Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 23
Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að verja 10 millj- örðum evra, jafnvirði rúmlega 1.500 milljarða króna, til að milda höggið af völdum veirunnar. B irt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl Þetta flytur sig ekki sjálft! Sixt langtímaleiga einfaldar reksturinn ÞjónustuskoðanirTryggingar og gjöld Hefðbundið viðhaldDekk og dekkjaskipti Kynntu þér kosti langtímaleigu á sixtlangtímaleiga.is eða hafðu samband við viðskiptastjóra Sixt í síma 540 2222 eða á vidskiptastjori@sixt.is. (Atvinnubílar á langtímaleigu koma hreyfingu á hlutina) Innifalið í langtímaleigu: Verð frá: 63.900 kr. á mán. án vsk. Verð með vsk. frá: 79.236 kr. á mánuði. Pantaðu bílinn á sixtlangtimaleiga.is. Evrópusambandið hefur til skoðunar að nota sveigjanleika í reglum sínum um ríkisaðstoð til að aðstoða ríkisstjórnir við að mæta efnahags- legum áhrifum kórónaveirufarald- ursins. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði á mánudaginn að framkvæmdastjórnin væri að skoða leiðir til að heimila ríkisaðstoð í „óvenjulegum aðstæðum“. Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times. Embættismenn Evrópusambandsins vinna nú að því að útbúa tillögur sem aðildar- ríki geta notað til þess að styðja við atvinnugreinarnar sem verða fyrir miklu höggi. Tillögurnar verða lagðar fram á fundi fjármálaráð- herra snemma í næstu viku en hagfræðingar hafa kallað eftir kröftugri viðbrögðum við efna- hagslegum áhrifum faraldursins. Ríkisstjórnir Evrópu undirbúa nú hnitmiðaðar aðgerðir til að styðja við tilteknar atvinnugreinar. Dæmi um ríkisaðstoð sem krefst sérstakrar heimildar frá fram- kvæmdastjórninni eru ríkislán á afsláttarkjörum, skattaafslættir og frestun á skattgreiðslum. Svigrúm er fyrir ríkisaðstoð til fyrirtækja sem glíma við „óvenjulega atburði“ að sögn talsmanns framkvæmda- stjórnarinnar. „Framkvæmdastjórnin er tilbúin að vinna með aðildarríkjunum til að tryggja að hægt sé að grípa tím- anlega til aðgerða í samræmi við reglur Evrópusambandsins,“ sagði talsmaðurinn. Þá er verið að skoða leiðir fyrir ríkisstjórnir til að styðja við laun- þega sem geta ekki mætt til vinnu vegna faraldursins. Frakkar, sem eru á meðal þeirra aðildarþjóða sem hafa kallað eftir viðbrögðum af hálfu Evrópusambandsins til þess að koma megi í veg fyrir efnahags- kreppu, hafa auk þess farið fram á meiri slaka þegar kemur að van- skilum á lánum. Franska f jármálaráðuneytið hefur beðið eftirlitsyfirvöld um að lengja þann tíma sem tekur fyrir lán að vera f lokkað sem vanski- lalán. Það muni veita fyrirtækjum, sem eiga erfitt með að standa í skilum, og bönkum, sem horfa fram á hærri eiginfjárauka, meira svigrúm. Á meðal þess sem deilt er um á meðal ráðherra mismunandi aðildarríkja er hvort þörf sé á víð- tækri og samræmdri innspýtingu í gegnum ríkisfjármálin. Sum ríki hafa sett sig upp á móti aðgerðum sem geta orðið of þensluhvetjandi en með frekari útbreiðslu veirunn- ar getur sú afstaða breyst f ljótt að sögn viðmælanda Financial Times, sem vinnur innan stjórnkerfis Evr- ópusambandsins. Því fyrr, þeim mun betra Mohamed A. El-Erian, yfirhag- fræðingur Allianz og fyrrverandi forstjóri sjóðstýringarfyrirtækisins Pimco, ber verðhrunið sem nú á sér stað á hlutabréfamörkuðum saman við það sem varð í fjármálakrepp- unni