Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 35
Stjórnvöld
þurfa að
bregðast við með
mjög afgerandi
hætti. Það dugar
ekki lengur að fela
sig á bak við sérfræð-
inga.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, for-
maður Miðflokksins
09.03.2020
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 11. mars 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
SKOÐUN
Kristín Pétursdóttir, sem hefur verið formaður stjórnar Kviku undan-farin tvö ár, mun ekki gefa kost á sér
til áframhaldandi stjórnarsetu þegar aðal-
fundur fjárfestingabankans fer fram 26.
mars næstkomandi, samkvæmt heimildum
Markaðarins. Kristín var áður stjórnarfor-
maður verðbréfafyrirtækisins Virðingar, sem
sameinaðist Kviku árið 2017, og þá var hún
forstjóri Mentor á árunum 2015 til 2017.
Aðrir stjórnarmenn Kviku sækjast eftir endurkjöri
en þeir eru Guðmundur Þórðarson, sem er jafnframt
varaformaður stjórnar, Hrönn Sveinsdóttir,
framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs
hjá Sýn, Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður og
Guðjón Reynisson, fjárfestir og fyrrverandi
forstjóri bresku leikfangaverslunarkeðjunnar
Hamleys.
Ekki liggur fyrir hver kemur nýr inn í stjórn
bankans í stað Kristínar en samkvæmt skýrslu
til hluthafa Kviku um árangursmat og sjálfs-
mat stjórnar er talin vera þörf á að fá inn
stjórnarmann sem hefur töluverða reynslu af starf-
semi og áhættustjórnun fjármálafyrirtækja. – hae
Kristín hættir í stjórn Kviku banka
Kristín
Pétursdóttir.
PwC | Bókhald & laun | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
Með nýjum rafrænum lausnum sjáum við um bókhald þitt á
einfaldan og öruggan hátt meðan þú sinnir rekstrinum og hefur
góða yfirsýn yfir stöðuna.
Taktu skrefið inn í framtíðina með okkur, útvistaðu bókhaldinu
og njóttu þess að hafa meiri tíma fyrir þig.
Sjá nánar á www.pwc.is/bokhald
Enginn
tími fyrir
bókhaldið?
Bókhald & laun
Tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir, sem ætlað er að mæta efnahagslegum
áhrifum kórónaveirunnar, bera það
með sér að þær hafi verið samdar
í miklum flýti. Fundargestir fengu
afhent eitt A4-blað með sjö til-
lögum sem flestar voru óáþreifan-
legar. Ríkisstjórnin mun „efna til
virks samráðs“ við hagsmunaaðila
og „skoða að fella tímabundið niður
tekjuöflun“ eins og gistináttaskatt-
inn. Þá verður gripið til „ráðstafana
sem örva einkaneyslu“.
Eina áþreifanlega tillagan er sú að
innstæður Íbúðalánasjóðs í Seðla-
bankanum verða fluttar á innláns-
reikninga í bönkum til að auka
svigrúm til lánveitinga. Þessi áform
hafa legið fyrir í marga mánuði og
því sætir furðu að þau rati inn í sér-
staka aðgerðaáætlun.
Þá vilja stjórnvöld ráðast í mark-
aðsátak til að kynna Ísland sem
áfangastað þegar aðstæður skapast
til þess. Ljóst er að áhrif þess munu
ekki koma fram til skamms tíma
litið. Fyrst þarf að bíða þess að
aðstæður skapist og næst eftir því
að markaðsátakið skili tilætluðum
árangri.
Í uppgangi ferðaþjónustunnar
kappkostaði ríkið að auka skatt-
tekjur af atvinnugreininni.
Virðis aukaskatturinn var hækk-
aður, gistináttaskatturinn með,
og viðraðar voru nýjar leiðir til
tekjuöflunar, svo sem náttúrupassi
og komugjöld.
Hefur viðhorfið breyst? Tekið er
skýrt fram í tillögunum að gisti-
náttaskatturinn verði einungis
afnuminn tímabundið. Í þessu
samhengi er einnig vert að nefna
að í drögum að frumvarpi um
flugvallamál er lagt til að upp-
bygging flugvalla verði fjármögnuð
með skatti á flugrekendur. Í tilfelli
Icelandair, sem glímir í senn við
kyrrsetningu MAX-vélanna og
áhrif kórónaveirunnar, getur upp-
hæðin numið allt að 1,5 milljörðum
króna.
Eftir þrjár vikur munu almenn
laun hækka um 18 þúsund krónur
í samræmi við ákvæði Lífskjara-
samningsins. Launakostnaður í
ferðaþjónustu er nú þegar kominn
að þolmörkum og vandséð er
hvernig greinin getur borið frekari
hækkanir, sérstaklega í ljósi þess að
eftir þrjár vikur er líklegra en ekki
að efnahagsleg áhrif kórónaveir-
unnar hafi magnast upp.
Þetta er alvarleg staða sem krefst
skjótra og afgerandi viðbragða af
hálfu stjórnvalda. Áform um átak í
innviðafjárfestingu eru skref í rétta
átt en fátækleg kynning á óljósum
hugmyndum um skattalækkanir
er ekki sérlega hughreystandi. Og
óhjákvæmilega vaknar sú spurning
hvað hafi komið í veg fyrir að ráð-
herrar hafi getað komið sér saman
um áþreifanlegar tillögur sem
senda skýr skilaboð til atvinnu-
lífsins.
Ósannfærandi
kynning