Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 26
Örn Valdimarsson fer fyrir fjárfestingum Eyris Invest og Þórður Magnússon er stjórnarformaður fjárfestingafélaganna. Örn segir að fjárfest sé í sprotum sem státi af öflugri tækni og starfi á markaði sem fari vaxandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI horfir til sjö þema sem snúast um stórar breytingar sem eigi sér stað í heiminum við fjárfestingar. „Því f leiri þemum sem það fyrirtæki sem við erum að skoða fellur að því betra,“ segir hann. Að sögn Þórðar eru þemun aukin áhersla á umhverfisvernd; fólk flytji í auknum mæli úr sveit í borg; aukin áhersla á upplifun sem geti til að mynda lotið að því að kaupa fisk sem veiddur var í hreinu hafi og því séu tækifæri í að sýna fram á rekjanleika fisksins; þjóðir séu að eldast og því sé horft til þess að aðstoða fólk við að öðlast betri heilsu; aukið öryggi á Internetinu en hann segir að okkur geti stafað mikil ógn þaðan hvort sem litið er til hernaðar eða viðskipta; allir séu nú ætíð tengdir netinu og það hefur þau áhrif að samskipti og viðskipta- ferlar færist þangað og loks ber að nefna þemað sjálfvirknivæðingu. Örn segir að horft sé til þess að fjárfesta í sprotum sem státi af öfl- ugri tækni sem hægt sé að byggja ofan á og starfi á markaði sem fari vaxandi til langs tíma. „Það var til dæmis raunin með Marel og Össur. Í tilviki Marels var horft til þess að markaðurinn færi vaxandi á næstu áratugum. Við horfum einnig til þess hvaða það sé sem drífur stjórn- endur fyrirtækjanna áfram. Það er æskilegt til þess að tryggja að upp- bygging fyrirtækjanna sé á réttum forsendum.“ Þórður segir að heiðarleiki hafi ávallt verið leiðarstef í rekstri Eyris. „Þegar ég lít í baksýnisspegilinn á gamalsaldri tel ég að það sé megin- ástæðan fyrir okkar árangri.“ Að ná árangri tekur ellefu ár Hvað er horft til þess að fjárfesta lengi í hverjum sprota? Örn: „Formlega er líftími sjóðsins Eyris Sprota tíu ár. Það má fram- lengja hann í 14 ár. Grunnstefið í stefnu Eyris er að setja sér ekki tíma- mörk. Við höfum reynt að halda því á lofti. Við stofnun sjóðsins not- uðum við slagorð á ensku sem má þýða einhvern veginn svona: Það að ná árangri á svipstundu tekur í raun ellefu ár. Það þarf að gefa sér tíma til að þroska þessi verkefni og vinna með þeim. Góðir hlutir gerast hægt.“ Þórður: „Vegferð fyrirtækjanna verður ekki nákvæmlega eins og lagt var upp með. Að því sögðu þarf að vita hverju maður vill ná fram. Ef það liggur fyrir er hægt að spyrja sig, ef fyrirtækið er ekki að ná flugi, hvort upphaflega hugmyndin hafi ekki verið rétt. Hvað þarf að bæta til að ná árangri? Og leggja í þá vegferð. Gott dæmi um það er fyrirtækið eTactica sem við fjárfestum í. Það þróaði mælitæki til að fylgjast með orkunotkun. Í upphafi snerist lausnin um að draga úr orkunotkun og þar með orkukostnaði. Eftir að umhverfisvernd færðist í aukana breyttist notkunin og mælir hún fyrst og fremst árangur fyrirtækja í að draga úr kolefnisfótspori og með þeim hætti er dregið úr orkunotkun. Þessi breytti hugsunarháttur hefur einnig leitt það af sér að nú eru það æðstu stjórnendur fyrirtækjanna sem taka ákvörðun um kaupin á tækninni. Þannig var það ekki áður.