Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 20
bótin þá fyrst vörpuð niður með
tvinna og síðan lagður þráður af út-
saumsgarni við brúnina og saumað
yfir hann með fínni þræði. Fer það
eftir, hvaða efni er í bótinni, hvort
brjóta þarf inn af brúnunum eða
ekki. Utanvið bæturnar er svo skreytt
með fræhnútum, refilsaum og tungu-
spori. Þriðja sessan er líka gerð úr
mislitum bótum, en á svolítið annan
máta. Klippt eru út sexhyrnd pappa-
form og utanum þau eru bæturnar
strekktar. Bezt er að hafa svipuð efni
í öllum bótunum. Þær eru siðan varp-
aðar þétt saman frá röngu hver við
aðra og rnynda mynzturbekk eftir
endilöngum púðanum bæði í bak og
fyrir. Þessi bótabekkur er svo felldur
ofan á grunninn og lagt niður við í
höndum. Púðinn er úr finnsku bóm-
ullarefni í bláum og grænum litbrigð-
um, nema blómið er í rauðum litum.
Nokkrir fræhnútar og línur eru saum-
aðar til skrauts.
Tehettan er saumuð í súkkulaði-
brúnan hessían. Skorningsmynztrið
er úr sterkbláum og grænum bóm-
ullarefnum, einu röndóttu og öðru
köflóttu. Nokkrir grófir þræðir eru
lagðir til að tengja þetta allt saman.
Hankinn er myndaður úr nokkrum
tréperlum.
V. Pálsd.
Færeysk sýrLÍng í R.eykjavík
Dagana 27. apríl—2. maí gekkst Norrœna húsið fyrir fœreyskri viku í Reykjavík. í sýningarsölum hússins voru settar upp sýningar
á munum komnum frá Fcereyjum. í húsakynnum bókasafnsins var komið fyrir fœreyskum bókum, Ijósritum, Ijósmyndum af
rithöfundum, hljómplötum með upplestri skálda og fleiru til kynningar á þeirri hlið fœreyskrar menningar. í öðrum salnum í
kjallara voru sýnd málverk eftir 7 unga listamenn, í hinum var sýning á heimilisiðnaði. Jafnframt fór fram fjölbreytt dagskrá
alla daga með fyrirlestrum um fœreyskar bókmenntir, stjórnmál, tungu, náttúru eyjanna, kvikmyndasýningum o. fl.
Heimilisiðnaður Fœreyja er að ýmsu leyti sérstœður. Þeir eiga afar fallega þjóðbúninga að stórum hluta handunna og prjónafatn-
aður þeirra er einstakur. í Fœreyjum er ekkert starfandi heimilisiðnaðarfélag, þó hefur verið unnið markvisst að því að varðveita
ýmislegt, sem gamalt er og hefðbundið. Árið 1932 kom út bók með fjölda mörgum gömlum fœreyskum prjónamynztrum, sem Hans
M. Debes hafði safnað. Nefnist hún FÖROYSK BINDINGARMYNSTUR og 1969 kom hún út í þriðja sinn á vegum Föroyskt
Heimavirki, Tórshavn. Birtast hér nokkrar myndir af sýningunni.
20
Nornir, mynd ejtir William Heinesen, ofin af Marianna Matras.