Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 11

Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 11
ana eftir á. Eru þá fitjaðar upp 16 lykkjur á prjón. Þegar búið er að fella af er hólkur- inn þæfður, þurrkaður og pressaður. Síðan er klippt upp úr milli rósanna eftir lykkju. Eins og sjá má á mynd- inni eru lepparnir mjóstir um miðj- una, því veldur, að tvíbandaprjón þófnar meira en venjulegt slétt prjón. Þegar lepparnir hafa fengið sitt rétta lag eru þeir fóðraðir með þéttu ullar- efni, sem sniðið er nákvæmlega eins og saumað við með því að kasta yfir brúnirnar allt í kring. Síðan eru lepp- arnir slyngdir. Slynging er einskonar brydding með fótofnu bandi, sem saumað er á jafnóðum og það er ofið. í bandið cru raktir 6 þræðir, dökkur og ljós til skiptis, sömu litir og í miðju lepps- ins. Lengd uppistöðunnar fyrir eina leppa má vera sem svarar 4—5 sinn- um utan með öðrum leppnum. Höföld eru gerð á helming þráð- anna og lykkja bundin í fótskilið, sjá teikningu. Ivafið er þrætt í nál. Uppi- staðan er strekkt með því að smeygja hægri fæti inn í fótskilið og halda í lausa endann með vinstri hendi. Oftar var ranghverfan á leppnum lát- in snúa upp, þegar slyngt var. Haldið er á leppnum í vinstri hendi og brún hans þá lögð ofan á þræðina. Byrjað er við innanverðan hælinn á báðum. Annað skilið er nú opnað, nálinni stungið inn í það frá hægri og upp í gegnum leppinn, um lþo—2 lykkjur innan við brún, ívafið dregið í gegn, skipt um skil, þrýst á ívafið með fingrinum, nálinni smeygt í það skil og stungið upp í gegnum leppinn, skipt um skil, þrýst á ívafið og þann- ig er haldið áfrarn. Áður en síðustu fyrirdrögin eru tekin mætti draga uppistöðuþræðina, sem eru lausir, þar sem byrjað var að slyngja, niður á rönguna með nál og fela þá þar. Síðan er slyngt yfir bláendann og að lokum ofið um 15 cm laust band, sem notað er til að binda leppana saman með. Stykkjaspjarir, sem gerðar voru úr fjórum pjötlum í tveim litum settum saman í kross, voru einnig stundum slyngdar. íslenzkir skór mcð fallegum lepp- um eru varla lengur annað en skemmtilegt stofustáss. sem minnir á og fræðir börnin um fótabúnað for- feðranna. Enn er þó til fólk, sem gengur á sauðskinnskóm inni. Þeim, sem hafa hug á að koma sér upp íslenzkum skóm og leppum. skal bent á, að fyrir utan þessa grein og áðurnefnda uppskrift af rósaleppum eru greinar um íslenzka skó og roðskó í Hugur og hönd 1970 og 1971. S.H. ... . _ _ _ r _ s V Þ 1 X X X X X X X X X X X X X X X 1 X X X X X X X X X X X < V X X X X X X X X X X X X X X X < X < X X X X X X X X * X X X X y X X X X X X X * X X X X' X < < X X X X X X < X < X X X < X X X X X X X Xi* X < X X X X X X X X X X X X X X X. X V X x!* X X X X X X X X * X C X X X X X X X X X X XX * X X X < X X X X X X X X X X V X X X X < X X K K X K X X X X X X X X X X X X X X X K K X X / < < X X X X X X X X X » X X X < < X < < X 'X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X < X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X < X X t X X X X Xj X K X X X t * / r- <- - — í 9 l * V £ 'l 7\ a 1 . t 1 a o o /■ <e t V 0 r> 9 V 1 1 : _ ~ -i- _ HUGUR OG HÖND 11

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.