Fréttablaðið - 11.03.2020, Side 31
Hér á Íslandi er
miðasala óveru-
legur hluti tekna liðanna í
efstu deild karla.
Forseti Kína heimækir Wuhan í fyrsta skipti frá heimsfaraldriSkotsilfur
Ítalía er lokuð og ítalski boltinn með. Ekki verður leikið í Seríu A, efstu knattspyrnudeild þar
í landi, fyrr en í fyrsta lagi 3. apríl.
Áður hafði verið ákveðið að leikið
Leikið fyrir lyktum dyrum?
Björn Berg
Gunnarsson
deildarstjóri
fræðslu og
greiningar hjá
Íslandsbanka
yrði fyrir luktum dyrum og slíkt
hefur einnig verið í umræðunni
annars staðar, meðal annars á Spáni
þar sem stúkurnar verða tómar
næstu tvær vikurnar.
Ef áhorfendapallar leikvanganna
verða auðir kemur það að sjálfsögðu
til með að hafa áhrif á fótboltann og
ekki bara stemninguna á leikjum.
Lítið má út af bregða í rekstri
margra knattspyrnufélaga og miða-
sala getur verið mikilvæg tekjulind,
en mis mikilvæg þó.
Hér á Íslandi er miðasala óveru-
legur hluti tekna liðanna í efstu
deild karla. Hjá KR-ingum nemur
hún um 5% heildartekna svo dæmi
sé tekið og áætlar Evrópska knatt-
spyrnusambandið, UEFA, að meðal-
talið sé um 4% meðal liðanna í efstu
deild. Í fimm stærstu deildum Evr-
ópu er hlutfallið þó hærra eða um
12-18%. Norðurlöndin eru misjöfn
hvað þetta varðar. Þannig skilar sala
aðgöngumiða 7% tekna danskra
félaga, 11% í Færeyjum, 15% í Nor-
egi, 17% í Finnlandi og heilum 24%
í Svíþjóð.
Ein deild sker sig þó með áber-
andi hætti frá öllum öðrum efstu
deildum álfunnar að þessu leyti en
það er skoska úrvalsdeildin. Hvergi
skiptir miðasala jafn miklu máli
og skilar hún vel yfir 40% heildar-
tekna félaganna tólf. Ástæðan er
ekki síst sú að tekjur af sjónvarps-
útsendingum eru óvenju litlar en
leikvangarnir stórir og stuðningur-
inn góður. Þannig þénaði núverandi
botnlið Hearts um tífalt meira af
sölu aðgangsmiða en sjónvarps-
útsendingum á liðnu ári.
Þar sem f járhagur nær allra
skoskra úrvalsdeildarliða er, eins
og Ian Durrant í leik við Aberdeen,
á hættusvæði er hætt við að áhorf-
endabann eða stytting tímabils
gæti haft afdrifaríkar af leiðingar
í för með sér fyrir knattspyrnuna
þar í landi. Ef til vill eru þetta
óþarfa áhyggjur hjá mér en mér til
vorkunnar á ég miða á fjóra skoska
leiki næstu vikuna.
Áhættufælni hef ur rokið upp á innlend-um og erlendum fjár-málamörkuðum síð-ustu vikur í kjölfar hraðrar útbreiðslu
kórónaveirunnar. Heimshlutabréfa-
vísitalan hefur lækkað skarpt, olíu-
verð hrunið og ávöxtunarkrafan
á bandarísk ríkisskuldabréf hefur
hrapað niður á áður óþekktar
slóðir. Seðlabankar og ríkisstjórnir
hamast nú við í orði og verki að
sporna gegn versnandi fjármála-
legum skilyrðum og draga úr því
þunga efnahagshöggi sem er orðið
óhjákvæmilegt af sökum veirunnar.
