Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 47
ÉG HEF LAGT HJARTA MITT OG SÁL Í ÞESSA PLÖTU OG ALLT SEM VIÐKEMUR HENNI. 100 kr. af hverjum seldum pakka renna til átaksins Mottumars Fyrsta tónlistarmynd-band Ástu Kristínar Pjet-ursdóttir kemur út í dag en hún gaf út sína fyrstu plötu í fyrra, Sykurbað. Hana samdi hún á Flat- eyri þar sem hún stundaði nám við lýðháskólann. Hún segir snjóþung- ann og myrkrið hafa sett lit sinn á plötuna. Blind ást „Lagið Sykurbað fjallar um flókið samband mitt við manneskju sem ég var ástfangin af. Hvernig hann hughreysti mig þegar mér leið illa, hvað allt var gott með honum, en líka hvað allt var slæmt með honum. Lagið fjallar um ást sem er svo blind að þrátt fyrir allt það slæma, þá erum við bara manneskjur og ég myndi gera allt fyrir hann, jafnvel að vaða hnédjúpan snjó berleggjuð. Sem ég þurfti einu sinni að gera, en ég vil ekkert fara nánar út í það hérna,“ segir Ásta dularfull. Henni þykir vænt um lagið, eins og reyndar öll lögin á plötunni. „En það hefur alltaf verið planið að gera myndband við þetta lag, titillag plötunnar. Það er svo mikið af skemmti- legum myndrænum elementum í textanum sem ég leik mér með í myndbandinu. Í myndbandinu leik ég marga mismunandi karaktera, sem grípur í rauninni vel hvernig raunveruleikinn var,“ segir hún. Ásta segir að samband hennar við manneskjuna sem lagið fjallar um hafi verið einstaklega flókið. „Það voru svo miklar upp- og niðursveiflur að mér fannst ég ein- hvern veginn vera margar mann- eskjur í einni. Það fór allt eftir því hvernig hann kom fram við mig og hvernig tilfinningin var hverju sinni.“ Þakklát fyrir hjálpina Rúmlega tuttugu manns leika með Ástu í myndbandinu, mestallt vinir hennar og kunningjar. Hún segist verið ótrúlega þakklát fyrir þeirra framlag. „Við lögðum höfuðið í bleyti varð- andi tökustað, þetta gerðist allt svo f ljótt og við þurftum að vera f ljót að finna stað. Pabbi kennir í Breið- holtsskóla og mér datt í hug að það væri hægt að taka myndbandið upp í hátíðarsalnum þar. Það gekk eftir og við eyddum þar einum laugar- degi í tökur,“ segir hún. Ásta segir að hún hafi gaman af því að reyna gera mikið úr litlu. „Ég tel mér hafa tekist það í þessu myndbandi. Einfalt en áhrifaríkt. Ýmsir leikmunir voru keyptir á nammibarnum í Hagkaupum, Partýbúðinni og í Blómavali,“ segir hún og brosir. Undirbúningsferlið gekk mjög hratt fyrir sig að sögn Ástu. „Ég hafði samband við Viktor í Blindspot-framleiðslu og spurði hann hvort hann væri til í að gera tónlistarmyndband með mér og viku seinna var myndbandið til- búið. Samstarfið gekk ótrúlega vel, framar mínum björtustu vonum, við erum greinilega á sömu bylgju- lengd og allt gekk mjög vel fyrir sig. Við unnum þetta myndband saman, ég sá um svona listræna stjórnun, við leikstýrðum saman og hann sá um eftirvinnslu og tökur,“ segir Ásta. Mamma og pabbi á setti Foreldrar Ástu voru með þeim á sett- inu allan tímann að hjálpa til. „Viktori fannst það svolítið fyndið að mamma og pabbi væru að hjálpa mér að gera tónlistarmyndband, en mér fannst það svo fínt. Ég treysti þeim fullkomlega og þau stóðu sig svo vel. Mamma þurfti til dæmis að sturta glimmeri yfir mig og hjálpa mér að líma nammi í hárið á mér,“ segir hún og hlær. Margt hefur gerst í lífi Ástu á þeim tíma sem er liðinn frá því að hún gaf út plötuna. „Ég spilaði á Iceland Airwaves í fyrsta skipti og var valin af hátíðinni sem besti nýi listamaðurinn. Síðan hélt ég hélt útgáfutónleika í Hátíða- sal MR rétt fyrir jól. Ég fór líka í fyrsta skipti til New York og hélt tónleika í Rockwood Music Hall. Það var æðislega gaman að spila fyrir fullum sal á stað sem maður hefur aldrei komið á. Geggjað að spila í þessari einstöku borg á svona sögu- frægum stað. Það er klikkað að spila á sama sviði og Lady Gaga spilaði á áður en hún varð fræg.“ Sykurbað tilnefnt Hún segist vera dugleg að semja og vera komi með fullt af nýjum lögum. „Ég ræð ekkert við sjálfa mig. Er komin með fullt af nýjum lögum sem ég get ekki beðið eftir að fara að vinna meira í. Mig klæjar alveg í fingurna, langar svo að byrja að vinna í nýju efni. Svo er meira sam- starf í kortunum, en ég get ekki sagt neitt meira um það í bili,“ segir Ásta. Ásta er tilnefnd til þrennra verð- launa á Íslensku tónlistarverð- laununum, þar á meðal fyrir lagið Sykurbað. „Ég á eiginlega ekki til orð yfir þetta, það er svo mikill heiður. Auðvitað skipta tilnefningar og verðlaun ekki öllu máli, en það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir þá vinnu sem maður leggur á sig. Því ég hef lagt hjarta mitt og sál í þessa plötu og allt sem við kemur henni,“ segir Ásta. Hægt er að sjá myndband Ástu við lagið Sykurbað  á vef Frétta- blaðsins. steingerdur@frettabladid.is Spilaði á sama sviði og Lady Gaga Ásta Kristín er tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, þar á meðal fyrir lagið Sykurbað. Myndband við lagið kemur út í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ásta gaf út sína fyrstu plötu, Sykur- bað, í fyrra. Henni var vel tekið en í dag kemur út mynd- band við titillag plötunnar, en lagið er tilnefnt sem lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaun- unum. Ásta naut dyggrar aðstoðar foreldra sinna á setti. 1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.