“ Sameinuðust í Saga Natura Þórður segir að sum fyrirtækin í eignasafninu séu komin vel á veg. „Saga Medica og Key Natura sam- einuðust nýverið í Saga Natura. Við vorum hluthafar í þeim báðum. Saga Medica framleiðir fæðubótar- efni úr hvönn og Key Natura gerir það sama úr þörungum. Við sameininguna má samnýta getu til rannsókna og þróunar, framleiðsluaðstöðu, markaðstengsl og fleira. Þau voru bæði á vöruþró- unarstigi en hafa nú ef lst og geta lagt meira kapp á sölu og markaðs- mál. Sameiningin hefur skilað góðum árangri. Jafnvel þótt fyrirtæki sé skipað framúrskarandi vísinda- fólki, þá minnkar hæfni þeirra ef það hefur engan til að ræða við á faglegum nótum. Sú hætta skapast hjá litlum fyrirtækjum. Vísinda- menn og fleiri þurfa frjótt umhverfi og hafa kost á að skiptast á skoð- unum til að ná árangri. Saga Natura hefur þróað nýja aðferð til að rækta þörunga. Hún krefst minna pláss og eykur rekstr- aröryggi. Úr þörungunum er unnið astaxanthin sem hefur jákvæð áhrif á heilsu fólks og gefur laxinum bleika litinn og erninum haukfrána sjón. Í sprotafyrirtækjum eru tvær leiðir færar. Annars vegar er hægt að þróa nýja vöru sem fer á nýjan mark- að og því er eftirspurnin óþekkt. Hin leiðin er að herja á þekktan markað með þekktri eftirspurn með nýrri tækni. Það er leið Saga Natura. Það er til staðar rík eftirspurn eftir astaxanthin nema hvað nýja tæknin er með lægri rekstrarkostnaði og auknu rekstraröryggi. Annað slíkt fyrirtæki í eigna- safninu er Sæbýli sem framleiðir sæeyru sem er dýrasti skelfiskur sem fyrirfinnst í heiminum. Eftir- spurnin er þekkt og verðið er hátt. Hins vegar erum við með nýja tækni sem við höfum mikla trú á. Ef fram fer sem horfir munum við stækka fyrirtækið rétt eins og í til- viki Saga Natura. Ef fyrirtækinu tekst ætlunarverkið, að vera með lægri framleiðslukostnað, á það ansi mikla möguleika á að ná langt. Ísland hentar vel til uppbyggingar þessara tveggja fyrirtækja.“ Lítill áhugi á fjármálum Þórður, það vekur athygli að þú varst fjármálastjóri skipafélagsins Eim- skips í 20 ár en ert nú kominn á kaf í tæknifjárfestingar? Þórður: „Ég sagði þegar ég var ráðinn til Eimskips að ég hefði lítinn áhuga á fjármálum. Ég væri meiri rekstrarmaður. Á þeim tíma kenndi ég markaðsrannsóknir, alþjóðlega markaðsfræði auk alþjóðlegrar fjár- málastjórnunar. Ég er ekki við eina fjölina felldur. Ég hef mest gaman af rekstri og að byggja upp stjórnenda- teymi.“ Fjölbreytt eignasafn „Ég er oft spurður: Þið fjárfestið í sprotum á ansi ólíkum sviðum, hafið þið ekki hugað að því að sérhæfa ykkur?“ segir Þórður. „Ég tel að um 80 prósent af upp- byggingu fyrirtækja séu eins og það sem eftir standi háð hverri atvinnugrein fyrir sig. Það þarf að læra það og setja sig inn í þau mál sem skipta máli en það er mun minni hluti af heildinni. Það er því ekki lykilatriði að vera sérfræðingur á þröngu sviði.“ Það þarf að gefa sér tíma til að þroska þessi verkefni og vinna með þeim. Góðir hlutir gerast hægt. Örn Valdimarsson VIÐ ERUM FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA A4 Hjá fyrirtækjaþjónustu A4 starfa reynslumiklir söluráðgjafar sem veita faglega og persónulega ráðgjöf er varðar innkaup á rekstrar- og skrifstofuvörum. • Hafðu samband við okkur til að tryggja að ykkur vanti aldrei skrifstofuvörur. • Þú getur pantað á A4.is eða haft samband við söluráðgjafa í síma 580 0000 / panta@a4.is. • Við sjáum um að afgreiða og koma með vörurnar til þín, þú sparar bæði tíma og fyrirhöfn. 2019 - 2022 2018 2019 A4 er aðili að eftirfarandi samningum • Samningur við Reykjavíkurborg um skrifstofuvörur og prenthylki. • Samningur við Ríkiskaup um skrifstofuvörur og prenthylki. MARKAÐURINN 11M I Ð V I K U D A G U R 1 1 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.