árið 2008. Í grein sem hann skrifar í Financial Times segir El- Erian að hræringar á mörkuðum í dag megi rekja til þriggja þátta. „Í fyrsta lagi eru áhrif kórónaveir- unnar bæði samdráttur í framboði og eftirspurn. Þetta grefur undan heimshagvexti. Í öðru lagi er ekki lengur litið svo á að seðlabankar geti minnkað sveif lur á fjármála- mörkuðum með innspýtingu fjár- magns og enn lægri vöxtum. Vextir í Evrópu eru nú þegar orðnir nei- kvæðir,“ segir El-Erian. „Í þriðja lagi hefur ákvörðun Sádi-Arabíu um að fara í olíuverð- stríð, sem hefur lækkað olíuverð um meira en 20 prósent, sett rekstrar- hæfi smærri olíufyrirtækja í hættu og grafið undan fyrirtækjaskulda- bréfamarkaði.“ El-Erian segir að þar sem rót vandans megi ekki rekja til fjár- málastofnana ógni það ekki tauga- kerfi allra þróaðra hagkerfa, þ.e.a.s. greiðslumiðlun og uppgjörskerfum, eins og í fjármálakreppunni 2008. Aftur á móti geti stjórnvöld ekki gripið til jafn áhrifamikilla úrræða. „Of lengi hafa stjórnvöld reitt sig á að peningastefnan styðji við hagvöxt. Of oft hafa hagstjórnar- tæki verið notuð með óskilvirkum hætti eins og 50 punkta lækkun bandaríska seðlabankans í síðustu viku sem fékk dræmar viðtökur á markaðinum,“ skrifar El-Erian. Stjórnvöld þurfi því að beita hnitmiðuðum aðgerðum sem hefta útbreiðslu veirunnar, hlúa að ber- skjölduðum þjóðfélagshópum og leysa sértæk vandamál á fjármála- mörkuðum eins og lausafjárskort. Aðgerðirnar þurfi að vera sam- ræmdar innan stjórnkerfisins sem hefur of lengi reitt sig á hagstjórnar- tæki seðlabanka. „Því fyrr sem þetta er gert, þeim mun öf lugri verður efnahagslega viðspyrnan,“ skrifar El-Erian. thorsteinn@frettabladid.is Aðildarríkin fái að veita ríkisaðstoð Evrópusambandið skoðar leiðir til að heimila aðildarríkjum að veita ríkisaðstoð til að bregðast við áhrifum kóróna veirunnar. Tillögur lagðar fram á fundi fjármálaráðherra aðildarríkja snemma í næstu viku. Óeining um víðtækar og samræmdar aðgerðir. Tóm lestarstöð í Mílanó. Ótti við veiruna hefur lamað framboð og eftirspurn. MYND/GETTY Óvíst hvort lækkun olíuverðs ýti undir einkaneyslu Í umfjöllun Financial Times kemur fram að í venjulegu árferði séu heildaráhrifin af verðlækkun olíu jákvæð vegna aukningar í einkaneyslu og fjárfestingu. Á meðan veirufaraldurinn gengur yfir eru hins vegar litlar vonir um að einkaneysla og fjárfesting vegi á móti. Evrópa er eitt af þeim svæðum sem gætu hugsanlega notið góðs af lækkun olíuverðs. Þumalputta­ regla Seðlabanka Evrópu er sú að lækkun olíuverðs um 10 evrur minnki verðbólgu á evrusvæðinu um 0,3 prósentustig innan tveggja mánaða. „Þetta mun dempa höggið,“ segir Holger Schmieding, hag­ fræðingur hjá Berenberg, í sam­ tali við bandaríska viðskiptaritið, en hann bætir við að áhrifin á fjárfestingu í Bandaríkjunum komi fljótlega fram en ábati til evrópskra neytenda sé lengur að skila sér. Jennifer McKeown hjá Capital Economics segir að 50 prósenta verðlækkun á olíu frá byrjun árs hafi minnkað verðbólgu í OECD­ ríkjunum um eitt prósentustig en fordæmi séu fyrir því að aukning í einkaneyslu vegna lægra olíu­ verðs hafi verið minni en áætlanir hafa gert ráð fyrir. Í ljósi kóróna­ veirufaraldursins sé „sérstak­ lega ólíklegt að heimilin muni bregðast við lægri orkukostnaði með því að eyða meiru“. 1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.