Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 1 . M A R S 2 0 2 0 Krónan mælir með! Besta uppskeran núna! Formenn ríkisstjórnarf lokkanna kynntu, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum, viðbragðsaðgerðir vegna þeirra efnahagslegu af leiðinga sem COVID-19 faraldurinn hefur í för með sér. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðgerðirnar muni hafa neikvæð áhrif á ríkissjóð, en að hann standi þó vel og ríkið sé í góðri stöðu til lántöku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VIÐSKIPTI Stefnt er að því að gengið verði frá sölu á öllu hlutafé í Borgun í vikunni, samkvæmt heimildum Markaðar ins. Er kaupandinn erlenda greiðslumiðlunarfyrir- tækið Salt Pay og nemur kaupverðið um fimm milljörðum króna, eftir því sem heimildir blaðsins herma. Seljendur eru Íslandsbanki, sem setti 63,5 prósenta hlut sinn í Borg- un í söluferli í byrjun síðasta árs, eignarhaldsfélagið Borgun, sem er samlagsfélag í eigu meðal annars Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis, með 32,4 prósenta hlut og félag í eigu stjórnenda Borgunar. með um tveggja prósenta hlut. Forgangshlutabréf í Visa, sem Borgun eignaðist við sölu á hlut sínum í Visa Europe 2016, fylgja ekki með. – hae, kij / sjá Markaðinn Sala á Borgun að klárast COVID -19 Ellefu ný tilfelli af COVID -19 sjúkdómnum voru greind hér á landi í gær. Minnst sex þeirra eru innanlandssmit. Fjöldi smitaðra var því kominn í 76 þegar Fréttablaðið fór í prentun og eru allir í einangrun. Auk þeirra eru um 600 manns í sóttkví. Faraldurinn hefur æ meiri áhrif á dagleg störf í landinu. Málflutningi sem fara átti fram í Hæstarétti í dag hefur verið frestað þar sem einn dómaranna er í sóttkví. „Það er auðvitað mikil óvissa uppi og við munum í raun og veru þurfa að vera í mjög reglulegu mati á aðstæðum,“ segir Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra. Formenn ríkisstjórnarf lokkanna kynntu efnahagsaðgerðir vegna áhrifa COVID-19 á blaðamannafundi. Aðgerðirnar eru í sjö liðum. Fyrir- tækjum í erfiðleikum verður veitt svigrúm vegna skatta, gistinátt- agjald afnumið tímabundið, Ísland markaðssett, ráðstafanir gerðar til að örva einkaneyslu, opinberum framkvæmdum f lýtt, innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum fluttar á innlánsreikninga og efnt verður til samráðs við fjármálafyrirtæki um viðbrögð við greiðsluerfiðleikum. „Við getum komist í gegnum það tímabil með markvissum aðgerð- um,“ segir Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra. Viðbrögð stjórnarandstöðu eru blendin. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, formaður Viðreisnar, segist undrandi á að ríkisstjórnin sé ekki undirbúin og meira afgerandi aðgerða sé þörf. Undir það tekur Logi Már Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar. „Þetta eru ágætis fyrstu skref en það þarf að gera meira,“ segir hann. – sar / sjá síðu 4 Aðgerðir í sjö liðum Ellefu ný tilfelli af COVID-19 voru greind í gær. Ríkisstjórnin kynnti efnahags- aðgerðir vegna faraldursins en viðbrögð stjórnarandstöðunnar eru blendin. Þetta eru ágætis fyrstu skref en það þarf að gera meira. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar VIÐSKIPTI Á meðal tillagna sem viðskiptabankarnir hafa kynnt Seðlabanka Íslands, sem viðbragð til að bregðast við fyrirsjáanlegum lausafjár- og greiðsluerfiðleikum fyrirtækja, er að Seðlabankinn beiti efnahagsreikningi sínum með því að kaupa sértryggð skuldabréf fyrirtækja, svo sem fasteignafélaga, á markaði. Slíkar aðgerðir eru sam- bærilegar þeim sem seðlabankar beggja vegna Atlantsála réðust í eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna í þeim tilgangi að lækka langtíma- vexti og auka lausafé í umferð. Þá er einnig lagt til að ríkið muni bera hluta af þeirri útlánahættu sem fylgir því ef bankarnir koma til móts við fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, með aukinni lausa- fjárfyrirgreiðslu. – hae / sjá Markaðinn Bankinn kaupi bréf fyrirtækja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.