Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 34

Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 34
T ogleistarnir í áratugi starfaði Halldóra Bjarnadóttir sem heiniilis- ráðunautur á vegum ríkisins af áhuga og dugnaði. Jafn- framt gaf hún út tímaritið Hlín á eigin kostnað, en í því birtast að jafnaði fróðlegar greinar um ýmsan heimilis- iðnað ásamt leiðbeiningum um vinnubrögð og uppskriftir. Okkur þótti ekki úr vegi að kynna fyrir lesendum sýnishorn af ritmáta Halldóru og gefa þeim jafnframt uppskrift að ullarleistum, sem alltaf eru í sínu gildi. Þessi grein birtist í Hlín 1947. Það munu nú vera 12—15 ár síðan togleistarnir komu á gang og urðu algengir hjer á landi. Að vísu höfðu áður flutst inn grófir leistar frá Noregi, en þjóðræknum mönn- um fanst óþarfi af okkur Islendingum að vera að flytja inn grófa ullarvöru frá útlöndum, grófa ull áttum við nóga sjálfir. Og það má segja, að fátt eitt hefur náð svo fljótri og almennri útbreiðslu og togleistarnir, þá nota háir og lágir, ungir og gamlir, alt frá ystu annesjum til instu dala. Menn þykjast ekki fá neitt hlýrra eða betra í togleðurs- og gönguskó. — Og flestir eru þessir leistar handprjónaðir, með því móti verða þeir liprari og sterk- ari. — Efnið er gróft og nokkuð hart, vjelarnar láta ekki vel við því. A tímabilinu milli 1930 og 1940, þegar lítið var um uppgripa atvinnu, tóku rnargir fyrir að framleiða tals- vert af leistum til sölu. Þá var reynt að koma á föstu verðlagi og fallegu lagi á leistunum og fá gott efni. Þetta tókst furðanlega, og fengu leistarnir gott orð á sig. — Heimilisiðnaðarfjelögin eða kvenfjelögin gengust fyrir því að fá valdar konur til að veita vörunni móttöku og leiðbeina þeim, sem þess óskuðu, þær útveguðu efnið, sáu um spuna, þvott og prjón og sendu vöruna til kaup- manna. — Sum kauptún þóttust hafa bætt hag sinn þó nokkuð með þessari framleiðslu, og það var víst, að mörgum kom vel að fá aurana fyrir vinnuna á þeim árum. Nú á seinni árum, þegar vinnan er meiri en menn fá afkastað, og betur borgað en dæmi eru til áður, hefur leistaframleiðslan minkað svo að til vandræða horfir, þó verðið sje margfaldað, dugir það ekki til. — En leista- framleiðslan má með engu móti hætta, því ekki má fara að flytja inn leista frá útlöndum að nýju, það væri mikil minkun fyrir okkur. — Þetta er ein grein, þó lítil sje, sem sýnir sjálfstæði okkar og metnað, að vera ekki upp á aðra komin. — Margir eru farnir að prjóna úr lopa, sleppa spunanum. Látum svo vera, en verra er, að fjöldinn allur skeytir ekki lengur um styrkleikann og þyngdina, sem þó er nauðsynlegt. Vandið vöruna, svo að hún verði eftirsótt, þó verðið hækki. Jafnvel þó flestir sjeu nú orðnir færir um að laga leista eins og best þykir fara, þá finst „Hlín“ ekki illa til fallið að birta görnlu uppskriftina, sem send var sjer- prentuð víðsvegar um landið. — Þar var einnig upp- skrift af handprjónuðum karlmannapeysum úr sama efni og leistarnir. Þessar peysur þykja mestu þing: Sjómenn, verkamenn og ferðamenn sækjast mjög eftir þeim. — Liturinn er hentugur, óbrotinn og þokkalegur, fer vel — betur en flest útprjónið, þó einkennilegt sje. Hvítu togleistarnir eru einnig mjög eftirsóttir. Háleistar. Best er að hafa tog í leistana, annars ull upp með öllu saman. — Sterkast er að spinna tvo lopa saman. Bandið er haft þrefalt ósamansnúið (lagt saman). Einn þátt- urinn dökkgrár, tveir þættir hvítir. — Bandið er vel þvegið, áður en það er prjónað. Prjónið er ekki þvegið. 1. LASKINN: Fitjaðar eru upp 7, 8, eða 9 lykkjur á prjón (7 á nr. 7 og 8. — Atta á nr. 9 og 10 og níu á nr. 11 og 12). Prjónaðar 2 brugðnar og 2 rjettar. — Fitin laus. — Hæðin á snúningunum er höfð jafnmargar um- ferðir og lykkjurnar sem upp eru fitjaðar á öllum prjón- unum að viðbættum 4 umferðum. 2. Þá eru prjónaðar 6 umferðir sljettar. 3. Þá er hælstallurinn prjónaður á helminginn af lykkj- unurn (haft á einum prjón). Hæðin á hælstallinum er jafnmargar jaðarlykkjur og lykkjur þær, sem upp eru fitjaðar á einum prjóni. Gætið þess, að jaðarlykkjurnar sjeu fallegar steypilykkjur, ekki lausar. 4. Þá er hællinn feldur og er jafnan byrjað að taka úr þegar ranghverfan snýr að manni á seinni helming prjónsins. 7, 6 og 5 lykkjur eru hafðar fyrir utan úrtök- una, eftir stærð háleistsins (5 á minnstu stærð). — Það er tekið úr á hverjum prjóni. — Tungan með úrtökunum, er 6 lykkjur á öllum númerum nema 7 og 8, þar 4 lykkjur. 5. Þeim 6 lykkjum, sem mynda tunguna, þegar búið er að fella hettuna, er nú skift í tvennt, og þar sem prjónabandið er, eru teknar upp jaðarlykkjurnar með lausaprjóninum neðanfrá og 2 lykkjur í vikinu (aðgætið að prjóna böndin þannig, að ekki komi gataröð). Á seinni hælprjón er byrjað ofan frá að taka upp á þann prjón, sem á eru 3 eða 2 lykkjur. 34 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.