Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 7
+PLÚS Hindúar fögnuði í gær Holi, vorhátíð litanna, í Allahabad, borg við Ganges-fljót á Indlandi. Þessi líflega og litríka vor- og gleðihátíð hindúa einkennist af ærslum og prakkaraskap. Þá brjóta hindúar hefðir og höft sem tengjast stétt, kyni, stöðu og aldri og það skemmta sér allir saman. Galsi og gleði minnir á grallaraeðli guðsins Krishna. MYND/AFP Fjárfestir horfir upp á vísitölur hlutabréfaverðs í fjármálamiðstöð Dúbaí borgar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í gær. Stjórnvöld Dúbaí, sem er miðstöð ferðaþjónustu og viðskipta í Mið-Austurlöndum, hvöttu íbúa til að forðastu ferðalög vegna Covid-19 veirunnar. MYND/ GETTY Topplausir aðgerðasinnar úr loftslagsaðgerðarhópnum „Extinction Rebellion“ trufluðu í gær þingstörf danska þjóðþingsins með borgaralegri óhlýðni. Á brjóst þeirra er ritað „segið sannleikann“. Samtökin ná til meira en fimmtíu landa. Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar hefur sett samtökin á lista yfir samtök með öfgafulla hug- myndafræði sem ber að tilkynna á til yfirvalda. MYND/ AFP Jan Burian, forstöðumaður Tékkneska þjóðleikhússins í Prag, Tékklandi, ræddi við blaðamenn í gær í tómum sal leikhússins. Yfirvöld þar hafa sett á samkomubann sem nær til leik-, tónlistar- og kvikmyndahúsa, íþrótta- og trúaratburða. Skólum og háskólum verður einnig lokað. MYND/EPA Mótmælt í höfuðborg Alsír í gær. Fjölmenn mótmæli gegn stjórnvöldum hafa farið þar fram í viku hverri síðan 16. febrúar 2019 þegar Abdel- aziz Bouteflika tilkynnti um framboð sitt til forseta fimmta kjörtímabilið í röð. MYND/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.