Hugur og hönd - 2018, Page 7
12 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 13
var haldið. Þegar Inga Arnar fór að vera með þjóð-
búninganámskeið hér á Akureyri saumaði ég mér 19.
aldar upphlut. Einnig saumaði ég þá upphlut á yngstu
dóttur mína. Svo fór ég ásamt fleiri konum hér að
sauma faldbúning. Nú í nokkur ár hafa kennarar frá
Heimilisiðnaðarfélagi Íslands komið norður eina
helgi í mánuði yfir veturinn. Námskeiðin eru haldin
í gamla Húsmæðraskólanum á Laugalandi í samvinnu
við Þjóðháttafélagið Handraðann. Það er mikill áhugi
á þjóðbúningasaumi hér um slóðir og margar ungar
konur komnar í hópinn. Þessi búninganámskeið á
Laugalandi eru svo vel sótt að bæta þurfti þriðja deg-
inum við þannig að saumahelgarnar eru orðnir þrír
dagar en ekki tveir. Fólk bíður eftir að komast að.
Svo er líka lúxusvandamál hve erfitt er að losna við
þær sem ljúka við búninga því þær byrja bara á nýjum!
Þannig að ég er að sauma peysuföt núna á elstu dóttur
mína. Það er ákaflega mikilvægt fyrir okkur hér fyrir
norðan að fá þessa aðstoð og kennslu frá Heimilis-
iðnaðarfélaginu og kennararnir eru alveg einstakir.
Námskeiðin sækja líka konur úr Þingeyjarsýslu og
úr Skagafirði. Þegar ég fermdist saumaði mamma á
mig hvítan kyrtilbúning. Þetta var rétt áður en ferm-
ingarkyrtlarnir voru teknir upp í kirkjum og ég fékk
veglegt stokkabelti í fermingargjöf. Þjóðbúningarnir
hafa því fylgt mér lengi.“
Söfnun og útgáfa
Næst snúum við talinu að söfnun Jennýjar. „Ég fór
snemma að safna handavinnu þannig að nú á ég heil-
mikið textílsafn. Hvað verður um það veit ég ekki en
mér er nokkuð sama hvert á land það fer ef það fær
viðeigandi umgjörð og verður sýnilegt. Ég vil líka helst
að fólk geti skoðað, þreifað og þuklað á einhverjum
J e n n ý m e ð ge r s e m a r n a r s í n a r.
V í ra v i rk i – J e n n ý s m í ð a ð i .
hluta þess án hvítra hanska. Þannig getur það fundið
fyrir efni og áferð og fengið hlutdeild í sögu fólksins
sem lagði metnað og mikla vinnu í að skreyta og fegra
heimili sín. Mig langar ekki að setja það á safn þar
sem það yrði sett í kassa og geymslur og látið liggja
þar. Handavinna er hluti af menningararfi okkar sem
bæði verðskuldar og þarf að vera komandi kynslóðum
sýnileg. Munstrum hef ég safnað líka. Fólk fór að leita
til mín eftir munstrum af þessu og hinu. Ég fór því að
taka saman munstur, ljósrita og setja í hefti og selja
á Handverkshátíðinni á Hrafnagili. Einnig fór ég að
endurútgefa elstu íslensku handverksbækurnar, t.d.
Leiðarvísi til að nema ýmsar kvenlegar hannyrðir
sem kom út 1886 og Leiðarvísi til að nema ýmsar
hannyrðir og fatasaum frá 1928, sem og þrjú jurta-
litunarkver frá 20. öld og tvö smíðakver frá 19. öld.
Útgáfan hlóð svo utan á sig eins og snjóbolti og er í
raun tvískipt. Annars vegar er endurútgáfa á þessum
gömlu bókum eins og þær voru upprunalega nema
ég bætti gjarnan við smá formála um höfundana.
Ég hafði samband við afkomendur höfunda þar sem
þess þurfti og fékk ómældar þakkir fyrir að vekja
athygli á verkum þeirra. Þó að ég fengi þakklæti úr
ýmsum áttum var þetta líka litið hornauga af sumum
sem töldu að þetta gæti vart staðið undir því að
vera útgáfa. Hins vegar hef ég verið að taka saman
munstur héðan og þaðan og sett saman í þemahefti.
Samtals eru þetta orðnir 48 titlar. Markmiðið var að
koma þessu til sem flestra sem hafa áhuga á hand-
verki og til hönnuða sem vonandi geta nýtt sér þetta
efni sem einskonar hugmyndabanka. Af því að ég geri
þetta allt sjálf á þennan einfalda og ódýra hátt hafa
heftin farið víða. Núna er ég að hætta þessu, allt hefur
sinn tíma. Ég á smávegis af pappír og ætla að nota á
meðan hann endist í þær bækur sem mér finnst sjálfri
merkilegastar. Svo er þetta bara búið. Heftin hafa til
dæmis talsvert verið í útláni á Amtsbókasafninu og
þetta slitnar af notkuninni, þannig að í sumar endur-
nýjuðu þeir það sem mest var fengið að láni, því þeir
vilja hafa þetta áfram, sem mér finnst mjög jákvætt.“
Við ræðum um misjafnar skoðanir fólks á hand-
verki og munstrum eftir því hvaðan þau eru upp-
runnin og Jenný segir: „Það er gaman að segja frá því
hvernig munstur berast á milli manna. Ég útbjó fjögur
hefti í stóru broti sem ég kalla Gömul munstur og tók
þá mikið af munstrum upp úr Nýju kvennablaði sem
kom út á árunum 1940–1967. Síðar rakst ég á þessi
sömu munstur í gömlum eintökum af Familie journal
frá því um 1920. Þannig berast munstur gjarnan
frá einni kynslóð til annarar eftir ýmsum leiðum og
reyndar ótrúlegt hvað hugmyndir og munstur voru
oft fljót í förum milli landa. Danska blaðið Familie
journal var mikið keypt hér á landi og þegar komið er
á byggðasöfn sjást ýmsar hugmyndir þaðan á íslensku
handverki. Eftir að hafa skoðað tuttugu árganga af
Familie journal frá 1915–1935 virðist mér vera fátt
sem ekki var hægt að læra af því ágæta blaði. Það
var fjölbreyttur hugmyndabanki með munstrum og
teikningum af ýmsum spennandi munum. Séríslensk
munstur er flókið mál því erfitt er að fastsetja
J e n n ý í f a l d b ú n i n g i 18 . a l d a r s e m h ú n s a u m a ð i s j á l f .