undan- tekning, enda eru þau eiginlega ekki partur af stafa- ílátinu sjálfu. Af þessu skrautleysi stafaílátanna leiddi það, að þau urðu að ganga í augu fyrir eitthvað annað sem þau höfðu sér til ágætis, ef á annað borð ekki var aðeins hugsað um notagildið eitt. Stafaílát eru ákaflega misfalleg og kemur þar fjölmargt til, svo sem efni, hand- bragð, hlutföll á alla vegu, breidd og þykkt gjarða, sam- setning þeirra og þéttleiki, jafnvel breidd stafa, sem getur verið mjög mismunandi, jafnvel á sama íláti. Það má hiklaust segja, að vel smíðað stafaílát, þar sem að- gætið smiðsauga og hög hönd hafa um fjallað, geti verið mjög fallegur hlutur í einfaldleik sínum. Þau eru einmitt ágætt dæmi um hinn sérkennilega þokka, sem nytja- gripir hversdagslífsins bera með sér, ekki sízt þegar þeir hafa tekið á sig nokkur merki þeirrar lífsþjónustu sem þeim var ætluð í upphafi. Slíka æruprýdda gripi má víða sjá á söfnum, yfirlætislausa við hliðina á uppdubb- uðum tilhaldsgripum, en gædda sinni fegurð sem á sér nokkuð aðrar forsendur. Sem betur fer eru víða til í byggðasöfnum hér á landi mjög falleg stafaílát, mjólkur- fötur, strokkar, kollur, keröld, sem smíðuð eru af næmum skilningi á öllum þeim atriðum, sem hér voru nefnd, eða tilfinningu fyrir þeim, og þar með gæddir þessari sérstöku fegurð, fegurð hins hagnýta og notaða hlutar. K. E. HUGUR OG HÖND 27

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.