Til að gera sér grein fyrir skal-
anum á þessu höggi er vert að hafa
tvennt í huga. Fyrir það fyrsta þá
hefur Alþjóða efnahags- og fram-
farastofnunin (OECD) fært heims-
hagvaxtarspá sína í 1,5% úr 2,9%
fyrir 2020 ef kórónaveiran breiðist
frekar út og í öðru lagi þá lækkaði
seðlabanki Bandaríkjanna stýri-
vexti um 0,5 prósentur á neyðar-
fundi í síðustu viku. Horfur fyrir
heimsbúskapinn hafa því ekki
verið verri síðan 2009 og banda-
ríski seðlabankinn hefur að sama
skapi ekki haldið neyðarfund síðan
í október 2008. Markaðsaðilar búast
einnig við frekari vaxtalækkunum
upp á 0,75 prósentur frá seðlabanka
Bandaríkjanna í næstu viku.
Ytri efnahagsleg skilyrði Íslands
hafa því gjörbreyst á skömmum
tíma og magna nú upp þær veiku
horfur sem Seðlabankinn setti fram
í efnahagsspá sinni í byrjun febrúar.
Þótt áhrif kórónaveirunnar gætu
reynst tímabundin er ljóst að hag-
vaxtarhorfur hafa versnað verulega.
Íslensk ferðaþjónusta mun finna
fyrir þessum versnandi ytri skilyrð-
um en allt bendir til hríðminnkandi
ferðabókana um allan heim þar sem
heimsvísitala greinarinnar er nú í
lægstu gildum sem hafa mælst síðan
í byrjun árs 2011. Vandinn hérlendis
er að ferðaþjónustan vegur þungt í
þjóðarbúskapnum og vel umfram
það sem þekkist í nágrannalöndum
okkar en samkvæmt Alþjóðaferða-
málaráðinu vegur greinin að fullu
(bein og óbein áhrif) um 32,5% af
vergri landsframleiðslu en einungis
um 9,0% á Norðurlöndunum.
Auk þessara ytri áhrifa má
ætla að fjölgun innanlandssmits
á kórónaveirunni muni draga úr
einkaneyslu og valda skörpum
lækkunum á væntingum íslenskra
neytenda og fyrirtækja. Vert er að
minnast á að neytendur hérlendis
höfðu ekki verið svartsýnni í sex ár
í febrúar. Fyrirtæki hafa sömuleiðis
sýnt þverrandi áhuga á að bæta við
sig starfsfólki að undanförnu og lík-
legt er að sú þróun haldi áfram inn
í sumarið.
Samstilltur skellur blasir því við
þar sem að ytra og innra byrði hag-
kerfisins virðast á leið í tímabundið
frost og ekki er hægt að útiloka lang-
varandi áhrif á efnahagslífið. Gera
má ráð fyrir að framleiðsluslakinn
aukist verulega næstu misseri.
Óháð aðgerðum ríkisstjórnar-
innar til að draga úr væntum efna-
hagserfiðleikum þarf einnig að
nýta hefðbundin stýritæki Seðla-
bankans. Auðveldara mun reynast
að vinda ofan af kröftugum og
fyrirbyggjandi vaxtalækkunum ef
þær reynast of skarpar þegar fram
í sækir heldur en að missa frá sér
hraðbreytanlegar aðstæður vegna
ofurvarkárni. Ekki má heldur úti-
loka að hlutlausir raunvextir séu
verulega lægri en nú er áætlað
og hærra óvissustig gæti verið að
þrýsta þeim enn neðar.
Auk þess er töluvert svigrúm
fyrir veikari krónu að örva fjár-
málaleg skilyrði án þess að valda
óvelkomnu verðbólguskoti vegna
traustrar kjölfestu verðbólgu-
væntinga, hríðlækkandi olíuverðs
og þess mikla framleiðsluslaka
sem nú er að myndast. Tempruð
lækkun á nafngenginu er sá f lötur
miðlunarferlis peningastefnunnar
sem líklegast mætir minnsta við-
náminu um þessar mundir og má
hafa í huga að raungengið er enn
um 8,5 prósentustigum yfir meðal-
tali síðasta aldarfjórðungs og hefur
staðið óbreytt síðan í lok 2018.
