Hugur og hönd - 2018, Page 23

Hugur og hönd - 2018, Page 23
 2018 HUGUR OG HÖND 4544 HUGUR OG HÖND 2018 var orðinn nógu þungur var snúð- urinn tekinn af og haldið áfram að spinna þar til teinninn var orðinn fullur og garnið var hespað af. Snúðarnir voru margir gerðir úr brotum úr klébergsgrýtum (pottum) en til voru líka snúðar úr blýi eða beini. Þessir elstu snúðar eru u.þ.b. 3 cm í þvermál og talsvert minni en seinni alda snúðar á hala- snældum. Til að mynda var snúður bláklæddu konunnar frá Ketils- stöðum 4 cm í þvermál og 2 cm á hæð. Snældusnúðar úr kumlum á Austarahóli, Hrísum, Daðastöðum, Ketilsstöðum, á Hofsstöðum, Hrís- brú, Gásum og fleiri stöðum eru allir frá 2 til 4 cm í þvermál. Samanburður á snældusnúð– um frá fyrstu öldum eftir landnám og seinni tíma snúðum sýnir að síðari tíma snældusnúðar eru stærri og oftast nær úr tré, þeir hafa hnokka efst, og hali, snúður og hnokki mynda eina heild. Handteinar hinsvegar eru oddmjóir í báða enda, með smá útbungun nær neðri endanum og er snúðurinn settur þar á. Það er enginn hnokki eða hak. Mörg málverk frá miðöldum sýna skýrt hvernig spunakonan heldur snældunni milli fingra. Flestum finnst eðlilegt að snúa teininum réttsælis en auðvitað var lika spunnið rangsælis eða s-snúið band. Fornleifarannsóknir sýna að útlit snúða breytist ekkert í nokkur hundruð ár eftir landnám eða að minnsta kosti til 14. aldar. Á næstu öldum varð breyting á því og farið að nota halasnældur eins og við þekkjum og notum í dag. Dæmi um það er halasnældan sem er gjarnan eignuð Önnu frá Stóru-Borg sem dó um 1570. Halasnældan hefur varðveist í heilu lagi og er snúð- urinn 6,2 cm í þvermál og 2,7 cm á hæð. Halinn er um 28 cm langur og með hnokkinn enn á sínum stað. Snúðurinn er skreyttur með flúri og höfðaletri sem má lesa úr „Anna á mig“. Spurningunni um tímasetn- ingu og ástæður fyrir breyttum spunaaðferðum verður ekki svarað ítarlega í þessari grein, en megin- skýring eru breytingar á atvinnu- háttum og viðskiptum á Íslandi á 13. og 14. öld þegar nýir markaðir og eftirspurn eftir nýjum vörum kallaði fram nýja framleiðsluhætti. Fornleifafundir, myndir og textar eru vitnisburður um spuna- tækni sem tíðkaðist með land- námsmönnum og í nokkrar aldir þar á eftir. Kalla ég spunatækið handtein sem snýst milli fingra hægri handar. Vinstri höndin dregur hæfilega mikla ull niður af rokknum, stundum kallaður ullar- teinn, en þar eru ullarkemburnar geymdar. Snúður er settur laus- lega á en tekinn af þegar teinninn fyllist og verður þyngri. Þessi aðferð er talsvert frábrugðin halasnælduspuna sem tók við á 15. öld eða fyrr, en orsök þessara breytinga er efni í aðra rannsókn. Það er von mín að tengja þessa fornu spunaaðferð við nútímann og vekja áhuga manna úr öllum áttum á henni. Heimildir: Fóstbræðra saga: www.snerpa.is/net/ isl/fostb.htm Eyrbyggja saga: www.snerpa.is/net/ isl/eyrbygg.htm Tilefni þessara hugleiðinga um jurtalitunarhefð Íslendinga og gula litinn er stutt klausa í ferðasögu Mackenzie sem gefin var út í Edinborg árið 1811. Bókin heitir: Travels in the island of Iceland during the summer of the year 1810 og er virki- lega skemmtileg aflestrar. Höfundurinn lýsir nefni- lega ekki síður fólkinu sem hann hittir, húsakynnum þeirra, innbúi og fatnaði en landslagi og náttúru. Í upphafi ferðarinnar má finna lýsingu á heimsókn Mackenzie og félaga hans til Ólafs Stephensen í Viðey. Í frásögninni segir hann frá fallegri stúlku sem ber fram mat og er klædd íslenskum búningi. Hann tekur fram að hann sjálfur hafi útvegað sér búning og lýsir í kaflanum afar nákvæmlega íslenska faldbúningnum og öðrum klæðnaði fólks. Í bókinni er einnig að finna nokkuð vel þekkta mynd af algengum klæðnaði fólks á þessum tíma. Það er óhætt að mæla með því að fólk sem hefur áhuga á Íslenska búningnum kíki í þessa bók. En það sem vakti þó mesta athygli við lestur ferðasögunnar var lýsing Mackenzie á vaðmáli og jurtalitun. Hann talar um að svart og blátt séu algeng- ustu litirnir og segir síðan í lauslegri þýðingu: Margir gulir litir eru notaðir og ekki ósjaldan í sokkaplögg (“Different shades of yellow are used, and not unfrequently for stockings”). Litunarferlið sé ekki flókið, sortulyng, jafni og fjallagrös og nokkrar fleiri jurtir séu notaðar, en allar lita þær gult af einhverju tagi. Hann heldur síðan áfram og lýsir stuttlega hvernig klæði var litað svart og að indigo sé notað til að lita blátt, áður en hann snýr sér að öðru. Það hefur lengi vakið nokkra furðu þeirrar sem þessar línur ritar að gulur litur skuli nánast ekki sjást í íslenskum þjóðbúningum því auðveldast af öllu er að lita gult. Það er nánast sama hvaða jurtir eru settar í pott, flestar skila þær einhverju blæbrigði af gulu á meðan það þarf dýrt innflutt efni til að lita rautt, blátt og grænt. Það er því rökrétt að álykta, þegar rætt er um íslenska jurtalitunarhefð, að gult hafi oftast nær verið liturinn sem úr pottinum kom. Þá vaknar óhjákvæmilega spurningin: Hvað var það sem var litað gult þegar ekkert sést af gulum lit í búningunum? Því er þess vegna varpað hér fram, hvort gulur litur hafi ekki almennt verið notaður í nærklæðnað og sokka og spurning hvort ekki sé tímabært að taka upp þann sið að klæðast gulum sokkum við þjóðbúningana. Af gulum sokkaplöggum og jurtalit á 19. öld H ö f u n d u r : Brynhildur Bergþórsdótt ir - L j ó m y n d : Guðmundur Ingólfsson

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.