Fréttablaðið - 11.03.2020, Síða 41
Kærar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og komu og kvöddu
okkar ástkæru móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Ingveldi Höskuldsdóttur
Sérstaklega viljum við þakka bráðavakt
og gjörgæslu Landspítalans fyrir frábæra umönnun.
Hallfríður Kristjánsdóttir Veigar Óskarsson
Ástvaldur Óskarsson Martha Jónasdóttir
Helgi Óskarsson
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær móðir mín,
Arnfríður Ásdís Guðnadóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Grund,
þriðjudaginn 25. febrúar.
Hjartans þakkir færum við starfsfólki á
Grund fyrir hlýju, alúð og góða umönnun.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðni Karl Guðsteinsson
systkini og frændsystkini hinnar látnu.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðbjörg Jóna Ragnarsdóttir
lést á hjúkrunarheimilinu
Brákarhlíð 26. febrúar sl.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey frá
Lágafellskirkju. Sérstakar þakkir færum við
starfsfólki Brákarhlíðar fyrir einstaka umönnun.
Aðstandendur.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamamma, amma og langamma,
Svanhildur Ingvarsdóttir
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis að Klettahrauni 5,
Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 4. mars.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 16. mars kl. 13.00.
Sveinn Þorkell Guðbjartsson
Katrín Sveinsdóttir Kristján Rúnar Kristjánsson
Hildur Dís Kristjánsdóttir Þorgeir Albert Elíesersson
Sveinn Rúnar Þorgeirsson
Svana Lovísa Kristjánsdóttir Andrés Garðar Andrésson
Bjartur Elías Andrésson
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Jóhanna Guðrún
Brynjólfsdóttir
frá Skálholtsvík,
sem lést þann 21. febrúar,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 20. mars og hefst athöfnin kl. 13.00.
Sveinbjörn Jónsson og fjölskylda.
Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir,
tengdafaðir, afi, og langafi,
Guðmundur Valur Einarsson
Miðási 1, Raufarhöfn,
lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 6. mars
síðastliðinn. Útför hans fer fram frá
Raufarhafnarkirkju, laugardaginn 14. mars, kl. 14.00.
Rósa Lilja Sigmundsdóttir
Pálína Sigríður Einarsdóttir
Linda Guðmundsdóttir Þorgeir Hjartarson
Eyrún Guðmundsdóttir Óskar Óskarsson
Örn Guðmundsson Kristín Elva Magnúsdóttir
Smári Guðmundsson
Ríkarður Guðmundsson Lilja Lofn Skúladóttir
Erla Guðmundsdóttir Árni Heiðar Gylfason
Sigmundur Guðmundsson Ingibjörg Hjaltadóttir
Alda Guðmundsdóttir Bjarni Ómar Haraldsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Hrefna Einarsdóttir
lést 3. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför fer fram frá Lindakirkju
mánudaginn 16. mars klukkan 13.00.
Hjalti Ævarsson
Trausti Þór Ævarsson Ástríður Torfadóttir
Svanþór Ævarsson Ásgerður Hákonardóttir
Auður Ævarsdóttir Sigurður Ingi Viðarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Hulda Leifsdóttir er stödd á myndlistarsýningu í Norræna húsinu þegar ég trufla hana með sím-hringingu til að forvitn-ast um erindi hennar
til Íslands frá Finnlandi, en þar hefur
hún búið frá árinu 1993. Í ljós kemur að
hún hefur tekið með sér tólf abstrakt-
málverk til landsins og ætlar að opna
sýningu sem hún nefnir Umbreyting á
sunnudaginn 15. mars, í Galleríi göng-
um í Háteigskirkju. Eiginmaður hennar,
Tapio Koivukari verðlaunarithöfundur,
sem er ókominn til landsins þegar þetta
samtal fer fram, mun lesa þar úr ljóða-
bók sinni Innfirðir. Hún er fyrsta bókin
sem hann skrifar á íslensku en hann
talar málið mjög vel, að sögn Huldu. „Við
völdum að tala alltaf íslensku okkar á
milli,“ útskýrir hún.
