Hugur og hönd - 2018, Qupperneq 3
4 HUGUR OG HÖND 2018
Það er alltaf gleðiefni þegar ársrit Heimilisiðnaðar-
félags Íslands Hugur og hönd kemur út. Ritið nýtur
virðingar og hefur fyrir löngu skipað sér heiðurssess
á meðal handverksfólks enda komið út í rúma hálfa
öld. Hugur og hönd er mikilvæg stoð í starfi félagsins,
stolt okkar og sómi.
Á þessu ári er 100 ára afmælis fullveldis Íslands
minnst. Af því tilefni auglýsti afmælisnefnd skipuð
af Alþingi eftir styrkumsóknum vegna dagskrárliða
á afmælisárinu. Félagið hlaut styrk fyrir verkefni
sitt ÚT ÚR SKÁPNUM – ÞJÓÐBÚNINGANA Í
BRÚK! en markmið þess er að vekja athygli á þjóð-
búningum og hvetja til notkunar þeirra. Styrkurinn
skapar hvatningu og tækifæri til að standa enn betur
að þeim viðburðum sem hefð er fyrir, svo sem Þjóð-
búningakaffi í Hannesarholti og Þjóðbúningadegi í
Safnahúsinu. Einnig opnast möguleiki á að hrinda í
framkvæmd nýjum hugmyndum. Ein þeirra var þegar
gestum og gangandi bauðst að koma í Nethyl og fá
ráðgjöf og ráðleggingar sérfræðinga um þjóðbúninga,
búningahluta og búningasilfur. Eins og greint er frá
í sérstakri grein hér í ritinu er skemmst frá því að
segja að viðburðurinn sló í gegn. Fullt var út úr dyrum
og fjölmargir fengu svör við erindum sínum, en við-
kvæði margra var að þeir hefðu lengi ætlað að draga
búningana út úr skápunum.
Einu sinni á ári hittast fulltrúar frá Noregi, Sví-
þjóð, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi og Íslandi og
bera saman bækur sínar undir formerkjum Nordens
husflidsforbund. Að þessu sinni bættust við fulltrúar
frá Heimavirki í Færeyjum en félagið hefur verið
óvirkt í samtökunum um langt skeið. Á meðal sam-
starfsverkefna þetta árið eru handaverksbúðir fyrir
ungmenni á aldrinum 16-22 ára sem haldnar verða
í Noregi í byrjun ágúst. Norðmenn sjá um skipulagið
en hvert þátttökuland leggur til einn kennara. Mælst
var til þess að kennarar væru undir þrítugu. Í þessu
fólst skemmtileg áskorun þar sem félagsmenn HFÍ
eru sannarlega ekki á aldrinum 16-22 ára og enginn
kennari Heimilisiðnaðarskólans undir þrítugu.
Frábær kennari fékkst til fararinnar, Auður Björt
Skúladóttir og mun hún kenna áhugasömum að
prjóna lopapeysu. Átta þátttakendur fara frá Íslandi
auk fararstjóra og kennara. Í þessu verkefni felst
ánægjulegt tækifæri til huga að ungu fólki – í því
felst framtíðin.
Heimilisiðnaðarfélagið hefur undanfarin ár kynnt
starfsemi sína á Handverkshátíðinni á Hrafnagili
í ágúst. Á hátíðinni á síðasta ári buðu félagsmenn
gestum og gangandi að læra gamla íslenska kross-
sauminn. Lifandi þátttaka gesta mæltist einstaklega
vel fyrir enda áhugi á útsaumi vaxandi um þessar
mundir. Þátttaka á Hrafnagili er mikilvæg leið fyrir
félagið til að kynna starfsemi sína á landsvísu en til
hátíðarinnar kemur mikill fjöldi gesta alls staðar
að af landinu. Við munum ekki láta okkur vanta á
Hrafnagil þetta árið og hvetjum félagsmenn sem leið
eiga um hátíðina til að koma við á bás HFÍ.
Sjálfboðavinna í nefndum er mikilvægasti þátturinn
í starfi félagsins. Í góðum félagsskap verða hin fjöl-
breyttustu verkefni bæði gefandi og skemmtileg.
Heimilisiðnaðarfélagið væri ekkert án félagsmanna
sinna sem margir leggja félaginu lið á einn eða annan
hátt í sjálfboðavinnu. Ég þakka öllum þeim sem lagt
hafa sitt að mörkum til að gera félagið að því sem það
er í dag. Framtíð Heimilisiðnaðarfélagsins er björt.
Margrét Valdimarsdóttir,
formaður Heimilsiðnaðarfélags Íslands
Formannspisti l l
2018 HUGUR OG HÖND 5