Hugur og hönd - 2018, Qupperneq 8

Hugur og hönd - 2018, Qupperneq 8
14 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 15 hvaðan hugmyndirnar koma. Áttablaðarósin er til dæmis ekki séríslensk, hún er fjölþjóðleg. Ég hætti þessari munsturútgáfu sátt, finnst ég hafa gert mitt til að tengja fortíð og framtíð saman í handverk- inu.“ Heimasíðan munstur.is gefur gott yfirlit yfir munstursöfnun og útgáfu Jennýjar. Rannsóknir á altarisdúkum Talið berst að altarisdúkunum sem Jenný hefur verið að rannsaka síðustu ár, ásamt Oddnýju E. Magnús– dóttur og hún er beðin að segja frá því hvernig sá áhugi kviknaði. „Ég var gestanemandi í myndvefnaði í Statens lærerhöjskole i forming í Osló veturinn 1995– 1996 og þá fórum við mikið í vettvangsferðir, meðal annars í kirkjur. Ég sá að altarisdúkarnir í kirkjunum þar voru mjög svipaðir og hér heima og munstrin oft þau sömu. Sú hugmynd kviknaði og smáþróaðist hjá mér að rannsaka þetta nánar. Það var svo árið 2003 að ég hafði samband við Oddnýju vinkonu mína á Húsavík, sem er bæði listakona og þjóðfræðingur, og spurði hana hvort hún væri til í að koma og rannsaka með mér altarisdúkamunstur. Við erum nú búnar að heimsækja kirkjur víða um land. Við höfum fyrst og fremst verið að rannsaka handgerða altarisdúka og erum búnar að mynda og skrá upplýsingar um rúmlega 300 dúka í um 200 kirkjum og hvergi nærri hættar. Það hefur ýmislegt komið í ljós við þessa rannsókn okkar, til dæmis að algengasta munstrið í Þingeyjarsýslum er hvergi að finna í Eyjafirði eða Skagafirði en við fundum það á einum aflögðum dúk í Húnavatnssýslu. Þetta sama munstur er hins vegar nokkuð algengt á Suðurlandi. Þá er sama munstrið líka oft til í nokkrum tilbrigðum. Þannig hagræðir hver og einn munstrinu eftir sínu höfði. Mér finnst mjög gaman að sjá þegar fólk leggur eitthvað frá sjálfu sér í verkið eða býr til nýtt munstur.“ Það má fræðast nánar um þessa rannsókn á heimasíðunni munstur.is og þar eru líka greinar um verkefnið, meðal annars úr Hug og hönd frá árinu 2008. Framtíð handverks Að lokum ræðum við um framtíð handverks. „Það er gleðiefni hvað mikill áhugi er á handverki um þessar mundir. En margir finna til vanmáttar því að fólk kann ekki til verka enda handavinnukennsla í skólum mjög á undanhaldi og mikil þekking hvarf þegar gömlu húsmæðraskólarnir lögðust af. Margir sjá ekki lengur mun á því hvort er réttan eða rangan á útsaumi eða hvort um er að ræða handsaum eða vélsaum. Ég fór að hugsa um stöðu handverks í fyrra þegar þeir tóku upp á því hjá Akureyrarbæ að veita mér viðurkenningu fyrir handverk. Hvenær heyrirðu framámenn þjóðarinnar á hátíðarstundum vegsama handverksmenningu? En er það ekki stórkostlegt að forfeður okkar skyldu þrauka gegnum allskyns óáran eins og náttúruhamfarir, hungur og drepsóttir? Það gerðu þeir einmitt af því að þeir kunnu að bjarga sér, kunnu að koma ull í fat og mjólk í mat. Og það er einmitt fyrir þrautseigju þessa fólks sem lifði af að við erum þjóð í dag. Við skulum gleðjast yfir því og hugsa með þakklæti til forfeðranna.“ Ævikvöldið „Það er mikill fjársjóður þegar fólk eldist að það hafi áhuga á að gera eitthvað, puða og reyna á sig. Mér finnst vera mikið framundan, þó ég sé ekki að tíunda eitt frekar en annað. Ég er heppin að hafa mikla starfslöngun og segi gjarnan að ég sé fullbókuð til 2040 og þá verð ég ekki nema 101 árs! Það eina sem ég þarf að hafa verulegar áhyggjur af er aldurstengdur tímaskortur. Það er verst að dagarnir eru aldrei nógu langir.“ M u n s t u r b æ k u r J e n n ý j a r. Ý m s i r s m í ð i s g r i p i r e f t i r J e n n ý j u . F y r s t a ú t s a u m s s t y k k i ð . „ é g m e rk i a l l t s e m é g ge t s e g i r J e n n ý ” . B æ t t u r d ú k u r. Þ rá ð a r l e g g i r m e ð j u r t a l i t u ð u b a n d i .

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.