Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 7
Manstu eftir, að þú sæir smíðisgripi, sem þú heyrðir
eignaða Helga Þórðarsyni á Skinnastöðum?
Nei, ég man ekki eftir því. Eg kom á Þjóðminjasafnið,
og sá þar margt fallegra muna af þessu tagi. Þór Magnús-
son var svo góður við mig, að hann var með mér heilan
dag á safninu. Við vorum alltaf að skoða þá gripi, sem
mér voru sérstaklega hugstæðir. Þar sá ég t. d. pontu,
sem mér kom kunnuglega fyrir sjónir. Fylgir henni
þessi saga.
Róið var til fiskjar frá Þingeyrasandi og fiskaðist
allvel. Einn skipverjanna fékk sér í nefið úr silfurbúinni
pontu og hugðist svo stinga henni í buxnavasann. En svo
illa tókst til, að hún rann niður með lærinu á honum og
féll útbyrðis. Hún virtist töpuð. En um kvöldið var
dreginn þorskur einn mikill og kom pontan úr honum,
þegar slægt var. Mér þótti gaman að skoða hana þarna
á safninu. Ég hafði einu sinni lent í því að gera við hana
og þekkti hana þegar.
Hefur þú ekki glímt oftar við að gera við gamla gripi,
sem þér eru minnistæðir?
Jú, ég hafði gaman af að gera við altarisstjakana úr
Melstaðarkirkju. Þegar Jón biskup Helgason visiteraði
hana, komu tveir brotnir og þungir kertastjakar út úr
altarinu. A þeim voru stafirnir A.J. Biskup sló því þegar
föstu, að þeir væru fangamark séra Arngríms Jónssonar
lærða. Biskup spurði: „Hvernig ætlið þið að gera við
þessa stjaka. Þeir mega ekki liggja svona, brotnir og
týndir?“ Jónas Jónasson frá Múla varð fyrir svörum: „Við
ættum að láta Kristófer Pétursson á Litlu-Borg gera við
þá.“ Þetta varð að ráði. Ég gerði við þá. En skömmu
síðar fauk kirkjan. Þá brotnaði annar þeirra aftur, svo
ég varð að gera við hann á nýjan leik.
Þú hefur fengið þetta vel borgað?
Ja, við skulum tala um eitthvað annað.
Þú þekktir Þorstein Hjálmarsson?
Já, ég þekkti hann vel. Hann bjó lengi á Þóreyjarnúpi,
en dvaldi síðari árin á Hvammstanga. Þar dó hann. Hann
var afbragðssmiður.
Þú hefur séð margt af smíðisgripum hans?
Já, fjölmargt. Hann var orðinn við aldur, þegar ég varð
fulltíða maður. Allt, sem ég sá eftir hann var ákaflega
vandað og sýndist mér allt, sem frá hans hendi kom, svip-
fallegra en eftir aðra smiði, þegar Einar á Tannastaða-
bakka er frátalinn. Hann var alveg sérstæður. Hvernig
sem ég reyndi komst ég aldrei þangað með tærnar, sem
hann hafði hælana. Mér leist ekki á að stæla það, sem
hann smíðaði. Það var svo vandað.
Rokkar Þorsteins hafa ekki lokkað þig inn á þá braut
að smíða rokka?
Nei, ég var ekki mikið fyrir þess háttar. Ég hafði áhöld
til að renna bæði tré og málm. Renndi þó tré miklu minna,
þó ég yrði síðar að renna mikið af svipusköftum, þegar
spanskreyrinn hvarf af markaðnum.
Úr hverskonar silfri smíðaðir þú fyrst?
Nýsilfri, en það er ekkert skilt hreinu silfri. Það er
blanda af nikkel, zinki og eir. Það þarf bara að finna hlut-
föllin, til þess að úr þessari blöndu verði smíðahæft ný-
silfur. Ég bræddi mikið af kopar og nýsilfurefnum.
Einu sinni datt mér í hug að smíða tölumerkingajárn
fyrir bændur. Setti alla tölustafina á eitt hjól, sem svo
mátti snúa á auðveldan hátt. Þessu hjóli mátti koma í
„statív“ svo að sá, sem merkti, kæmist aldrei í snertingu
við hita. Mér tókst að smíða þetta eins og ég vildi hafa
það. Datt þá helzt í hug, að fá Thor Jensen til að sýna
það á Alþingi, og vita hvernig þeir tækju í þetta. Hugsaði
mér að láta smíða það erlendis. Það hlyti að verða ódýr-
ara. Mér fannst ekki að menn skildu hvað hér væri á ferð
inni. Þeir, sem um þetta fjölluðu töldu, að bændur væru
ekki ofgóðir til að þekkja hver sínar ær. Við það vildu
þeir láta sitja. Ég hafði áhaldið með mér á Alþingishátíð-
ina. Sáu það margir þar og vildu ýmsir eignast það. Þessu
ævintýri lyktaði svo, að ég gaf Sigurði Hjartarsyni á
Neðra-Vatnshorni gripinn. Mun hann til enn.
Glímdir þú ekki við fleira af þessu tagi?
Ég man það ekki í bili. Ég smíðaði hálsmenin, sem ég
nefndi áðan. Þau voru alveg hugsuð af mér og þóttu
góðir gripir, þau gat ég selt til fjögurra landa og gerði það.
Fluttist hreint smíðasilfur hingað á þínum yngri árum?
Það gekk á ýmsu með það. Á tímabili var ómögulegt
að fá nokkurt silfur. En svo opnaðist leið og silfur af
hreinleik 830/1000 kom á markaðinn bæði í plötum og
vír. Var vel viðunandi að smíða úr því. Síðar kom önnur
blanda 925/1000 og úr henni eru allir bcztu gripir, sem
smíðaðii' eru úr silfri í Reykjavík nú. Smiðir vilja ekki
annað og tók ég sömu stefnu. Ég smíðaði aðeins úr 925
eins og það er nefnt á máli okkar. Það má ekki linara
vera, en þolir ágætlega viðkvæmar beygjur.
Einu sinni sýndi kona mér þá frekju, að segja, að það
væri ekki til neins að biðja okkur að smíða brjóstnál úr
silfri, við svikjum efnið í hana. Spurði hún hversvegna við
smíðuðum ekki úr silfrinu hreinu? Ég sagði henni, að
ef ég smíðaði fyrir hana brjóstnál úr hreinu silfri, leggðist
hún hreinlega saman. Efnið væri svo mjúkt. Okkur samdi
ekki um þetta, svo að ég smíðaði fyrir hana brjóstnál
úr 1000/1000.
Ég komst furðu fljótt upp á það að hreinsa silfur alveg
upp í 1000/1000, þó það væri blandað. Ég gat líka bland-
að það niður í 700/1000 og þar á milli, með því einu að
blanda ákveðnu magni af kopar í það. Ég gæti gert þetta
enn, ef ég bara þyrfti á því að halda, en nú er hægt að
fá þetta í svo hentugum blöndum, að þetta er orðin óþörf
þekking. Ég fékk allar þær formúlur um þæi' blöndur,
sem ég notaði, úr gömlum smíðabæklingi eftir Jón Bcrn-
harðsson. Svo kom reyndar til reynslan og kenndi mér
það, sem á vantaði, svo mér varð létt um þetta. Mér
reyndist bezt að hafa nokkuð mikið af silfri undir í einu.
Þá blandaðist það bezt í deiglunni. Ég gladdist af hverj-
um sigri, sem náðist, meðan ég var að glíma við þetta,
HUGUR OG HÖND
7