Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 36
ImÉ T víbancla lopabúfa Húfan er prjónuð eftir gömlu ís- lenzku mynztri. Efni: Hvítur og grár tvöfaldur lopi. Prjónar nr. 3 og 3^2- Eyrnaskjólin eru prj á pr nr. 3 með garðaprjóni. Fitjaðar eru upp 4 1 og prj tveir garðar. Þá er byrjað að auka í 1 1 í byrjun og enda hvers garðs (þ. e. í annarri hverri umferð). Bezt er að auka í með því að taka upp bandið, sem er á milli 2. og 3. 1 í byrjun pr og prj það snúið, og á sama hátt að taka upp bandið, sem er á milli 3. síðustu og 2. síðustu 1 í enda pr og prj það snúið. Þegar 36 1 eru á pr er hann lagður til hliðar, en hitt eyrnaskjólið prj á sama hátt. Næst eru fitjaðar upp 36 1 og allar 108 1 (þ. e. eyrnaskjólin bæði og 36 1 að auki) settar á einn pr og prj 4 garðar. Skipt yfir á hringprjón nr. 3V2 (ermaprjón) og prj ein slétt umf og í hana er aukið með jöfnu milli- bili 39 1. 147 1 á pr. Nú er mynztrið prj. Húfan er í þremur flötum og eiga tveir mynzturfletirnir að stand- ast á við sitt hvort eyrnaskjólið, en sá þriðji að standast á við lykkjurnar 36 sem seinast voru fitjaðar upp. A mótum mynzturflata og við úr- tökur eru 2 hvítar 1, sem mynda beina línu upp í toppinn. Þetta fæst með því að láta allar úrtökur koma undir þessar hvítu 1 þannig. Síðasta gráa 1 og fyrri hvíta 1 eru prj saman á venju- legan hátt, seinni hvíta 1 og næsta gráa 1 teknar saman með steypiúr- töku. Helga Egilson. 36 HCGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.