Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 18

Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 18
Utsaumur Margir verja tómstundum sínum til ýmiss konar hannyrða, sér til ánægju og afþreyingar og heimili sínu til gagns og prýði. Fáir eða engir framleiða þó út- saumsvörur til sölu hér á landi, því hannyrðir kvenna eru ekki metnar til þess verðgildis sem bæri, og verð- ur víst seint. Því veldur m. a. sá hugsunarháttur, að svona nokkuð geti maður nú saumað sjálfur og er það oft og tíðum rétt, því margar konur eru ágætlega vel verki farnar. En þá gleymist hve seinlegt verk út- saumur er og einhvers virði ætti hug- mynd að nýju mynztri að vera, um- fram það að sauma alltaf eftir að- fluttum útlendum fyrirmyndum. Þá eru kven- og líknarfélögin með alla sína bazara, þar sem á boðstól- um er sægur af handunnum vörurn, sem oft og tíðum eru seldar svo ódýrt, að efniskostnaður fæst tæplega greiddur. Eru þeir gott dæmi um það vanmat kvenna á eigin verkum sem ríkir hér á landi. Og er mál að linni. Fyrir þær sem vilja gjarnan búa til fallega hluti eftir eigin hugmynd, birtum við hér nokkrar teikningar af útsaumssporum. Talsvert framboð er af fallegum vefjarefnum, sem henta vel til út- saums, t. d. indversk silki, sænsk og írsk hörefni, finnsk bómullarefni, ís- lenzk ullaráklæði og ullarjavi. Ættu því flestir að getá fundið eitthvað við sitt hæfi og skemmt sér við að spreyta sig við mynzturgerð og val á útsaums- sporum, auk þess að liti og efni er þá auðveldara að samræma hýbýlum og húsbúnaði. Engin ástæða er til að einskorða sig við eina saumgerð, heldur eykur það líf og fjölbreytni að sauma marg- ar gerðir í einn og sama hlutinn. Tvær sessurnar eru skreyttar skorningi eða bótasaum, það er að segja klippt eru út mynzturform úr öðru efni (og má þá nota hvaða af- gang sem er) og lögð á sessuborðið, síðan má festa þau niður á ýmsan hátt. T. d. með þéttu varpspori, tunguspori, klóspori, snúnu lykkju- spori eða eins og hér refilsaum. Er 18 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.