Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 38

Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 38
Hálsmen úr silfri og hrafntinnu, unnið á vinnustofu Jens GuSjónssonar af Jóni Snorra Sigurðssyni. Hrafn.tin.na Hrafntinna er glerkennt afbrigði af líparíti, orðin til við snögga storknun. Hún er vanalega kolsvört, allhörð og glergljáandi. Efnasamsetning hennar er sú sama og líparíts og graníts, en munurinn á þessum þrem bergteg- undum stafar af mishraðri kólnun bergkvikunnar. Ef kólnun kviku er mjög hröð, eins og t. d. á yfirborði hrauna, nær bergið ekki að kristallast og verður glerkennt. Við hægfara storknun gegnir öðru máli og krist- allarnir verða því stærri sem kóln- unin er hægari. Granít, sem er stór- kornótt bergtegund, verður til þegar líparítkvika storknar mjög hægt djúpt í jörðu. Hinn svarti litur hrafntinn- unnar stafar af örsmáum seguljárn- ögnum, sem eru dreifðar um glerið eins og rykkorn og drekka í sig ljós- geisla. Ef hrafntinna er skoðuð í smásjá, má oft greina í henni kristalþyrping- ar, sem geta líkzt frostrósum, en kristallarnir eru örsmáir og óþroskaðir því vöxtur þeirra hefur stöðvazt snögglega við kælingu kvikunnar. En með tíð og tíma virðist glerið krist- allast og öll hrafntinna er því jarð- sögulega ung. Hrafntinna er náttúrlegt gler og brotnar í hárbeittar flísar, en það notuðu frumstæðir menn sér og gerðu úr henni ýmiskonar áhöld og vopn. Hér á landi hefur hrafntinna verið notuð til skrauts, bæði í skartgripi og húsaskreytingar, en hún rispast og missir gljáa sinn ef hún verður fyrir hnjaski. A Islandi er víða til hrafntinna, en einna mest er þó líklega af henni í Hrafntinnuhrauni og Hrafntinnu- hrygg. Hrafntinnu- eða líparíthraun sem runnið hafa eftir ísöld eru ekki mörg hér á landi og þau eru flest í nánd við Torfajökul. Stærst er Hrafn- tinnuhraun fyrir sunnan og vestan jökulinn. Þar sem upptakakvíslar Markarfljóts hafa grafið sér farveg gegnum hraunið sést vel hvernig gerð líparítsins smábreytist eftir því sem ofar dregur; aðalefnið er ljósgrátt eða rauðleitt líparít, ofan á því er 2—3 m þykk hrafntinnuskán, en Ijóst vik- urlag efst. Laugahraun við Land- mannalaugar, í tungunni milli Jökul- gils og Námskvíslar, er annað af þessum líparíthraunum. Það er ekki stórt um sig frernur en önnur líparít- hraun, en mjög einkennilegt tilsýndar, líkist einna helzt tröllslegum kola- bing. Ofan á því er víða hrafntinna með hvítum dílum eins og hrafntinn- an í Dómadalshrauni á Landmanna- leið og reyndar flestum hraunum á þessu svæði. Dílarnir eru feldspat- 38 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.