Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 36
Hildigunnur Þráinsdóttir, markaðsstjóri Heimkaup.is, segist líta svo á að fyrirtækið gegni mikil- vægu hlutverki í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Hildigunnur Þráinsdóttir, markaðsstjóri Heimkaup. is, segist líta svo á að fyrir- tækið gegni mikilvægu hlutverki í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi við að þjóna þeim sem vilja forðast margmenni og ekki síst þeim sem eru í sóttkví, enda má fólk í sóttkví ekki fara sjálft eftir aðföngum samkvæmt leiðbein- ingum frá Embætti landlæknis. „Heimkaup.is er eina mat- vöruverslunin sem er eingöngu á netinu. Fólk verslar hjá okkur heiman frá sér, snertir ekki inn- kaupakerrur eða þess háttar og enginn kemst í snertingu við vör- urnar fyrr en við af hendum þær. Öryggið er þannig mjög mikið. Öll dagvara, það er matvara og heimilisvara, er af hent einum til þremur klukkustundum eftir að pantað er, við keyrum heim að dyrum. Fók kaupir bæði meira í einu og hópurinn sem pantar hjá okkur er að breikka, mikið af eldra fólki sem er í áhættuhópi er að panta meira hjá okkur núna.“ Öryggisráðstafanir í samvinnu við Vinnuvernd Heimkaup.is hefur gripið til mjög strangra ráðstafana til að standast allar þær kröfur sem yfirvöld og viðskiptavinir gera þessar vikurnar. „Við höfum í samstarfi við fyrirtækið Vinnuvernd breytt öllu vinnuskipulagi hjá okkur svo ekkert út af bregði, það er grundvallaratriði að við höfum toppfólk til að þjónusta viðskipta- vini okkar. Vinnuvernd kom í heimsókn til okkar til að fræða starfsfólk um veiruna og smit- leiðir og hvernig best sé að haga af hendingum og vinnu í vöruhúsi. Allir munu fylgja mjög skýrum ferlum. Fólk sem hefur aðstöðu til að vinna heima gerir það en svo höfum við líka leigt skrif- stofu í öðru húsnæði til að klippa á samgang milli skrifstofufólks og mikilvægasta starfsfólksins; fólksins í tínslu og útkeyrslu. Frá og með deginum í gær er ekkert fólk á skrifstofunum.“ Hildigunnur segir að innleiðing nýrra ferla hafi gengið vel og að allir skilji mikilvægi sitt. Starfsfólki skipt í hópa Til að reyna að takmarka útbreiðslu veirunnar mælast heilbrigðisyfirvöld óhikað til þess að fólk fari í sóttkví þegar aðstæður krefjast þess. Heim- kaup.is ætlar að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að starfsfólk á lager fari í sóttkví. „Í samráði við Vinnu- vernd höfum við skipt starfs- fólki í tínslu og útkeyrslu í hópa sem ekki umgangast og vinna á ólíkum tímum. Hver hópur hefur sína kaffivél, við hættum að nota sameiginlega snertiskjái og svo mætti lengi telja.“ Þá segir hún að spritt sé nú staðalbúnaður hjá starfsfólki, það snerti ekki hurðarhúna eða handföng með berum höndum og þrifið er milli vakta í vöruhúsi. Bílstjórar nota nýja einnota hanska við hverja af hendingu og setja í sérstaka poka í bílunum eftir hvert stopp. Sendingar eru skildar eftir við dyr viðskiptavina Öruggasta matvöruverslunin er á netinu hjá Heimkaup.is Sprenging hefur orðið í heimsendingu á matvöru á Heimkaup.is síðastliðna daga og ekkert lát er á. Fyrirtækið hefur nú þegar fjölgað starfsfólki í tínslu og útkeyrslu og mun bæta enn frekar í á næstu dögum en þannig kemur það fólki til aðstoðar sem kemst ekki úr húsi til að versla. Heimkaup.is er eina matvöruversl- unin sem er eingöngu á netinu. Það er hægt að gera öll innkaup heimilisins hjá Heimkaup.is, afar þægilegt. ef þeir óska eftir því. Hildigunn- ur segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar þetta ástand skall á en það hafi komið þægilega á óvart hvað fólk taki þessum ráð- stöfunum af miklu æðruleysi og að allir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum. „Þetta þjappar okkur saman, þó ekki of þétt, svona í efnislegum skilningi.“ Hvað á að gera í sóttkví? Á forsíðu Heimkaup.is er hnappur fyrir fólk sem er í sóttkví, „Fastur/ föst heima“ þar sem er að finna vörur með langt geymsluþol og þær vörur sem Embætti land- læknis telur æskilegt að séu til á heimilum í heimsfaraldri. „Þetta hljómar allt svo ógurlega eitt- hvað,“ segir Hildigunnur. „En f lest erum við jafn hraust og örugg og við vorum áður en kórónaveiran barst til landsins. Við höfum sett fjöldann allan af vörum inn í f lokkinn „Föst heima“ sem eru skemmtilegar og stytta fólki stundir, spil, bækur og púsl. Þau eru nokkur sem hafa sagt okkur hinum frá sinni sóttkví í fjöl- miðlum og þau gera það besta úr því. Þá gefst tími til að gera ýmislegt sem alla jafna er ekki á dagskrá. Við alla vega vonum það besta, fylgjumst vel með fréttum og gætum að öryggi okkar og fólksins í kringum okkur.“ Heimkaup.is er stærsta net- verslun á Íslandi. Á síðunni fæst öll matvara og heimilisvara og er af hent samdægurs á höfuðborgar- svæðinu. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 M I ÐV I KU DAG U R 1 1 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.