Hugur og hönd - 2018, Qupperneq 14
26 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 27
Spaðafaldur og treyjur
Á 19. öld báru konur spaðafald. Spaðinn er úr stífum
pappa sem klæddur er lérefti. Hann er festur í litla
húfu sem er tyllt á höfuðið og klútur bundinn um.
Ekki er greinanlegur munur á treyjum 18. og 19.
alda faldbúninga. Hér eru treyjur skreyttar með vír-
borðum, flauelsskurði sem lagður er vírsnúru og með
baldýruðum borðum.
Faldbúningur Eddu Árnadóttur
er með spaðafald, flauelsskurður
lagður vírsnúru er á treyjuborðum
og samfellan er blómstursaumuð.
Upphlutur var alltaf hluti
faldbúnings. Upphlutsbolur getur
verið úr svörtu, grænu, rauðu
eða bláu ullarefni eða flaueli.
Borðar að framan vírborðar eða
baldýraðir. Nú er upphlutur 19.
aldar notaður sem sjálfstæður
búningur með dökku pilsi og
borin við hann djúp skotthúfa og
dúksvunta. Leggingar eru yfir
saumum, úr flaueli eða vírborðum
eða þær eru kniplaðar. Þrjár
leggingar eru eftir miðju baki.
Upphlutur Kristínar Bjarna-
dóttur er með baldýruðum borðum,
sex myllupörum og knipluðum
leggingum á baki.
Peysuföt 19. aldar urðu til
þegar konur fóru að prjóna
treyjurnar í stað þess að sníða
þær og sauma úr klæði. Þá not-
uðu þær líka prjónaðar, djúpar
húfur í stað falds. Í fyrstu voru
konur í upphlut undir treyjunni
en slepptu honum svo og voru þá
aðeins í skyrtu undir treyjunni
(peysunni).
Síðar á öldinni var aftur farið
að sníða og sauma peysur úr
klæði. Á boðöngum og fremst
á ermum er svart flauel. Þröng
treyjan er höfð hálfopin að
framan þar sem glittir í nær-
skyrtu eða peysubrjóst.
Peysuföt Lilju Guðmunds-
dóttur er klæðispeysa.
Búningar 19. aldar. Faldbúningur, upphlutur og peysuföt