Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 4
Við erum að reyna að lágmarka áhrifin fyrir alla, fyrirtækin og heimilin, en líka ríkissjóð og sveitarfélög. Bjarni Benediktsson Til fulltrúaráðs launamanna Birtu lífeyrissjóðs Kjörfundur 2020 Kjörfundur fulltrúa launamanna í Birtu lífeyrissjóði, vegna stjórnarkjörs í lífeyrissjóðnum verður haldinn miðvikudaginn 25. mars kl. 17 að Stórhöfða 31, Reykjavík. Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl kl. 17 á Grand Hóteli Reykjavík. Dagskrá er samkvæmt samþykktum sjóðsins. Vakin er athygli á því að Birta lífeyrissjóður mun fylgja fyrirmælum Landlæknis ef grípa þarf til varúðarráðstafana vegna COVID-19 veirunnar. COVID -19 „Það er auðvitað mikil óvissa uppi og við munum í raun og veru þurfa að vera í mjög reglulegu mati á aðstæðum. Það var okkar mat að það væri mikilvægast núna að tala með skýrum hætti um að stjórnvöld eru reiðubúin að styðja atvinnulífið til viðspyrnu,“ segir Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna kynntu í gær aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum veirunnar sem veldur COVID-19. Einnig verður unnið að sérstöku fjárfestingaátaki sem myndi hækka fjárfestingastig ríkissjóðs á næstu árum verulega. „Þetta eru samþættar aðgerðir til þess að stjórnvöld geti stutt við atvinnulífið í gegnum tímabundið ástand sem er samt þeirri óvissu háð að við vitum ekki hversu tíma- bundið það er,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að staða íslenska hagkerfisins sé mjög sterk þótt því standi til skamms tíma ógn af veirunni. „Við getum komist í gegnum það tímabil með markvissum aðgerð- um. Það verður ekki án áhrifa en við getum dregið úr þeim. Síðan eru allar forsendur fyrir því að við getum sótt fram frá nýjum stað,“ segir Bjarni. Þá hefur verið ákveðið að fresta fjármálaáætlun þar sem forsendur gildandi ríkisfjármálastefnu séu brostnar. „Það kallar á viðbrögð og samtal við þingið og það bréf hefur farið til Alþingis. Við boðum þá nýja stefnu í maí til þess að aðlaga okkur að þessum aðstæðum,“ segir Bjarni. Forsendur fjármálastefnu brostnar vegna COVID-19 Forsætisráðherra segir eðlilegt að ríkissjóður taki á sig tímabundið högg við þær aðstæður sem eru uppi í hagkerfinu vegna kórónafaraldursins. Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir til stuðnings atvinnulífinu. Aukinn kraftur verður settur í opinberar framkvæmdir og unnið verður að sérstöku fjárfestingaátaki. Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson á fundinum í Ráðherra- bústaðnum þar sem aðgerðirnar voru kynntar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1. Fyrirtækjum sem lenda í erfið- leikum veitt svigrúm til greiðslu á sköttum og gjöldum. 2. Gistináttaskattur afnuminn tímabundið. Önnur tekjuöflun íþyngjandi fyrir ferðaþjónustu skoðuð. 3. Markaðsátaki hleypt af stokk- unum erlendis um Ísland sem áfangastað þegar aðstæður skapast. 4. Ráðstafanir til að örva einka- neyslu og eftirspurn. 5. Aukinn kraftur í opinberar fram- kvæmdir. 6. Efnt til virks samráðs við fjár- málafyrirtæki um viðbrögð við fyrirsjáanlegum lausafjár- og greiðsluerfiðleikum. 7. Innstæður ÍL-sjóðs í Seðlabank- anum fluttar á innlánsreikninga í bönkum. ✿ Aðgerðir stjórnvalda Katrín segir ljóst að aðgerðirnar muni hafa neikvæð áhrif á hag ríkis- sjóðs þótt of snemmt sé að segja til um umfangið. „Við teljum hins vegar að áhrifin séu tímabundin vegna þess að við erum í mjög góðri stöðu til lántöku. Hins vegar erum við með fyrir- ætlanir um að selja hlut í Íslands- banka þegar hagfelld skilyrði eru fyrir hendi. Þannig teljum við að það sé fullkomlega eðlilegt að rík- issjóður taki á sig högg þegar svona aðstæður eru uppi því við höfum trúverðugar áætlanir til þess að höggið verði til skemmri tíma,“ segir Katrín. Bjarni bendir á að búið hafi verið vel í haginn fyrir versnandi tíma og ríkissjóður þegar rekinn með halla. „Við getum gert það og við- haldið þeirri stöðu í einhvern tíma. En það er mikilvægt að við komum fram með áætlun um að vinda ofan af þeirri stöðu.“ Aðspurður segir Bjarni að stjórn- völd hafi verið í samtali við Seðla- bankann vegna aðgerðanna. Það sé fyrst og fremst gert til að reyna leggja sameiginlegt mat á stöðuna og líklegustu sviðsmyndir. „Við erum að reyna að lágmarka áhrifin fyrir alla, fyrirtækin og heimilin, en líka ríkissjóð og sveitarfélög. Þess vegna getur slíkt samtal skipt miklu máli.