Hulda er fædd og uppalin á Ísafirði og
kveðst hafa sýnt þar fyrst. „Ég hef sýnt í
Finnlandi, á Íslandi og á Álandseyjum.
Er starfandi listamaður og kenni flóka-
gerð með, bæði í lýðháskóla og kvöld-
skóla, var f lókalistamaður í allmörg ár,“
segir Hulda sem á 32 ára listaferil að baki
og kveðst hafa fengist við margt á þeim
tíma, meðal annars ljósmyndun. „Núna
er ég bara í abstrakt málverki með akrýl-
litum.“
Hvar skyldi hún hafa kynnst mannin-
um sínum, Tapio Koivukari? „Í heimabæ,
mínum Ísafirði. Þar fékk hann starf sem
smíðakennari við grunnskólann, hann
er sjálfmenntaður handverksmaður.
Tapio hefur haft áhuga á Íslandi alveg
frá því hann var unglingur. Sá áhugi
kviknaði þegar hann fór að lesa Lax-
ness. Sálin hans sagði honum alltaf að
fara norðvestur og hann fór norðvestur,
þess vegna lenti hann á Ísafirði og hitti
mig! Við giftum okkur í Súðavíkurkirkju
og bjuggum nokkur ár á Ísafirði, þá sagði
listamaðurinn ég: „Nú vil ég ævintýri, ég
vil fara til þíns heimalands og prófa að
búa þar.“ Það var látið eftir mér og ég hef
ekkert flutt heim síðan, hugsa að ég verði
gömul í Finnlandi, það er svo gott að búa
þar. Við erum í fallegum 35.000 manna
bæ sem heitir Rauma og er við vestur-
ströndina, þaðan er mikill timburút-
flutningur og þar eru skipasmíðastöð
og pappírsverksmiðja.“
Tapio Koivukari hefur skrifað sjö
sögulegar skáldsögur sem gerast á
vesturströnd Finnlands á fyrri öldum og
tvær sem gerast á Íslandi á 17. öld. Fjórar
þessara bóka hafa komið út í íslenskri
þýðingu Sigurðar Karlssonar. Auk þess
hefur Koivukari sent frá sér smásögur,
leikrit og ljóð og þýtt fjölda íslenskra
skáldverka á íslensku og hlotið verðlaun
og viðurkenningar fyrir verk sín, meðal
annars ein af stærstu bókmenntaverð-
launum Finnlands, Runebergsverðlaun-
in. Svo hefur hann líka haldið áfram að
smíða í lausamennsku, að sögn Huldu.
„Hann er alltaf að hjálpa fólki og hefur
verið að skera út,“ lýsir hún. „Á sumrin
erum við oft að gera við gamla glugga,
hann smíðar og ég mála. Við vinnum
voða mikið saman.“
Sýningin Umbreyting verður opnuð
klukkan 12 á sunnudaginn, ef allt fer
samkvæmt áætlun, og upplestur Tapio
úr bókinni Innfirðir hefst klukkan 13.
Þar fjallar hann um kynni sín af Vest-
fjörðum og Íslandi, ásamt ferðum um
aðra heimshluta, uns hann staðnæmist
í heimahögunum á vesturströnd Finn-
lands. Í bókarlok ferðast skáldið um inn-
firði hugans. gun@frettabladid.is
Völdum að tala alltaf
íslensku okkar á milli
Listahjónin Hulda Leifsdóttir myndlistarmaður og Tapio Koivukari rithöfundur leggja
á sig ferð frá Finnlandi til að halda upp á sextugsafmæli sín með málverkasýningu og
upplestri í Galleríi göngum í Háteigskirkju að lokinni guðsþjónustu á sunnudaginn.
Tapio hefur haft áhuga á Íslandi
alveg frá því hann var ungl-
ingur. Sá áhugi kviknaði þegar
hann fór að lesa Laxness. Sálin
hans sagði honum alltaf að fara
norðvestur og hann fór norð-
vestur, þess vegna lenti hann á
Ísafirði og hitti mig!
„Við vinnum voða mikið saman,“ segir Hulda um þau hjónin Tapio Koivukari og hana.
Eitt af málverkunum hennar Huldu.
1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT