Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 17
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Félög á vegum viðskiptafélag-anna Gunnars Sverris Harðar-sonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, sem eru meðal ann- ars eigendur fasteignasölunnar RE/ MAX á Íslandi, seldu í byrjun vik- unnar um 2,7 prósenta hlut í Kviku fyrir um 440 milljónir króna, sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Sigurður Bollason fjárfestir keypti meginþorra bréfanna. Gunnar Sverrir og Þórarinn Arnar seldu á mánudagsmorgun alls 54 milljónir hluta í Kviku banka á genginu 8,18 krónur á hlut en um var að ræða bréf sem viðskiptafé- lagarnir áttu í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka. Salan kom ekki til vegna veðkalls, eftir því sem heimildir Markaðarins herma. Viðskiptafélagarnir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Kviku banka síðla árs 2017, áttu fyrir söluna um 9,25 prósenta hlut í fjárfestingar- bankanum. Fram kom í f löggunartilkynn- ingu sem eignarhaldsfélagið RES II, í eigu hjónanna Sigurðar og Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur, sendi Kaup- höllinni í fyrradag að félagið hefði bætt við sig í Kviku í gegnum fram- virka samninga og ætti nú liðlega 6,5 prósenta hlut í bankanum. Auk eignarhlutarins í Kviku eru Gunnar Sverrir og Þórarinn Arnar á meðal stærstu hluthafa Skeljungs með um 8,5 prósenta hlut og þá eiga þeir nærri þrjátíu prósenta hlut í fasteignaþróunarfélaginu Kaldalón. Hlutabréfaverð í Kviku hækkaði um 0,5 prósent í viðskiptum gær- dagsins eftir skarpa 5,8 prósenta lækkun á mánudag og stóð í 7,95 krónum á hlut við lokun markaða. Gengi bréfanna hefur fallið um fjórðung frá áramótum. – hae, kij Seldu nærri þriggja prósenta hlut í Kviku Gunnar Sverrir Harðarson, einn eigenda RE/MAX á Íslandi. Stefnt er að því að gengið verði frá sölu á öllu hlutafé í Borgun í vikunni, samkvæmt heimild- um Markaðarins. Er kaupandinn erlenda greiðslumiðlunarfyrir- tækið Salt Pay og nemur kaupverðið um fimm milljörðum króna, eftir því sem heimildir blaðsins herma. Seljendur eru Íslandsbanki, sem setti 63,5 prósenta hlut sinn í Borg- un í söluferli í byrjun síðasta árs, eignarhaldsfélagið Borgun, sem er samlagsfélag í eigu meðal annars Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis, með 32,4 prósenta hlut, og félag í eigu stjórnenda Borgunar með tveggja prósenta hlut. Samkvæmt samkomulagi um kaupin, sem gert er ráð fyrir að skrifað verði undir síðar í vikunni, munu forgangshlutabréf í Visa Inc. ekki fylgja með. Bréfin, sem Borgun eignaðist þegar það seldi hlut sinn í Visa Europe á árinu 2016, eru bókfærð um þrjá milljarða króna í bókum félagsins en markaðsvirði þeirra er hins vegar talið verið lægra. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum stóðu viðræður um kaupin um nokkurt skeið við tvö erlend félög, þar á meðal greiðslu- þjónustufyrirtæki sem er meðal annars í eigu og stýrt af Ali Mazan- derani, stjórnarmanni í Creditinfo Group. Í þeim viðræðum var gert ráð fyrir að kaupverðið fyrir Borgun yrði í kringum sjö milljarðar króna en ekki lá þá fyrir hvort áðurnefnd forgangshlutabréf í Visa Inc. yrðu látin fylgja með í kaupunum. Corestar Partners hefur verið Íslandsbanka til ráðgjafar í sölu- ferlinu. Rekstur Borgunar hefur gengið erfiðlega á síðustu árum en til marks um það tapaði félagið ríf- lega 972 milljónum króna á síðasta ári borið saman við 1.069 milljón króna tap árið 2018. Rekstrartekjur greiðslumiðlunar- fyrirtækisins voru alls 2.603 millj- ónir króna í fyrra, eftir því sem fram kom í ársreikningi Íslands- banka fyrir árið, samanborið við 2.128 milljónir króna árið áður. Þá jukust launatengd gjöld félags- ins um níu prósent á síðasta ári og námu þá 2.260 milljónum króna. Annar rekstrarkostnaður félagsins var 1.359 milljónir króna. Eignir Borgunar námu um 22,4 milljörðum króna í lok síðasta árs en á sama tíma var eigið fé félagsins liðlega 6,6 milljarðar króna. – hae, kij Fimm milljarða króna sala á Borgun að klárast Íslandsbanki setti hlut sinn í Borgun í söluferli í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í tillögum sem fulltrúar bank-anna hafa kynnt fyrir Seðla-banka Íslands, sem viðbragð til að bregðast við fyrirsjáan-legum lausafjár- og greiðslu- er f iðleikum fyrirtækja vegna efnahagslegra áhrifa af útbreiðslu kórónaveirunnar, er meðal annars lagt til að Seðlabankinn beiti efna- hagsreikningi sínum með því að kaupa sértryggð skuldabréf fyrir- tækja, svo sem fasteignafélaga, á markaði. Slíkar aðgerðir eru sam- bærilegar þeim sem seðlabankar beggja vegna Atlantsála réðust í eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna til að að lækka langtímavexti á markaði. Þá kemur einnig fram í tillögum bankanna, sem hafa verið útfærðar á vettvangi Samtaka fjármálafyrir- tækja (SFF), að ríkið muni bera hluta af þeirri útlánahættu sem fylgir því ef bankarnir koma til móts við fyrir- tæki, einkum í ferðaþjónustu, með aukinni lausafjárfyrirgreiðslu, sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Sömuleiðis er að finna tillögur, sem minna um margt á „Beinu brautina,“ samkomulag stjórnvalda og lána- stofnana 2010 um skuldaaðlögun lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem lúta að því hvernig taka eigi á tímabundnum greiðsluvanda með því að endurskipuleggja skuldir líf- vænlegra fyrirtækja í erfiðleikum. Samkvæmt tillögunum, sem eru margþættar, er jafnframt lagt til að bindiskyldan minnki, vextir Seðla- bankans lækki enn frekar og að svig- rúm fjármálakerfisins til að takast á við tímabundinn lausafjárvanda atvinnulífsins verði aukið með því að draga úr eiginfjárkröfum og sveif lujöfnunaraukinn lækkaður verulega. Sveif lujöfnunaraukinn nemur nú tveimur prósentum eftir að hafa verið hækkaður um 0,25 prósentur 1. febrúar, sem byggðist á ákvörðun Fjármálastöðugleikaráðs ári áður, en nýlega skipuð Fjármála- stöðugleikanefnd kemur saman í fyrsta sinn síðar í þessum mánuði þar sem meðal annars verður rætt hvort endurskoða eigi eiginfjárauka á bankana til lækkunar. Seðlabankinn fundaði með stóru bönkunum síðastliðinn mánudag, samkvæmt heimildum Markaðar- ins, en fram kom á blaðamanna- fundi ríkisstjórnarinnar í gær að hún myndi meðal annars beita sér fyrir virku samráði milli stjórnvalda og Samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð þeirra við erfiðleikum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þannig hefur Yngvi Örn Kristinsson, hag- fræðingur SFF, síðustu daga unnið náið með stýrihópi sjö ráðuneytis- stjóra um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við kórónaveirunni. Stýri- hópurinn var settur á fót undir lok síðasta mánaðar. Útfærðar tillögur ættu að liggja fyrir á allra næstu dögum. Á blaðamannafundi forystumanna ríkisstjórnarinnar kom fram að aðgerðir stjórnvalda munu miða að því að aðstoða fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum, frestir verði veittir á opinberum gjöldum, skoðað verði að fella niður skatta sem eru íþyngjandi fyrir fyrir- tæki landsins og setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir svo dæmi séu tekin. Í samtali við Markaðinn segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, aðgerðirn- ar vera „þýðingarmikið fyrsta skref“. Til að slíkar efnahagsaðgerðir skili hins vegar sem mestum árangri þurfi atvinnulífið, peningamála- yfirvöld og stjórnvöld að ganga í takt. „Þá þurfa aðrir, meðal annars sveitarfélögin, að koma til móts við fyrirtæki í lausafjárerfiðleikum með frestun fasteignagjalda,“ segir Lilja. „Við vitum ekki hversu lengi þetta efnahagsástand varir vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og hversu mikið áfallið verður,“ útskýrir Lilja, „af því að þetta eru fordæmalausar aðstæður. Þess vegna er mikilvægt, einkum í ljósi þess að ferðaþjónustan er okkar stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, að við grípum til umfangsmikilla aðgerða til að milda höggið og tryggja um leið skjóta efnahagslega viðspyrnu.“ hordur@frettabladid.is Seðlabankinn kaupi skuldabréf fyrirtækja SFF kynnt tillögur sem lúta að því að Seðlabankinn kaupi sértryggð skulda- bréf. Ríkið taki á sig hlut útlánaáhættunnar vegna lausafjárfyrirgreiðslu til fyrirtækja. Lilja segir aðgerðir stjórnvalda vera „þýðingarmikið fyrsta skref“. Seðlabankinn hefur boðað í dag, miðvikudag, til sérstaks kynningarfundar um ákvörðun peningastefnunefndar bankans. Fundinum var flýtt um viku en hann átti að fara fram í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við vitum ekki hversu lengi þetta efnahagsástand varir af því að þetta eru fordæma- lausar aðstæður. 1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.