“ sighvatur@frettabladid.is Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar „Þetta eru ágætis fyrstu skref en það þarf að gera meira. Ég tel að það hefði átt að stíga strax fastar í að lækka álögur á fyrirtæki og beina til bankanna að sýna fólki og fyrir- tækjum umburðarlyndi. Ég hef miklar áhyggjur af þeim hópum sem búa við kröppustu kjörin. Hér verður að jafna kjörin og fjárfesta í atvinnuskapandi verkefnum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar „Ég er undrandi á að ríkisstjórnin, vitandi af niður- sveiflunni, sé ekki undirbúin. Við sjáum fækk- un ferðamanna, samdrátt í innkaup- um og aukið atvinnuleysi. Þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir standa sig vel og svara öllu á staðnum. Þríeykið í ríkisstjórninni gefur hins vegar loðin fyrirheit en þjóðfélagið þarf svör núna. Ég fagna niðurfell- ingu gistináttagjalds, sem er þó aðeins milljarðu r. Ég vil afgerandi aðgerðir strax, lækka trygginga- gjald eða afnema tímabundið.“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins „Mér finnst þetta mjög jákvætt, sérstaklega hvernig á að halda utan um ferðamanna- auðlindina dýrmætu. Nú á að fleyta lífvænlegum fyrirtækjum í gegnum skaflinn. Ég er sam- mála fjármálaráðherra um að við stöndum óvenju sterkt, með 800 milljarða gjaldeyrisvaraforða, og höfum því svigrúm til að gera ýmsa hluti.“ Smári McCarthy formaður Pírata „Aðgerðirnar virka ekki mjög sterkar en þetta er enn svolítið óljóst. Þarna eru ekki mjög mikið af áþreifan- legum aðgerðum, og ég myndi vilja sjá þær sem fyrst, helst núna í vikunni. Sjálfur myndi ég vilja sjá breytingu á lögum um opinber fjármál, sem hamla því að við getum sett fjármagn í upp- byggingu.“ Meira afgerandi aðgerða þörf HAFNARFJÖRÐUR Fulltrúi Við- reisnar í skipulags- og byggingar- ráði Hafnarfjarðabæjar telur að bærinn brjóti lög með því að ætla að ráðstafa gatnagerðargjöldum til uppbyggingar íþróttamannvirkja bæjarins. Óli Örn Eiríksson lét bóka þessa skoðun sína í fundar- gerð ráðsins en meirihluti Sjálf- stæðismanna og Framsóknar og óháðra brást illa við bókuninni. Var Óli Örn sakaður um að reyna að leggja stein í götu uppbygg- ingarinnar hjá Haukum. Deilan kviknaði þegar lögð var fram greinargerð skipulagsfulltrúa bæjarins um deiliskipulag svæðis í kringum Haukasvæðið á Ásvöllum. Í samkomulagi Hafnarfjarðarbæjar við Hauka er kveðið á um að gatna- gerðargjöld svæðisins renni í upp- byggingu á knatthúsi við Ásvelli. „Það er að mínu mati skýrt sam- kvæmt lögum um gatnagerðar- gjöld að slík ráðstöfun sé ólögleg. Tilgangurinn var einungis sá að benda á að breyta þyrfti þessu ákvæði svo að verkefnið myndi ekki tefjast síðar meir. Ég taldi rétt að óska eftir lögfræðiáliti á þessum lið samkomulagsins,“ segir Óli Örn. Í bókun meirihlutans kemur fram að það sé með ólíkindum að Viðreisn skuli á þessum tíma- punkti gera tilraun til að leggja stein í götu Hauka til að hefja upp- byggingu á íþróttasvæði sínu. „Þetta mál á sér langa forsögu. Í einfölduðu máli vildu Haukar byggja íbúðir á svæðinu en bærinn tók það ekki í mál. Að endingu varð niðurstaðan sú að bærinn sér um uppbygginguna en Haukar njóta góðs af tekjum sem skapast í nauðsynlegar fjárfestingar hjá sér. Þetta hefur verið í ferli í um tvö ár hjá borginni og var staðfest í bæjar- stjórn fyrir nokkrum mánuðum. Okkur fannst því einkennilegt að leggja fram þessa bókun um sam- komulagið sem var ekki á dagskrá fundarins,“ segir Ólafur Ingi Tóm- asson, formaður ráðsins og bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisf lokksins. – bþ Hafnarfjörður brjóti gatnagerðarlög Ólafur Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. DÓMSMÁL Málflutningi í endurupp- tökumálum Sigurjóns Árnasonar og Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur, sem fara átti fram í Hæstarétti í dag, hefur verið frestað þar sem einn dómar- anna er í sóttkví. Ellefu ný tilfelli af COVID-19 sjúk- dómnum voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. Staðfest er að sex þeirra eru innan- landssmit og að eitt megi rekja til skíðasvæða í Ölpunum. Unnið er að því að rekja önnur smit. Fjöldi smitaðra var því kominn í 76 þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær, þar af voru 18 innanlandssmit. Allir smitaðir eru í einangrun en auk þeirra eru 598 í sóttkví, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom á fundi almannavarna í gær að fyrsta svokallaða þriðja stigs COVID-smitið hefði verið staðfest hjá maka einstaklings sem átti í sam- skiptum við fólk sem kom að utan. Faraldurinn er farinn að hafa æ meiri áhrif á dagleg störf í landinu. Í fyrradag var greint frá því að starfs- maður í forsætisráðuneytinu hefði greinst og tekin hafa verið sýni úr tveimur samstarfsmönnum hans. Fundarhöld eru víða takmörkuð. Þótt smit hafi verið greind í menntaskólum hafa sóttvarnayfir- völd ekki talið þörf á því að nem- endur og starfsmenn fari í sóttkví að svo stöddu. – aá Sóttkví dómara hefur áhrif á dagskrá Hæstaréttar Einn setudómara í máli Sigurjóns og Elínar fór í sóttkví eftir skíðaferð. 1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.