Hugur og hönd - 2018, Page 16
30 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 31
Hrosshársnámskeið
Hrosshár eru heillandi efniviður í bönd
og margskonar fléttur. Á vormánuðum
kenndi Lene Zachariassen hrosshárs-
fléttun á þriggja kvölda námskeiði í
Heimilisiðnaðarskólanum. Það er þolin-
mæðisverk að flokka og telja hrosshár
áður en hafist er handa við að flétta. Með
góðri leiðsögn meistarans varð vinnan
auðveld og skemmtileg og voru nemendur
mjög ánægðir með námskeiðið. Flétturnar
má síðan t.d. nota í skartgripi eða sem
skraut í leðurvinnu. Lene býr og starfar á
Hjalteyri við Eyjafjörð þar sem hún meðal
annars sútar skinn og vinnur úr hrosshári.
Til að skapa myndverk þarf í meginatriðum þrennt:
Kveikju, hugmynd og handverk. Kveikjan vekur hug-
myndina eða verður mynd í huganum, eins og orðið
ber með sér. Það sem vekur hugmyndina getur verið
eitthvað sem við sjáum eða heyrum og sem kallar
fram mynd í huganum. Nafn þessa tímarits, Hugur og
hönd, felur í sér þetta ferli.
Ef hugmynd á að komast í framkvæmd þá þarf
skapandi hugsun og þekkingu á miðlinum sem lista-
maðurinn kýs að nota. Það krefst kunnáttu og verk-
þekkingar.
Þessi þrjú mikilvægu hugtök í sköpunarferlinu,
kveikja, hugmynd og handverk, verða eitt og sam-
einast í nýju sjónrænu listaverki. Ekkert af þessu má
vanta: Kveikjan tendrar hugmynd sem færð er í miðil.
Þetta er það ferli sem sjónum er beint að í þessari
stuttu grein um grafíklist Kristins G. Jóhannssonar.
Listamaðurinn
Kristinn G. Jóhannsson fæddist á Dalvík 1936
en fluttist á barnsaldri til Akureyrar með foreldrum
sínum. Eins og algengt var á stríðsárunum, og raunar
langt fram eftir 20. öldinni, fór Kristinn í sveit sumar
hvert til föðurfólks síns á Göngustöðum í Svarfaðar-
dal og tengdist dalnum sterkum böndum. Móðir hans
var af þingeyskum ættum en í báðum ættum er list-
ræn taug.
Sagt var um bændur á Göngustöðum, forfeður
Kristins, að þeir hafi ekki búið stóru búi en þess er
jafnan getið að þeir hafi verið góðir vefarar. Vefstóll
var settur upp í baðstofunni á vetrum en hann tekinn
niður þegar erill sumarmánaðanna tók við.
Kristinn hóf listnám á Akureyri um fermingar-
aldur, fyrst hjá Jónasi Jakobssyni myndhöggvara
og síðan hjá listmálaranum Hauki Stefánssyni. Þar
lærði hann undirstöðu teikningar, myndmótun og
byrjaði að mála. Hann stóð síðan stutt við í Handíða-
og myndlistaskólanum í Reykjavík eftir stútentspróf
frá MA 1956 áður en hann hélt til Skotlands að nema
málaralist við Edinburgh College of Art.
Kristinn hefur á löngum og farsælum ferli haldið
fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum.
Hann tók fyrst þátt í Haustsýningu FÍM í Lista-
mannaskálanum árið 1962 og efndi síðar sama ár
til fyrstu einkasýningar sinnar í Reykjavík í Bogasal
Þjóðminjasafnsins. Hann lauk kennaranámi þetta
sama ár og vann síðan við kennslu og skólastjórn alla
starfsævina.
Ótal sýningar og ötult starf eru að baki og ennþá er
Kristinn atorkumikill listamaður. Í september 2018
opnaði hann sýningu á þeim dúkristum, sem hér
verður fjallað um, í sýningarsal Íslenskrar Grafíkur í
Hafnarhúsinu í Reykjavík.
Hugmyndin
Um skeið var rekið listhús, sýningarsalur og vinnu-
aðstaða nokkurra ungra listamanna, skálda og
myndlistarmanna á Akureyri og kallað Rauða húsið.
Hvernig það kom til að Kristinn sýndi í þessu musteri
nýja málverksins þar sem yfir vötnunum sveif andi
H ö f u n d u r : Guðmundur Ármann Sigurjónsson - L j ó s m y n d i r : Guðmundur Ármann Sigurjónsson
og Krist inn G. Jóhannsson
Vefur málarans
Krist inn G. Jóhannsson
Hugmynd og handverk