Hugur og hönd - 2018, Page 18

Hugur og hönd - 2018, Page 18
34 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 35 sjötta er nú á döfinni haustið 2018 í Reykjavík. Með þessum verkum gerir Kristinn einnig tilraun til að minna á mikilvægi þess að í umhverfi okkar eru lista- verk sem vekja huga okkar til sköpunar. Því er mikil- vægt að listamenn og handverksfólk hafi möguleika, tíma og aðstæður, til að leggja stund á iðju sína og að til séu stofnanir sem varðveita þennan mikilvæga arf kynslóðanna. Dúkristur listamannsins eru gott dæmi um vefnað- inn sem er einn veigamikill þáttur í fjölbreyttri flóru íslenskra sjónlista. Þegar Kristinn málar á strigann eða ristir í dúkinn þekkt munstur sem koma fyrir í vefnaði þá er ekki gerður greinarmunur á handverki og myndlist. Með sama hætti pússar Kristinn gjarnan olíumálverk sín með fínum sandpappír til að kalla fram vefnað strigans þannig að láréttir og lóðréttir þræðirnir birtast í öllum formum verksins og mynda samþætta tilvísun til fortíðar og framtíðar. Gögn: Myndlist á Akureyri að fornu og nýju. Valgarður Stefánsson. Bókaútgáfan Hólar 2005. Heimasíða um Escher: http://www.mcescher.com 27.1.‘18 Samtal við Kristin G. Jóhannsson á vinnustofunni, nokkrar stundir í janúar og febrúar á þessu ári. K r i s t i n n G . J ó h a n n s s o n á v i n n u s t o f u s i n n i í m a r s 2 018 . H a n n h e l d u r v i ð t v æ r m y n d i r s e m e r u f y r s t a ú t g á f i n a a f þ e s s u s t e f i , e i n s o g þ æ r vo r u í R a u ð a h ú s i n u 19 8 2 ............................................................................... Handverkshátíðin Eyjafjarðarsveit Handverk á heimsmælikvarða Hlökkum til að sjá ykkur! Bændamarkaður Fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna www.handverkshatid.is - facebook - Instagram 9.- 12. ágúst´18 H ö f u n d u r : Jófr íður Benediktsdótt ir Gefjunarteppi Ullarverksmiðjan Gef jun Gefjun var stofnuð árið 1897 og hét þá Tóvélar Eyfirð– inga. Í lok 19. aldar sendu Íslendingar ull í erlendar klæðaverksmiðjur þar sem dúkar voru ofnir úr henni. Mikill áhugi var hjá félagsmönnum Verksmiðjufé- lagsins sem keypti Tóvélar Eyfirðinga árið 1902, að efla ullariðnaðinn á Íslandi. Verksmiðjan gekk hins vegar ekki sem skyldi og vegna fjárhagsörðugleika var henni lokað um tíma. Hún tók aftur til starfa árið 1911. Á árum fyrri heimstyrjaldarinnar (1914- 1918) minnkaði innflutningur á vefnaðarvöru til landsins ásamt því að útflutningi á ull var hætt og við það efldist framleiðslan hjá Gefjun. Gefjunarvörur urðu vinsælar og verksmiðjan stækkaði, vélar voru keyptar og hagur fyrirtækisins batnaði. Þannig hafði stríðið áhrif á íslenska ullarframleiðslu til góðs. Samband íslenskra samvinnufélaga keypti Gefjun árið 1930. Gefjun óf fataefni, dúka og teppi, framleiddi lopa og band, saumaði fatnað og margt fleira. Öll vinnsla fyrir teppin fór fram í ullarverksmiðjunni. Ullin var þvegin og kembd, band var spunnið og ofið í stórum vélum verksmiðjunnar. Öllum vélum verksmiðj- unnar var snúið með vatnsafli þar til rafmagnið kom er Glerá var virkjuð um 1922. Framleidd voru teppi á Íslandsmarkað og til útflutnings. Teppi voru þar bæði ofin með flóknum og einföldum aðferðum. Ullarverksmiðjur á Akureyri voru starfandi í um 93 ár, en Gefjun hætti starfsemi árið 1990. Jacquard vefnaðaraðferðin Teppi fyrir Íslandsmarkað voru ofin með Jacquard vefnaðaraðferðinni sem er aðferð við að vefa flókinn munsturvefnað. Aðferðin er kennd við Joseph-Marie Jacquard (1752-1834) sem var franskur og fann upp vélknúinn vefstól sem gat ofið flókin og margbrotin vefnaðarmunstur. Jacquard sýndi fyrsta munstur- vefnaðarvefstólinn árið 1801 og Jacquard vefstóllinn kom á markaðinn árið 1804. Til gamans má geta þess Tvö t e p p i á t rö n u m s é s t ré t t a o g ra n ga n e ð s t . E i ga n d i : I ð n a ð a r s a f n i ð á A k u re y r i .

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.