Efnahagslegar aðstæður innan-
lands og erlendis eru þannig að
versna hratt og þörf er á frekari
aðgerðum til að vinna gegn væntu
höggi á útf lutningsgreinarnar og
innlenda eftirspurn. Þessi samstillti
skellur reynist síðan vonandi tíma-
bundinn. Ef svo er þá yrði hagkerfið
á ágætis stað síðar á árinu með vind
í seglin frá lágu olíuverði og bættum
fjármálalegum skilyrðum ef rýmið
til vaxtalækkana verður nýtt af
krafti.
Gerbreyttar efnahagsaðstæður
Forseti Kína, Xi Jinping, heimsótti borgina Wuhan í fyrsta skipti í gær frá því að kórónaveiran uppgötvaðist. Fyrstu tilfelli sjúkdómsins fundust
þar. Sagt er að það tákni að Kínverjar telji sig hafa komið böndum á dreifingu veirunnar. Í gær fundust 19 ný tilfelli af kórónasmiti í Kína saman-
borið við nokkur hundruð fyrir tveimur vikum. Um er að ræða minnsta fjölda nýrra tilfella frá því að mælingar hófust. MYND/AFP/XINHUA/XIE HUANCHI
Aðstoðar
Icelandair
Bjørn Rich ard
Johan sen,
norskur sér-
fræðingur í
áfallastjórnun
og almanna-
tengslum, hefur
verið fenginn til
þess að aðstoða Icelandair á sviði
markaðs- og kynningarmála en
hann vinnur nú meðal annars
með stjórnvöldum – í gegnum
Stjórnstöð ferðamála – að undir-
búningi sérstaks markaðsátaks á
áfangastaðnum Íslandi á erlendri
grundu. Átakið er liður í aðgerðum
stjórnvalda til þess að mæta efna-
hagsáhrifum kórónaveirunnar.
Bjørn er Íslendingum að góðu
kunnur en hann veitti meðal ann-
ars erlendum kröfuhöfum Glitnis
og Kaupþings ráðgjöf fyrir fáeinum
árum, auk þess sem hann starfaði
fyrir íslensk stjórnvöld í kjölfar
bankahrunsins haustið 2008.
Þrír standa eftir
Adam var ekki
lengi í paradís.
Gullgröftur í
ferðaþjónustu
er liðin tíð og
ógæfan eltir
atvinnugreinina á
röndum. Bjarnheiði
Hallsdóttur, formanni Samtaka
ferðaþjónustunnar, fer að skorta
fingur til að telja upp öll áföllin:
Sterk króna, gjaldþrot WOW air, hár
launakostnaður, kórónaveiran og
færri ferðamenn. Mörg fyrirtæki
munu ekki getað troðið mar-
vaðann. Þess vegna er talað um
að einungis þrjár hótelkeðjur
muni standa eftir með pálmann í
höndum: Arion banki, Íslandsbanki
og Landsbankinn. Spurning hvort
það gefi ekki tilefni til að sameina
Samtök fjármálafyrirtækja við
Samtök ferðaþjónustunnar?
Helgi hættur
Helgi Júlíusson,
sem hefur starfað
sem sjóðsstjóri á
sviði sérhæfðra
fjárfestinga hjá
Landsbréfum frá
árinu 2013, meðal
annars sem fram-
kvæmdastjóri framtakssjóðsins
Icelandic Tourism Fund, er hættur
störfum hjá sjóðastýringarfyrir-
tækinu. Framtakssjóðurinn seldi
sem kunnugt er Arctic Adventures
stærstu eignir sínar í lok síðasta
árs. Helgi hefur auk þess starfað
sem forstjóri Pennans, fjármála-
stjóri Eimskips og í fyrirtækjaráð-
gjöf Kaupþings.
Óháð aðgerðum
ríkisstjórnarinnar
til að draga úr væntum
efnahagserfiðleikum þarf
einnig að nýta hefðbundin
stýritæki Seðlabankans.
Birgir
Haraldsson
sérfræðingur á
sviði blandaðra
sjóða hjá Akta
sjóðum
1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R16 MARKAÐURINN